Leita í fréttum mbl.is

Þegar tilgerðarlegu krataskjáturnar bregða á leik

fool3Ég veit ekki alveg hvernig á því stendur, að það setur ævinlega að mér hlátur þegar hinar tilgerðarlegu krataskjátur reyna að myndast við að rísa uppá afturlappirnar til að vekja athygli á sér. Nú skal mótmæla nýjum borgarstjórnarmeirihluta með ,,samningi?" rós, rauðri pillu og ráði gegn ruglinu, segir glansnúmerið Dagur B. Mér skilst á hinum læknismenntaða Degi, að ,,rauða pillan" sé eingöngu ætluð almenningi til inntöku gegn íhalds- og frjálhyggjuvírusum, þrátt fyrir að það liggi ljóst fyrir, að kratskjáturnar sjálfar þurfi meira á slíkri lyfjagjöf að halda en annað fólk.

Þá sá ég áðan, í fréttatíma sjónvarsins, viðtal við unga krataskjátu, sem mér skilst að sé formaður unglingahreyfingar Samfylkingarinnar. Og það var sko viðtal í lagi. Þar fimbulfambaði hin tilgerðarlega, bráðunga kratasál, um einhvern fíflagang unglingahópa Samfylkingar og VG fyrir framan Ráðhús Reykjavíkur á morgun. ,,Stóladans" kallaði formaðurinn fyrirbrigðið og á víst að vera eitthvað ofboslega skemmtilegt, kúúl og spennadi. Og satt að segja er hinum róttæku vinstribörnum er ekki fisjað saman því þau láta sér ekki muna um að kalla þennan fyrirhugaða fíflagang sinn mótmæli. Það þarf að minnsta kosti vel útilátinn skerf af kokhreysti og innantómri sjálfumgleði til að halda því fram opinberlega, að umræddur barnaskapur eigi eitthvað skylt við mótmæli; svona kjánaskapur er ekki nema til að hlægja að í mesta lagi.      


mbl.is Rós og ráð gegn rugli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

 Já þetta er hábölvað lið sem hangir þarna á fjósbitanum. Ég væri fyrir löngu farinn í VG ef þessi rauðsköllótti framsóknarmaður væri þar ekki í forystu.

Sigurður Sigurðsson, 20.8.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband