Leita í fréttum mbl.is

Saga af sægarpi.

,,Ekki má gleyma að geta um vertíð mína. Allt útræði var með róðrabátum frá Sauðárkróki þá. Ég réðst strax sem háseti á bát með sjö manna áhöfn, þrír menn réru á hvert borð, en formaðurinn sat við stýrið. Orðbragð bátsmanna, klám og þess háttar, ofbauð mér þegar í upphafi. Var róið meðfram Reykjaströndunni og, að mig minnir, norður fyrir hana. Ég held, að lóðin hafi verið lögð ekki allfjarri Tindastóli og Drangey, í sundi því sem ber nafn af eyju þessari.Róið gat ég að nafninu að miðunum. Þá gerðist ég sjóveikur og lagðist fyrir í skutnum. Er lagt var af stað til Sauðárkróks aftur, rénaði sjóveikin að mun og ég held, að ég hafi róið allmikið af þeirri leið. Ég var ekki fyrr kominn í land en ég var rekinn. Annar formaður gaf mér kost á því að fara í róður með sér með svipuðum árangri og sömu endalokum. Þriðji formaðurinn féllst á að ,,reyna þolrifin" í mér. Sjóveiki og löðurmennska sameinuðu átökin um mig eins og í hinum tveimur róðrunum, enda fékk ég síst betri útreið en hin fyrri skiptin. Hafði ,,hróður" minn borist rækilega um ,,Krókinn" þegar hér var komið sögu."

(Úr ,,Harmsögu ævi minnar" eftir Jóhannes Birkiland)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband