Leita í fréttum mbl.is

Eðalkratarnir og fátæktin

 „Það er náttúrlega mjög sárt að sjá þá fátækt sem blasir við manni hérna. Það eru alltof margir, sem þurfa að lifa undir skilgreindum fátæktarmörkum." Þessi stórkostlegi texti er hafður eftir frú Jóhönnu Sigurðardóttur, sem skreið ásamt fleiri eðalkrötum upp í auðvaldsflet íhaldsins fyrir hálfu ári síðan. Það virðist ekki væsa um eðalkratana í fletinu, enda vað það hlandvolgt eftir Halldór Ásgrímsson og félaga þegar eðalkratana bar að garði. Það virðist ekki hvarfla að Jóhönnu og hennar slekti, að fátæktin, sem Jóhönnu finnst náttúrlega mjög sárt að sjá, stafar af stéttarskiptingu. Því síður hafa Jóhanna og eðalkratarnir grun um að ekkert gerist í þessum ,,mjög sáru" málum meðan ekki verður ráðist á stéttarskiptinguna með afgerandi, byltingarkenndum hætti. Ónei, eðalkrötunum nægir að nudda sér upp við kálfana á íhaldinu og rembast við að stunda smáskammtalækningar með plástur að vopni - og gráta krókódílatárum yfir ,,alltof mörgum sem þurfa að lifa undir skilgreindum fátæktarmörkum," eins og frú Jóhanna orðar það svo smekklega.
mbl.is Neyðin eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband