Leita í fréttum mbl.is

Bjöllusauður

Þegar frá leið fannst okkur það mikið lán að hafa kynnst Alla bjöllusauði. Samt sem áður erum við algjörlega sammála um að Alli sé líklega leiðinlegasti maður sem við höfum umgengist á lífsleiðinni. Við erum t.d. sammála um að það hafi verið algjör viðbjóður að mæta í vinnuna mánuðina sem við vorum samtíða Alla bjöllusauði í vinnu. Þetta helvítis gerpi var ekki fyrr vaknaður en hann setti upp þetta velgjandi hrokaglott, sem vék síðan ekki af trýninu á honum allan daginn. Og ekki stóð á kvikindinu að brúka kjaft, ljúga, gorta og hreyta ónotum í okkur hina. Í tæpa þrjá mánuði létum við Alla bjöllusauð vaða yfir okkur með öll sín leiðindi; umbárum dýrið af ofurkristilegri þolinmæði í þeirri bjargföstu trú, að öll él taki einhvern tímann enda.

Svo kom að því einn morguninn, að Alli bjöllusauður mætti ekki til vinnu. Við félagarnir gengum að okkar störfum eins og ekkert heðfi í skorist. En uppúr klukkan 10 kom Hafliði verkstjóri þjótandi út úr frystiklefanum og tilkynnti óðamála að Alli bjöllusauður væri steindauður, hann lægi beingaddaður inni í frystiklefa. Svo þagnaði Hafliði allt í einu og hugsaði sig um. - Hann hlýtur að hafa lokast inni í klefanum í gær og ekki komist út, sagði hann síðan og leit ásakandi í kringum sig. Svo bætti hann við, með þjáningargrettu á andlitinu: - Vitið þið eitthvað um það, strákar, hvernig það gat gerst að Aðalsteinn lokaðist inni í frystiklefanum í gær? Ónei, við vissum ekkert um tildrög þess að Alli bjöllusauður lokaðist inni í frystiklefa með þeim afleiðingum að hann fraus í hel. Og enn þann í dag er er það óleyst gáta hvernig á þessu gat staðið. En við félagarnir, sem næst stóðum þessum undarlega atburði, vitum manna best hvað þegjandi samstaða getur áorkað.

 

 


mbl.is Ekki persónugera viðfangsefnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þögnin um sannleikan getur stundum verið þrúgandi! En núna er blaðran sprungin.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.10.2008 kl. 05:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband