Leita í fréttum mbl.is

Þegar sendiherrar verða seldir til niðurrifs

Ósköp er meirihluti fjárlaganefndar smár í sniðum varðandi sölu á sendiherrahöllum Íslands erlendis. Bragð hefði verið að, ef fjárlaganefnd hefði auðnast að leggja til að allar sendiherrakompurnar yrðu seldar, að maður tali nú ekki um ef Alþingi myndi samþykkja slíka tillögu.

Nú, - þegar sendiráðshallirnar væru seldar, væri loks komið að því að selja sendiherrana sjálfa til niðurrifs; það ku vera þónokkur eftirspurn hjá mjölverksmiðjum í Pólandi og Ungverjalandi eftir ónýtum sendiherrum. 

Og þegar búið væri að klára sendiráðavandamálið farsællega, gætu ferðamálafrömuðir auglýst Ísland, ekki aðeins hreint og fagurt, heldur sendiherralaust líka.   


mbl.is Sendaherrabústaðir verði seldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband