Leita í fréttum mbl.is

Henti Bub á fjóshauginn því kýrnar þoldu hann ekki

kúKunningi minn einn, sem er af standi kúabænda, hefur rekið tónlistarhöll fyrir nautgripi sína til fjölda ára. ,,Þetta var framanaf mikil þróunnarvinna," segir kunningi minn því hann komst fljótlega að því að kýrnar voru framúr hófi vandfýsnar á tónlist. Hann kvaðst hafa gert tilraun með að spila Bub Morteins yfir kúnum í belg og biðu með þeim afleiðingum að kýrnar trylltust og bauluðu Bub bókstaflega niður og nytin í þeim féll um 60%, þær þoldu ekki kapítalistablúsinn. ,,Þá henti ég Bubi á fjóshauginn og hann hefur verið þar síðan," fullyrðir þessi snjalli kúabóndi og leynir ekki óbeiti sinni á Bubstímabilinu í fjósinu. ,,Það var ekki fyrr en mér hugkvæmdist að spila sósíalíska byltingarsöngva fyrir beljurnar, að þær tóku við sér og fóru að mjólka svo útaf hefur flætt síðan."
mbl.is Tónelskar kýr í risafjósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband