Leita í fréttum mbl.is

Aðstoð brennuvarga við slökkviliðið

Ekki er annað að skilja á þessum Róberti Wessman en að hann sé gjörsamlega úr takti við það sem er að gerast á Íslandi. Þessi glókollur með tveggja daga skeggbroddana virðist hvorki skynja né skilja, að almenningur er búinn að fá langtum meira en nóg af skilgetnum afkvæmum frjálshyggjunnar. Það er komið að skuldardögunum, fyrir liggur að afleiðingar óábyrgra athafna hinna gráðugu frjálshyggjupésa eru komnar inná gólf alþýðuheimila í landsins; það kemur nenfilega í hlut alþýðunnar að hreinsa upp eftir jakkafataklæddu fjárglæframennina og færa þær fórnir sem til þarf að landið verið byggilegt í framtíðinni.

Það fer áreiðanlega best á, og er raunar nauðsynlegt, að Róbert Wessman, né aðrir af sauðarhúsi stórtækra gamblara frjálshyggjunnar, komi hvergi nærri þeim björgunaraðgerðum og uppbyggingarstarfi sem óumflýjanlegt er. Dagar þessara pilta eru taldir, það verða allir að skilja. Það er engin þörf fyrir aðstoð brennuvarganna við slökkviliðið í að ráða niðurlögum eldanna að þessu sinni. 


mbl.is Róbert Wessman vill Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Takk fyrir þessi fínu innlegg.

Baldur Fjölnisson, 4.10.2008 kl. 13:05

2 Smámynd: Hvítur á leik

Að þessu sinni? Bara aldrei... þetta má aldrei gerast aftur! Þessir vargar eru að leita í brunarústunum og gefast ekki upp

Hvítur á leik, 4.10.2008 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband