Leita í fréttum mbl.is

Jólatré grafið til hálfs í jörðu niður

Í fyrradag fylgdist ég eins og aðrir bæjarbúar í Ólafsvík spenntur með þegar jólatréð það hið mikla var reist vestan við Pakkhúsið. Og ég hugsaði sem svo: Hvað ætli líði margir klukkutímar þangað til þetta gerðarlega tré verður fokið á hliðina? Ég veit svosem ekki upp á hár hvað jólatréð stóð lengi í lóðréttri stöðu að þessu sinni, en hitt veit ég þeim mun betur, að það fyrsta sem Ólsarar ráku augun í, þegar þeir klöngruðust til vinnu á áttunda tímanaum í morgun, var að jólatréð lá á hliðinni eins og útaf dauður róni á víðavangi. Reyndar er ekki tekið út með sældinni að halda jólatré undir beru lofti í Ólafsvík því hann getur verið nokkuð vindasamur í skammdeginu hér vestra. Til dæmis fauk jólatréð, sem plantað var við Pakkhúsið í fyrra, að meðaltali tvisvar um koll á sólarhring, frá byrjun jólaföstu og fram að þrettánda, jólatrjáagæslumanni bæjarins, Antoni Ingólfssyni vini mínum, til ómældrar gleði og stóránægju. En í morgun var Antoni loks nóg boðið, því hann lét grafa jólatré ársins til hálfs ofan í jörðina. Eru bæjarbúar mjög sammála um ágæti þeirrar framkvæmdar og telja að nú megi mikið hvessa til að koma tréskömminni eina ferðina enn á hliðina. Reyndar hefur jólatréð lækkað um eina fjóra metra við aðgerðina, en það er svosem gott og blessað, ef það verður til friðs og gæslumanni sínum til geðs. 


mbl.is Jólatré fauk um koll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Jæja Jói minn. Mikið gleðst ég nú með sveitungum þínum að hafa ekki þurft að sprengja fyrir helv. runnanum.

Þórbergur Torfason, 1.12.2007 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband