Leita í fréttum mbl.is

Hnignun Suðurnesjamanna.

Eftir fréttum að dæma, af Ljósanótt í Reyjanesbæ, virðist vera nokkur viðleitni í gangi með að draga úr þeim feyknakrafti sem Útnesjamenn eru hvað frægastir fyrir. Eða hvað? T.d.  segir á mbl.is: ,,Nokkur mál komu til kasta lögreglu vegna ölvunar og óspekta í nótt. Nokkuð var um pústra og slagsmál en engin alverleg mál komu upp." Og í niðurlagi greinarinnar segir einungis: ,,Nokkur afskipti voru höfð af ungmennum sem síðan voru færð í athvarfið. Haft var samband við forráðamenn sem var gert að sækja þau. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Níu fíkniefnamál komu upp og sex minniháttar umferðaróhöpp áttu sér stað í gærkvöldi og nótt." Ja þvílíkt og annað eins, það mætti halda að Suðurnesjamönnum sé farið að fatast flugið og það sé jafnvel farið að gera gys að þeim fyrir snautlegar tiltektir og aumingjaskap. Eða hvað er orðið af þeim fræknu Suðurnesjamönnum, sem létu sér ekki muna um að ,,sækja gull í greipar hinum geigvæna mar, sem ekki nema ofurmennum ætlandi var?"
mbl.is Mikill mannfjöldi á vel heppnaðri ljósanótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Alstaðar hnignun.  Sama hvert litið er.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 2.9.2007 kl. 11:18

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Já hnignun? Engir Færeyskir dagar í Ólafsvík, en alltaf góð stund á Grundarfirði, Svo hér í Reykjanesbæ var flott og gaman var líka í gæslu í nótt.

Ólafur Björn Ólafsson, 2.9.2007 kl. 16:26

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já við Ólsarar erum vaxnir upp úr Færeyskum dögum; búnir að fá nóg af moldfullum aðkomukrökkum, skítandi og mígandi fyrir utan stofugluggana hjá okkur.

Jóhannes Ragnarsson, 3.9.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband