Leita í fréttum mbl.is

Ókeypis ópíum fyrir fólkið

Ekki veit ég hvað Bubb Morteins og Kobba Stöðmanni gengur raunverulega til með tóndæmi sínu á laugardaginn annað en að fóðra þessa krónísku athyglissýki sem þeir eru haldnir, nema ef vera skyldi að þetta sé þeirra framlag til að svæfa þjóðina örlítið fyrir Gjeir Haaarde og Sjálfstæðisflokkinn. Það verða nefnilega mótmæli á Austurvelli næstkomandi laugardag og það liggur mikið við, af hálfu valdastéttarinnar, að dreifa athygli fólks frá þeirri samkomu. 

Það kemur fram hjá ,,fjölmiðlatengli" Bubbs og Kobba, að engin samtök eða pólitísk öfl standi að baki tónleikunum, og þaðan af síður sé verið að berjast fyrir einu eða neinu. En nokkrum línum neðar kemur þó fram, að svokölluð dagskrá Bubbs og Kobba sé unnin í samstarfi við Rás 2. Bylgjuna og Morgunblaðið!

Það er dálítið kaldhæðnislegt og um leið óskammfeilið, svo ekki sé meira sagt, að halda því fram að pólitísk öfl standi ekki að baki Rásar 2. Bylgjunnar og Morgunblaðsins. Umræddir fjölmiðlar eru ekki einhver ópólitísk sunnudagaskólasamtök, öðru nær. Það liggur ljóst fyrir hverjir eru húsbændur á þessum ,,ópólitísku" fjölmiðlabæjum. 

Og þar með er ekki öll sagan sögð. Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur, frjálshyggjubörnin hans Hannesar Hólmsteins, hefur ákveðið að fella niður leigu af Laugardalshöllinni vegna tónleikahaldsins. Ennfremur hafa börnin hans Hannesar í hyggju að hafa frítt í sundlaugarnar og Húsdýragarðinn næsta laugardag.

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sem sé, í samstöðu við Bubb Morteins og Kobba Stöðmann, að bjóða uppá ókeypis ópíum fyrir fólkið næstkomandi laugardag.


mbl.is Samstöðutónleikar á laugardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Það er eftir hinum frelsaða Bubba að halda "ópólitíska samstöðutónleika" með frjálshyggjukratanum.

Björgvin R. Leifsson, 10.11.2008 kl. 21:26

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það vill til að það eru sárafáir sem þola bullið sem kemur frá honum Bubba þessa dagana, yfirgengilegt þvaður sem er ekki nokkur vegur að sitja undir. Þekki engan sem ekki slekkur á útvarpinu þegar hann byrjar á þessum þætti sínum, jafnvel þó hann sé með áhugaverðan gest hjá sér, honum tekst að klúðra því með þvaðrinu...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.11.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband