Leita í fréttum mbl.is

Áfengisneysla barna á leikskólaaldri.

,,Á misjöfnu þrífast börnin best." Þessi gamla, margþvælda tugga, sem nútímafólk foraktar, heldur alltaf sínu gildi, þrátt fyrir allt. Þó svo að tveggja ára sonur Kim Mayorga hafi af vangá drukkið sig pöddufullann í tekílabrennivíni á veitingastaðnum Applebee, þá er aldeilis ekki öllu lokið fyrir þann stutta. Eins og vel flestir félagsfræðingar vita, og þekkja jafnvel af eigin raun, þá er drykkjuskapur fólks á leikskólaaldri ekkert til að tala um og fjarri fer því, að framtíð viðkomandi óreglukrakka sé öll bundin við rennusteininn og öskutunnuportin. Þvert á móti eru framtíðarhorfur slíkra krakka býsna góðar eins og eftirfarandi texti vitnar um: 

Í Egilssögu er frá því sagt er Egill, þá þriggja ára gamall, heimtaði að fá að fara með Skalla-Grími föður sínum í fylliríisveislu hjá Yngvari á Álftanesi. En Skalla-Grímur hafnaði bón sonar síns með svohljóðandi orðum: ,,Ekki skaltu fara, því að þú kannt ekki fyrir þér að vera í fjölmenni, þar sem drykkjur eru miklar, er þú þykir ekki góður viðskiptis, að þú sért ódrukkinn." Að svo búnu steig Skalla-Grímur á hest sinn og reið í brott til veislunnar. Hinn þre vetra Egill undi þessum málalokum illa og tók til sinna ráða, rændi eykhesti föður síns og reið eftir þeim Skalla-Grími og kom að kveldi á Álftanes. Var honum þar vel tekið og setti Yngvar bóndi hann við hlið sér við drykkjuna. Egill Skallagrímsson varð síðar einn frægasti Íslendingur sem uppi hefur verið frá því land byggðist, þrátt fyrir að hafa byrjað drykkjuskap svona heldur á fyrra falli ævi sinnar.

Nú er bara að sjá hvort Júlíus litli Mayorga á ekki eftir að spjara sig að hætti Egils Skallagrímssonar. 


mbl.is Tveggja ára gamalt barn fékk áfengi í stað eplasafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband