Leita í fréttum mbl.is

Tómleikarnir á Klambratúni boða þrengingar og harðindi

ass1Það var víst heldur fátt um fína drætti á tómleikunum á Klambratúni í kvöld ef frá er talinn söngflokkurinn Fjallabæður, sem tókst á eftirtektarverðan hátt að flæma hlaupandi á brott með sönglist sinni þær fáu hræður sem eftir voru á túninu. En áður en Fjallabræður stigu á svið höfðu Mángi og Jóan og liðsmenn Ný-Danskrar hálfdrepið áheyrendur úr leiðindum með þeim afleiðingum að bróðurparturinn af múgnum, sem komið hafði á Klambratún til að skemmta sér, ráfaði geyspandi eitthvert útí buskann. Það kom því aldrei til kasta Jet Black Joe og Hjaltalíns að láta ljós sitt skína þar eð allir voru farnir þegar kom að þeim. Þetta kallar maður nú fammistöðu á fyrsta degi nýs borgarstjóra í embætti! Ef framhaldið verður með þessum hætti má búast við að nýafturgengnum íhaldsframsóknarmeirihluta takist að tæma borgina af fólki áður en kjörtímabilinu lýkur. Það hefur aldrei borgað sig að efna til draugagangs að yfirlögðu ráði, þessháttar starfsemi hefur ætíð endað með ósköpum eins og dæmin sanna.

Meðfylgjandi mynd var tekin af óánægðum tómleikagesti forða sér á brott af Klambratúni í kvöld.


mbl.is Tónleikar á Miklatúni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

aðhald og leiðindi.  Ég bý í næsta nágrenni, en var bara heima og bjó mig undir daginn í dag.  Heyrði tónleikana í útvarpi og fannst lítil gleði í þeim.

Takk fyrir þig sem ert svo jákvæður að undrun sætir.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.8.2008 kl. 10:49

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er víst orð að sönnu, að ég sé jákvæður; ég er meira að segja talinn svo jákvæður, að fyrir skömmu var farið fram á tæki að mér að kennslu á jákvæðninámskeiði og nú er ég að hugsa málið ,hvort ég eigi að taka verkefnið að mér.

Jóhannes Ragnarsson, 24.8.2008 kl. 10:54

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Bros - en var þetta sv ekki ágætt?

Edda Agnarsdóttir, 24.8.2008 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband