Leita í fréttum mbl.is

Stórkostlegt útrásarverkefni innan seilingar

EldamennskaNú, fyrst að rottuket er svona geysivinsælt á Taívan og Tailandi, já og ef til vill víðar, þá held ég sé ekki eftir neinu að bíða hjá íslenskum útrásarmógúlum að hefja stórfellda og stórbrotna rotturækt með útflutning á afurðum í huga. Síðan flyttu þeir náttúrlega starfsemina, þegar hún verður komin vel á legg, úr landi í hagræðingarskyni; kæmu upp útibúum hér og hvar um veröldina þar sem vinnuafl og annar slíkur leiðindahégómi er ódýr og þénanlegur. Og hæg eru heimatökin fyrir stórhuga útrásarista að koma sér upp stórum og öflugum nagdýrastofnum hér á landi með því að smala saman skólprottum í þúsundavís og færa þær til til eldis á búgörðum sínum því margir raunsæir og útsjónasamir athafnamenn og fjárfestar hafa í síðustu árum komið sér upp búgörðum í sveitum landsins. Þarna sýnist mér kominn ákjósanlegur framfaramöguleiki, fyrir rétta menn með fjármagn og hugrekki, sem er alls ekki síðri kostur en REI-útrásin sáluga, sem varð að engu sökum skilningsleysi og afturhalds miheppnaðra, að maður segi ekki, misviturra, stjórnmálamanna. Við skulum ekki láta slíkt slys gerast aftur, heldur hvetja okkar ástsælu athafnamenn til stórvirkja og dáða til að hasla sér völl í matvælaframleiðslu í Austurlöndum fjær. 
mbl.is Rottukjöt vinsælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, þetta er mjög aðlaðandi nýsköpunarverkefni.

Jóhannes Ragnarsson, 12.2.2008 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband