Leita í fréttum mbl.is

VG svag fyrir Villa og frjálshyggjugríslingunum

"Við skiljum ekki hvernig Sjálfstæðisflokkurinn gat sofnað svona á verðinum." Eftir tólf á hádegi hafi síminn byrjað að hringja, en það hafi verið alltof seint. "Ég hugsa að okkar dyr hefðu jafnvel staðið opnar undir ákveðnum kringumstæðum," segir heimildarmaður úr röðum VG við blaðamann mbl.is. Það verður að segjast, ef rétt er haft eftir ,,heimildamanni" úr röðum VG, að VG virðist ekki síður en aðrir flokkar furðu veikt fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokksins. Gaman væri að vita hvaða ,,ákveðnu kringumstæður" það hefðu átt að vera, sem gert hefði það að verkum að Svandís snillingur hefði látið sig hafa að skríða upp í hjá Villa og frjálhyggjugrislingunum í Sjálfstæðisflokknum. Í ljósi þesara ummæla er ekki annað að sjá en söfnuður VG í Reykjavík (já og jafnvel víðar) sé meira ga-ga en maður hugði. Þvílíka leppalúða og loddara er varla á vetur setjandi - eða hvað? 
mbl.is Vilhjálmur borgarstjóri og Björn Ingi féllust í faðma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þetta fer nú að verða alvarlegt með þig Jóhannes, lepur upp bullið í mogganum frá kosningastjóra Péturs Blöndal! "Heimildarmaður úr röðum VG" er bara lélegt bull alveg eins og "heimildarmaður rúv" sem sagði að mómælendum úr röðum Saving Iceland væri borgað fyrir að mótmæla! Þetta eru slappir brandarar og sorglegt að ÞÚ skulir éta þetta upp eftir íhaldsliðinu úr þeirra fjölmiðlum. "Heimildartmenn sem ekki er unefndir á nafn eru ekki trúverðugir, hvort sem þeir telja sig vera í vg eða löggunni. Ef einhver félagi í vg er svag fyrir íhaldinu verður bara að hafa það en sem betur fer skammast sá sami sín svo mikið að hann þorir ekki að koma fram undir nafni. Og hana nú Jóhannes. Þú ert meira en lítið ótrúverðugur í þínum málflutningi að mínu mati og það er dálítið sorglegt því ég held að þú sért ágætis náungi þegar vel liggur á þér. Bestu kveðjur

Hlynur Hallsson, 12.10.2007 kl. 08:00

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Sæll og blessaður Hlynur og þakka þer fyrir athugasemdir þínar á blogginu mínu. Það má svo sem vel vera, að blaða- og fréttamenn eigi til að skálda upp nafnlausa heimildarmenn til að afvegaleiða umræður eða ná sér niður á einhverjum. Að mínu mati eru slíkt vinnubrögð afleit  og reyndar svo alvarleg að blaða- og fréttamenn sem þannig haga sér ættu sæta ábyrg á gjörðum sínum.

Hitter svo önnur saga, að mér finnst myndun nýs meirihluta lykta dálítið mikið af tækifærismennsku. Það kemur mér ekkert á óvart, að Samfylking, F-listinn og Framsókn stundi tækifærispólitík, en mér er mun ver við að VG stundi slíka hluti. Þannig vill til, að ég hef verið flokksbundinn í VG frá stofnun þess flokks, reyndar aðeins að nafninu til hin síðustu ár, og því ljósi geri ég mun meiri kröfur til VG en annarra flokka, ekki síst vegna þess, að við stofnun VG varð það alveg á hreinu að flokkurinn ætlaði sér ekki að stunda pólitík sem byggð væri á tækifærismennsku og loddarapólitík, sem hefði það fyrst og fremst að markmiði, að komast til valda með hverjum sem er og með tilheyrandi málamiðlunum. Því miður virðist VG hafa breytt um stefnu fyrir nokkrum árum því síðan þá, er ekki annað að sjá en að flokkurinn sé tilbúinn að fara í samstarf við hvern sem er til að komast til ,,valda" valdanna vegna. Og þessi skoðun mín er ekki úr lausu lofti gripin, fjarri því. Við vitum það báðir, Hlynur, að ýmsir, að ég segi ekki margir, í forystu VG hafa verið þess fýsandi að ganga til meirihlutasamstarfs við hvern sem er, þar á meðal íhaldið, í ríkisstjórn og bæjarstjórnum bara til þess að ,,hafa áhrif" eins og það heitir á máli hinna meirihlutasjúku, án þess að gera nokkra grein fyrir í hverju þessi árif eiga að vera fólgin eða hvað þeir geti hugsað sér að ganga langt í málamiðlunum. Svona pólitík af hálfu VG, og reyndar annarra flokka líka, er að mínu mati slæm því hún býður heim tækifærismennsku, óheiðarleik og spillingu og Vinstrihreyfingin grænt framboð var svo sannarlega ekki stofunuð í upphafi utan um þessháttar hluti, heldur þvert á móti.         

Jóhannes Ragnarsson, 12.10.2007 kl. 12:50

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Nokkuð til í þessu.  Steingrímur J. og Davíð létu lengst af einsog kærustupar á fyrsta stefnumóti eftir fyrsta drátt.

Auðun Gíslason, 12.10.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband