Leita í fréttum mbl.is

Holdgerfingar stríðsreksturs á fremsta bekk.

Það fór sem mig grunaði, að slettirekur, sem þekktar eru fyrir annað en friðarbaráttu, plöntuðu sér fremstar í flokk þeirra sem viðstaddir voru vígslu friðarsúlunnar í Viðey. Það var ekki laust við að setti að mér ósvikna klíju, að horfa upp á smettin á Birni Inga fyrrum aðstoðarmanni Halldórs Ásgrímssonar og Hönnu Birnu starfsmanns Sjálfstæðisflokksins á Davíðstímanum í allra fremstu víglínu við athöfnina. Þau virkuðu á mig eins og holdi klæddir fulltrúar innrásarinnar í Írak og heimsvaldastefnu Bandaríska auðvaldsins. Og ræðuhöld Vilhjálms Rei borgarstjóra voru hreint og beint eins og skrattinn úr sauðarleggnum, ósmekkleg og óviðeigandi súrrealísk. Ég er alls ekki viss um að Yoko Ono hafi haft hugmynd um hvaða tegund af ,,friðarsinnum" höfðu tillt sér á fremsta bekk, en víst er um að þeir settu ansi aurugan blett á atburð kvödsins. 
mbl.is „Gjöf frá John og Yoko og íslensku þjóðinni til heimsbyggðarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Hárrétt hjá þér Jóhannes. Fullkomlega óviðeigandi að þetta lið hlammi sér á fremsta bekk og að Villi Vill sé með einhverja ræðu. Hefur maður ekki snefil að sómatilfinningu? Það vantaði bara Björn Bjarna og hina herforingjana og NATO fundarliðið þarna! Svartur blettur á flottum viðburði. Yoko Ono er snillingur en hitt gengið hefði mátt missa sín. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 9.10.2007 kl. 20:53

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Er ekki alveg tilvalið að geyma þá vondu úti í Viðey?

Björn Heiðdal, 9.10.2007 kl. 21:05

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég mæli frekar með að þetta lið verði geymt úti í Drangey.

Jóhannes Ragnarsson, 9.10.2007 kl. 21:15

4 Smámynd: Fríða Eyland

Fréttaskýrandinn talaði um mektarmenn, dáldið útá túni hún Svanhildur

Fríða Eyland, 9.10.2007 kl. 21:43

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það voru þá mektarmennirnir atarna.

Jóhannes Ragnarsson, 9.10.2007 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband