Leita í fréttum mbl.is

Átta fórnfúsir og óeigingjarnir.

Það  er ánægjulegt að átta manns skuli, af óeigingirni og fórnfýsi, hafa tekið að sér að hafa ofanaf fyrir fangavörðum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Fangaverðir vita það best sjálfir hversu skelfilegt er að sitja á sínum stað, einir og yfirgefnir, allt kvöldið og alla nóttina, án félagsskapar af nokkru tagi. Ég þekkti einusinni mann sem var fangavörður. Fimm nætur í beit beið hann einn og yfirgefinn í fangelsinu eftir viðskiptavini, svo hann hefði nú einhvern til að spjalla við, en án árangurs; ekki nokkur lifandi sála gaf sig fram til að til að stytta honum stundir. Sjöttu nóttina varð ástandið svo aðvarlegt að hann gekk af vitinu og var fluttur á Klepp þar sem hann braut allt og bramlaði.
mbl.is Átta gistu fangageymslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert stundum alveg ferlegur Jóhannes

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2008 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband