Leita í fréttum mbl.is

Ólán og slysfarir.

Með óvöldu orðbragði hrakti kvendjöfullinn eiginmann sinn nauðugan upp á þak til að mála. Vitaskuld varð honum fótaskortur þar upp og valt fram af þakbrúninni og skall niður í blómabeð og málningarfatan á eftir. Sem hann lá þar stórslasaður í beðinu, óð kvendjöfullinn að honum, gjörsamlega tryllt af bræði, sparkaði í hann og dró hann síðan burt úr beðinu þegar henni þótti útséð að honum tækist að druslast þaðan af sjálfsdáðum. Viku síðar heimsókti kvendjöfullinn mann sinn á sjúkrahúsið. Og er hún sá hann þar í rúminu gifsaðann og spelkaðann, umhverfðist hún einn ganginn enn. - Heðurðú helvítis djöfullinn þinn, hóf hún máls, - að þú gétir legið hér eins og ekkert hafi gerst? Eyðilagðir málninguna, blómabeðið og fötin sem þú varst í og missir svo af vinnu Guð má vita hve lengi. Hvílíkur andskotns auðnuleysingi ! Og henn rann svo í skap á þessu upphafna augnarbliki, að hún missti allt tímaskyn og sá rautt. Hún tók á rás yfir gólf sjúkrastofunnar og hafði ekkert kristilegt í huga. En þar sem hún var orðið stjórnlaus af geggjun og sá þar að auki aðeins rautt fór hún rúmavillt og tók manninn í næsta rúmi svoleiðis í karphúsið, að hann mátti liggja í tíu klukkustundir á skurðarborðinu á meðan læknarnir voru að tjasla honum saman, og höfðu þeir þó nokkrum dögum áður þurft að smíða hann upp, nánast frá grunni, eftir ógnar snarpa bílveltu.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ég votta þér mína dýpstu samúð.

Hvor varstu?

Þórbergur Torfason, 23.8.2007 kl. 21:03

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hringdu í lögguna á Selfossi

Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.8.2007 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband