Leita í fréttum mbl.is

Fjandinn hirði þjóðarsátt og sameiginlegt átak ...

kapital4Það hefur áreiðanlega verið einkar þrifleg samkoman hjá fulltúum ríkisstjórnarinnar og ,,aðilum" vinnumarkaðarins við háborð borgarastéttarinnar í dag. Þar hefir nú ekki verið töluð vitleysan, ef ég þekki ,,aðilana" rétt.

Meðal annrs kom Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, út af nefndri samkomu í sólskinsbaðaðri hrifningarvímu og sagðist telja þörf á sameiginlegu átaki þjóðarinnar allrar til að kveða verðbólguna niður.

Nei, Ögmundur minn, þar ferðu heldur betur villur vega í þokusudda á heiðum auðvaldsins. Nú er komið að kapítalistastóðinu og fylgifiskum þess að kveða verðbólguna niður án aðstoðar verkalýðsstéttarinnar. Verkalýðsstéttin er búin að láta hafa sig einu sinni að fífli með þjóðarsáttarblekkingu, og það er fullkomlega einu sinni of mikið. Að þessu sinni ættu verkalýðsrekendurnir að sjá sóma sinn í að nefna þjóðarsátt, eða sameiginlegt átak til að kveða niður verðbólgu, ekki á nafn. Að minnsta kosti hef ég ekki einn einasta áhuga á að fórna svo mikið sem einum eyri í að koma löppunum undir græðgisstéttirnar að nýju.


mbl.is Ætla að vinna á verðbólgunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þeir geta sjálfir klórað sig út úr vandanum, þeir sem skópu hann, það voru ekki láglaunamenn eða verkalýður þessa lands.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2008 kl. 23:03

2 Smámynd: Reynir Andri

Sammála þér vinur. Ekki tími ég að borga brúsan núna eftir að það sé búið að einkavinavæða allt í landinu.

Haltu því í sannleikanum hundur 

Reynir Andri, 6.5.2008 kl. 23:22

3 identicon

sammála, en minni á að meðan verðtrygging er á lánum (eða breytilegir vextir, hvað þá bæði), þá erum við almenningur svínbundin og búið að taka allar tennur og klær (jafnvel bara hendur og fætur) af, lítið eftir til að berjast með...

Gullvagninn (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband