Leita í fréttum mbl.is

Það á að sparka atvinnurekendunum út - strax

Það er löngu tímabært að atvinnurekendur hverfi, eða verði sparkað ef ekki vill betur, útúr stjórnum lífeyrisjóða launþega, þar eiga þeir ekkert erindi.

Það væri gleðilegt ef samtök launafólks um allt land sýndu þann manndóm, að taka undir ályktun aðalfundar Sjómannadeildar Framsýnar hvað þetta varðar.

Þá ættu stjórnmálaflokkarnir að lýsa yfir vilja til að breyta lögum um lífeyrissjóði í þá veru að einungis fullgildir félagar í sjóðunum eigi rétt á að sitja í stjórn þeirra.


mbl.is Vilja atvinnurekendur úr stjórnum lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Launþegar eiga að fá að kjósa í stjórnir lífeyrissjóðanna líkt og þeir kjósa í stjórnir stéttarfélaganna. Þá sætu stjórnirnar í umboði sjóðfélaga og yrðu að axla ábyrgð á gjörðum sínum.

Björgvin R. Leifsson, 23.12.2008 kl. 13:51

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Að sjálfsögðu Björgvin. Annað er ekki boðlegt.

Jóhannes Ragnarsson, 23.12.2008 kl. 13:58

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er öllum frjálst að bjóða sig fram í stjórnir lífeyrissjóðanna.  Það er gert á ársfundum sjóðanna.  Á þá mæta yfirleitt milli 20 - 50 manns.  Hvernig væri bara að mæta næst á fund síns sjóðs?

Marinó G. Njálsson, 23.12.2008 kl. 15:48

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er ekki nóg fyrir launafólk að mæta á aðalfundi lífeyrissjóða þar sem því stendur ekki til boða að kjósa nema helming stjórnarmanna, hinn helmingurinn er frátekinn fyrir atvinnurekendur.

Það verður að breyta lögum um lífeyrissjóði á þá leið að atvinnurekendum verði endanlega úthýst úr stjórnum lífeyrissjóða. Það er ótækt að fulltrúar braskaralýðsins stjórni lífeyrissparnaði launafólks. Það er nefnilega nóg komið af slíkum óþrifnaði.

Jóhannes Ragnarsson, 23.12.2008 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband