Leita í fréttum mbl.is

Þynging þjóðarinnar er sannkallað gleðiefni

feiturfat girlÉg er þeirrar skoðunar, að enginn þurfi að örvænta þó að þjóðin sé hlaupin í spik, það er bara merki þess að henni líði vel, sennilega undur vel.

Hér áður og fyrr var það talið ótvírætt merki um lífshamingju, góða heilsu og stöðugan efnahag að vera í góðum holdum. Í þá góðu daga voru langfeitustu stelpurnar, hlandsprengjurnar, eftirsóttastar af fjörugum og rétt náttúruðum karlmönnum og að sama skapi nutu karlar virðingar í réttu hlutfalli við stærð ístrunnar, sem þeir höfðu komið sér upp með útsjónarsemi og dugnaði. Reyndar höfðu því miður ekki allir efni á að róa í spikinu í gamla daga enda var þjóðin þá óhamingjusöm og fúllynd með afbrigðum. Það voru helst sýslumenn og prestar sem gátu státað af ásættanlegu líkamsumfangi, meðan alþýðan dragnaðist áfram eins og ólæknandi anorexíusjúklingar; því er við að bæta, að horaðir sýslumenn og prestar voru á öldum áður taldir til úrhraka og yfirleitt flæmdir úr stafi eftir mjög stuttan embættisferil ef þeir sýndu engin merki þess að hafa fengið ætan bita í belg.

Það er því óumdeilanlegt gleðiefni að þjóðin skuli hafa braggast með þeim hætti sem nú liggur fyrir: konur sem karlar hafa, góðu heilli, tekið verulegan þyngingarkipp uppávið, þrátt fyrir matarkúraæði, heilsuræktarstöðvar og annan lítt uppbyggjandi viðbjóð. Meira að segja ég hef bætt á mig nokkrum kílóum á síðustu góðærisárum og hélt ég þó hér forðum, að það ætti fyrir mér að liggja að drepast úr ófeiti fyrir aldur fram. En svo brast á blessað góðærið á og bjargaði mér eins og öllum öðrum.  


mbl.is Offitufaraldur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband