Leita í fréttum mbl.is

Óvönduð blaðamennska á The Guardian

GJHÞað engu logið með það að Vestfirðir séu einhver fallegasti og merkilegasti hluti landsins. Hinsvegar hefur hinu veleðla dagblaði The Guardian orðið hryllilega á í messunni í upptalningu sinni á því merkilegasta sem fyrirfinnst þar vestra. The Guardian dregur fram Finnboga á G-strengnum, reiðtúr kringum Drangajökul og fuglagarg í Látrabjargi, svo eitthvað sé nefnt, en láist alveg að minnast á Jón Herbertsson sem vann sér til frægðar í síðustu Alþingiskosningum að vera eini maðurinn á gjörvöllum vestfjarðakjálkanum sem að kaus Sjálfstæðisflokkinn. Jafn staðfastur vestfirðingur hefur ekki verið uppi síðan Jón sálugi Sigurðsson frá Hrafnseyri leið.
mbl.is Fyrsti G-strengur heims á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband