Leita í fréttum mbl.is

Óráðsmal syfjaðra þúfutittlinga

eldur5Þetta uml í strengjabrúðu Finns, Halldórs, Óla á Miðhrauni og Alfreðs minnir óneitanlega á fátt annað en óráðsmal langdrukkinnar fyllibyttu sem er við að lognast útaf. Ef þessi syfjaði þúfutittlingur væri með réttu ráði myndi hann ekki taka sér í munn orðin ,,rjúkandi rúst" einfaldlega vegna þess að eftir frjálshyggjudjöfladans Framsóknarmaddömunar við erkiíhaldið var efnahagslíf þjóðarinnar ein stór og fremur óhugguleg rúst sem rauk uppaf, - og rýkur enn uppaf. Og um skyndilegan áhuga léttadrengjanna í Framsóknarfjósinu á ,,stjórnlagaþingi" er best að segja sem fæst, en að mínu mati lýsa oðrin ,,fals, hroki og lýgi" þessu nýjasta hugarfóstri Maddömunnar alveg þokkalega.
mbl.is Vill rjúfa þing 12. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Jóhannes. S og VG sögðust ætla að koma með efnahagstillögur, kjósa 25. apríl og margt fleira.

Á grundvelli þess var sú minnihlutastjórn mynduð með stuðningi Framsóknar.

Af hverju eiga þessir flokkar að komast upp með að standa ekki við það sem þeir hafa lofað?

Gestur Guðjónsson, 2.3.2009 kl. 16:09

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er ekki komið í ljós ennþá hvort þeir standa við umrædd loforð eða ekki. Sigmundur Davíð getur haldið áfram að sofa þess vegna.

Jóhannes Ragnarsson, 2.3.2009 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband