Leita í fréttum mbl.is

Óheiðarleg og óskammfeilin yfirlýsing nýrrar fígúru í útstillingarglugganum

beljaÞað kemur ekki mikið á óvart að nýr formaður Framsóknarflokksins lýsi því yfir að nú eigi að færa framsóknarhrófatildrið frá hægri og eitthvað til vinstri. Eftir að hafa djöflast lengst til hægri í mörg ár með þeim ágæta árangri að stetja þjóðarbúið nánast á hausinn og tapa fylgi í stórum stíl ætlar Framsókn að reyna að ná fyrri stöðu með því að elta fólkið sem er á hraðri leið til vinstri. Auðvitað eru svona vinnubrögð mjög óheiðarleg og óskammfeilin, en um leið afar lýsandi fyrir framsóknarmennskuna.

Það er full ástæða að vara fólk við Framsóknarflokknum og þeim blekkingartrixum sem hann hyggst beita kjósendur á næstunni. Framsóknarfokkurinn er ekki að skipta um eðli þó skipt hafi verið um fígúrur í útstillingarglugganum. Það má heldur enginn gleyma því að þessi óþverrastjórnmálaflokkur hefur einskis iðrast eftir að hafa farið ránshendi landið með últra-frjáshyggjustefnu að leiðarljósi. 


mbl.is Vill færa flokkinn frá hægri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jahérna! Hljómar eins og lýsing á skipulögðum bófaflokki. Mætti ekki búa til nýtt nafn á þennan flokk. T.d. "Framsóknar-Krókaleiða-Flokkurinn FKF ???

Ekki rengi ég þig Jóhannes, og hef enga ástæðu til þess að gera það. Eftir lýsingunni að dæma kemur maður ekki nálægt Framsóknarmanni nema með vopn í hendi.

Og ég er ekkert feimin við að skjóta ef þarf.

Óskar Arnórsson, 19.1.2009 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband