Leita í fréttum mbl.is

Hálfköruð mörk geta ráðið úrslitum - eða hvað?

Fyrst að Snorri Steinn skoraði ,,heil" 12 mörk, eins og sagt er á mbl.is, þá geri ég ráð fyrir að hægt sé að skora hálf mörk eða jafnvel enn minni brot úr marki, til dæmis: ,,Ólafur Stefánsson stóð sig mjög illa í leiknum og skoraði einungis einn sjöunda úr marki (1/7) og var loks tekinn útaf og sendur í sturtu." Reyndar er ég orðinn svo forvitinn um málefnið, að ég er staðráðinn í að rífa mig upp um miðja nótt, næst þegar Íslendingar eiga leik í Kína, til að sjá hvernig hálfköruð mörk eru skoruð því það held ég sé aldeilis sjón að sjá.
mbl.is Ísland lagði Rússland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Já, og einnig væri gaman að sjá leikmenn "smyrja" boltanum í netið....skyldu þannig mörk teljast "heil" eða "hálfköruð"?

  Fín færsla.

Sigríður Sigurðardóttir, 10.8.2008 kl. 12:01

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Morgunblaðsbörnin kunna því miður ekki að skrifa íslensku, hvað þá að hugsa á íslensku.

Og KR að tapa. Veit ekki hvort ég eigi ekki bara að detta í það aftur eða reyna að þrauka.

Sigurður Sigurðsson, 10.8.2008 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband