Leita í fréttum mbl.is

Leiksoppur frjálshyggjubarna og braskaralýðs

hjólbörurÞað er afskaplega óraunhæft, að maður ekki segi barnalegt, hjá félaga Ögmundi, ef hann býst í raun og veru við að hann fái svör af einhverju viti við spurningum sem hann leggur fyrir forsætisráðherrann Gjeir Ho Haaarde.

Allra síst kemur þó til mála að forsætisráðherranum komi til hugar, að svara heiðarlega og sannleikanum samkvæmt þegar hann er inntur eftir glæpsamlegu einkavæðingarpukri, sem virðist vera í gangi í heilbrigðiskerfinu að undirlagi Sjálfstæðisflokksins.

Og það sem verra er: Samfylkingin virðist staðráðin í að styðja Sjáfstæðisflokkinn með ráðum og dáð í gera heilbrigðiskerfið að leiksoppi frjálshyggjubarna og braskaralýðs; og það sama er uppi á teningnum varðandi menntakerfið. 

Og meðan ég man. Var það ekki um núverandi ríkisstjórn sem Bólu-Hjálmar sagði: ,,Eru þar flestir aumingjar, en illgjarnir þeir sem betur mega." ?    


mbl.is Ekki endilega besta hugmyndin að breyta Landspítala í hlutafélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband