Leita í fréttum mbl.is

Skriðdrekar græðginnar

Það er ljóst að nú ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að láta til skarar skríða svo um munar og ráðast með einkavæðingarskriðdrekum sínum á heilbrigðiskerfið í landinu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Samfylkingin bregst við þessum stríðsrekstri vina sinna í ríkisstjórninni. Eða er Samfylkingin kanske ekki minni einkavæðingarflokkur en Sjálfstæðisflokkurinn? Það vita allir að Sjálfstæðisflokkurinn er aumur og leggst lágt þegar einkavæðingar eru annarsvegar. Nú er bara að bíða og sjá hvort Samfylkingin er ekki enn aumari í þeim efnum. Til hvers var Samfylkingin annars stofnuð, man það einhver?
mbl.is Spara má 390 milljónir í heilsugæslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband