Leita í fréttum mbl.is

Frjálhyggjuyrðlingarnir í Húsdýragarðinn

Þegar ég las fyrirsögnina ,,Fjölgun í Húsdýragarðinum" flaug mér strax í hug hvort Geir Haaarde og Vilhjálmur Þorn hefðu afhent Húdýragarðinum frjálshyggjuyrðlinga Sjálfstæðisflokksins til enduruppeldis. Þegar betur var að gáð, sá ég að svo ver ekki. Tilfellið var, að fæðst hafi rauður bolakálfur í Húsdýragarðinum, alls ekki frjálhyggjulegur á svipinn. Ég geri samt ráð fyrir, að það fjölgi í Húsdýragarðinum þegar líður á daginn, því viðbúið er, segja mér heimildamenn úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins, að fulltrúaráð Varðar dæmi yrðlingana í dag til vistar innan um kýr og hænsn til loka kjörtímabils borgarstjórnar Reykjavíkur. Þó er enn óráðið hvað gert verður við andlega fóðurmeista yrðlinganna, en komið hefur til tals að gera þá vitavörðum á Hornbjargsvita. 
mbl.is Fjölgun í Húsdýragarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Benediktsson

Væri ekki frekar að segja að Birni Inga hafi áskotnast fylgisveinn eða aðstoðarbola til að hafa í framtíðar framsóknarfjósinu í Rvk.

Jón Þór Benediktsson, 17.10.2007 kl. 17:52

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Einnig hefur verið talað um, að fyrrum vitavörður á Hornbjargi, Ólafur Þ. Jónsson, komi á sinn gamla vinnustað á tveggja mánaða fresti og lesi hjörðinni sem þar verður vistuð pistilinn.

Björn Ingi verður að láta hr. Al Torstens nægja sér til aðstoðar.

Jóhannes Ragnarsson, 17.10.2007 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband