Leita í fréttum mbl.is

Gamall forhleramaður forframast

drunk1Nú hefur sýslumaðurinn í Belgrad heldur betur stungið fingri í rangan þumal. Karluglan sem handtekinn var í gær er ekki Radovan Karadzic fremur en Britney Spears heldur gamall göturóni af íslensku bergi brotinn. Ég held ég muni nú eftir honum Kidda kölska, var með honum á síðutogara í gamla daga; hann var álitinn besti forhleramaður flotans þegar hann var uppá sitt besta. En þegar skuttogararnir komu til sögunnar var Kidda kölska nóg boðið og hann gekk götunni á vald; fíngert sálarlíf hans þoldi nefnilega ekki skuttogaravæðinguna. Þegar framúrskarandi íslendingar stukku hver sem betur gat í útrás, tók Kiddi kölski sig upp líka, kvaddi Hlemm og Kaffi Skít, og hélt út í hinn stóra heim til að græða pééénínga. Og auðvitað bar útrásaraðilinn Kiddi kölski niður í Austur Evrópu því þar var gróðavonin mest. Hann ætlaði semsé að gera það gott í Serbíu og nota gróðann til að koma upp brennivínsbanka á Íslandi. En það verður víst lítið úr frómum fyrirætlunum Kidda kölska, fyrrverandi forhleramans, fyrst hann er á leið fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag. Með þessari óvæntu uppákomu má segja að nokkuð hafi ræst betur úr Kidda kölska en nokkurn óraði fyrir.  
mbl.is Karadžic skrifaði um heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Mér þykir Kiddi vinur þinn ansi kræfur karl ef hann hefur tekið upp á því að fara svo að skrifa í tímarit um óhefðbundnar lækningar.

Brynjar Jóhannsson, 22.7.2008 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband