Leita í fréttum mbl.is

Afleiðing þess að éta óþverra ofan í sig.

Kolbeinn hafði étið einhvern bölvaðann óþverra ofan í sig og leið nú eins og magaveikum hundi. Brækjupestin sem gaus aftan úr honum var svo hryllileg, að hann hafðist ekki við á sama stað stundinni lengur. Þessi déskotans saugerlahernaður ætlaði hann alveg lifandi að drepa; konan hætti að vilja sofa hjá honum og kötturinn fór að líta hann íllu auga og fór undan í flæmingi. Svona gekk það fyrir sig í tvo mánuði, en þá fór Kolbeinn grotna niður og varð að dufti á innan við viku. Þóttu það heldur góð málalok, úr því sem komið var.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valla

Jói var að senda þér póst, hann var of viðkvæmur til að láta sjást hér.

Valla, 25.8.2007 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband