Leita í fréttum mbl.is

Þegar 2+2 verða 5 eða 3

peningar3Mikill snillingur og veraldarséní er Hanez Holmstone. Það vefst ekki fyrir blessuðum unganum að fá 2+2 til að verða 5 eða 3, svona eftir atvikum.

Auðvitað vill hinn ríkisrekni frjálshyggjumaður, sem harðneitar að láta einkavæða sig, ekki vera minni maður en landsfeðurnir Gjeir og Ingibjörg Sólrún, og leggja sitt að mörkum til að fegra bágt efnahagsástand á Íslandi í augum alheimsins. Í því skyni trúir hann lesendum Wall Street Journal-vefsins fyrir því, að allt sé í sómanum á Íslandi, svo sé kvótakerfi í fiskveiðum og glerfínni einkavæðingu fyrir að þakka. Hinsvegar virðist prófessornum við Háskóla Íslands algjörlega sjást yfir að útskýra fyrir fróðleiksfúsum lesendum Wall Street-vefsins hve græðgisvæðingin getur verið fallvölt, kvótakerfið rotið og skaðlegt sem og einkavæðingin stórbrotna. En það eru nú ef til vill bara smámunir í augum hins góða ríkisrekna prófessors.


mbl.is Segir Ísland ekki vera að bráðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband