Leita í fréttum mbl.is

Graðhestajafninginn á sorphauga sögunnar

gu_jorg.jpgAð sjálfsögðu munu Steingrímur J. og Jóhanna fyrna kvótagemlingaauðvaldið á þann hátt sem það hefur til unnið. Nema hvað? Og ég geri ráð fyrir að þau láti kné fylgja kviði og leggi frumvarp til laga fram á vorþingi þar sem kveðið verður á um að LÍÚ-samtökin verði leyst upp og starfsemi þeirra bönnuð. Á haustþinginu á ríkisstjórnin síðan að stíga skrefið til fulls og afgreiða Sjálfstæðisflokkinn á sama hátt og LÍÚ-óskapnaðinn. Ef við viljum búa í siðaðra manna þjóðfélagi verður að uppræta öll helstu arðráns- og sóðabæli landsins af fullri einurð. Á nýju Íslandi sósíalismans verður ekkert pláss fyrir graðhestajafning eins og Samherja, Granda og önnur slík fyrirbæri. Þeirra framtíðarheimili verður á sorphaugum sögunnar.
mbl.is Fyrningarleið víst farin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þetta er eina leiðin til að færa lífsbjörgina til fólksins í sjávarbyggðunum á ný 

Kristbjörn Árnason, 6.5.2009 kl. 19:04

2 Smámynd: corvus corax

Færa skal kvótann þangað sem hann var áður en framsalsglæpirnir hófust.

corvus corax, 6.5.2009 kl. 20:05

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Blessaður éttan sjálfur Sigurður !

Þú hefur ekki hundsvit á þessu !

Níels A. Ársælsson., 6.5.2009 kl. 20:40

4 identicon

Sigurður, ertu svona djúpt sokkinn í Sjálfstæðisflokkinn eða ertu varðhundur kvótagreifa, eða ertu kannski sjálfur kvótagreifi?

Valsól (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 20:43

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Mikið kannast ég við sönginn sem að Sigurður þessi Gunnarsson hefur lært og tileinkað sér. Sennilega er hann kvótaerfingi blessaður kúturinn.

Sigurður spyr hvort það eigi að hrifsa kvótann af þeim sem keyptu hann og skilja þá eftir með skuldirnar. Því er til að svara, að í upphafi var útgerðarmönnum gefnar allar aflaheimildirnar, sumum meira að segja gefið meira en öðrum. Síðan tók Landssamband íslenskra útvegmanna til óspilltra málanna og gerði fiskveiðiauðlindina, sameign þjóðarinnar, að einu alsherjar hóruhúsi fyrir sálarlausa yfirgangshunda sem víluðu ekki fyrir sér að leggja fiskveiðibæina meira eða minna í rúst. Þessi kvikindi komu því í kring, með aðstoð pólitískra auðnuleysingja, að kvótinn var gerður veðhæfur í fjármálastofnunum með þeim glæsilega árangri að útgerðin er veðsett uppá þak, jafnvel ,,tæknilega gjaldþrota" eins og það heitir á nútímamáli. Þá tókst LÍÚ-illfyglunum að búa sér til lénskerfi innan kefisins sem skiptist í lénsherra og leiguliða. Lénsveldi fortíðarinnar var steypt af stóli á sínum tíma og þannig mun einnig fara fyrir lénskerfi LÍÚ.

Til frekari glöggvunar: Lénsskipulag: Þjóðskipulag þetta ruddi sér til rúms á síðustu öldum Rómarríkis og var ríkjandi um nálega alla Evrópu á miðöldum. Efnahagsskipan lénsveldisins var með þeim hætti að vinnandi bændastétt, ófrjáls og ánauðug með ýmsum hætti, varð að ala önn fyrir yfirstétt aðals og klerka. Arðrán lénsveldisins var mjög einfalt og óbrotið: Bændur urðu að gjalda yfirstéttinni hluta af afurðum jarða sinna, landskuld og tíund, auk óteljandi annarra gjalda, er spruttu af jarðarafnotum bænda eða persónulegu ófrelsi þeirra. Við þetta bættust svokallaðar afvinnu, eða skylduvinna bændanna á höfuðbólum yfirstéttarinnar. 

Jóhannes Ragnarsson, 6.5.2009 kl. 22:10

6 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Við sem höfum búið í sjávarbyggðunum vitum að fjármagnið og arðurinn hefur farið Reykjavíkursvæðisins í fasteignir þar t.d. má nefna Kringluna og Smárann.

Síðan hefur blöðruvíkingunum tekist að  lokka þessa peninga í ruglið.

Kerfið hefur haldið fólkinu í plássunum í hreinni fátækt. Patreksfjarðardæmið má aldrei gleymast.

Aldrei

Kristbjörn Árnason, 6.5.2009 kl. 23:56

7 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sigurður.

Hver hefur brotið lög um kvótakerfið ?

Níels A. Ársælsson., 7.5.2009 kl. 07:54

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Grátkór L.Í.Ú á vaktinni sé ég. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2009 kl. 09:19

9 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það eiginlega nauðsynlegt að Sigurður Gunnarsson úttali sig betur um hverjir hafi brotið lög um kvótakerfið. Það er t.d. opinbert leyndarmál að stærri útgerðarfélög hafa farið sínu fram í kvótasvindli, jafnvel stórfelldu, að því er virðist með velvilja og velþóknun stjórnvalda. Í því sambandi væri upplagt fyrir Sigurð og aðra saklausa kvótasinna að kynna sér í þaula vinnubrögð Fiskistofu allt frá því sú stofnun var sett á laggirnar.

Þá er mér hulin ráðgáta hvernig Sigurður fær það út að með fyrningarleið, vægustu aðferðinni til að breyta kvótakerfinu, sé verið að koma á lénskerfi!

Að öðru leiti er auðsjánlegt, að Sigurður Gunnarsson er ekki vel upplýstur um hvernig margumtalað kvótakefi virkar í raun og veru. Ef hann hefði innsýn í það sem þar hefur verið brallað og er við lýði, væri hann örugglega andsnúinn kerfinu. 

Jóhannes Ragnarsson, 7.5.2009 kl. 09:25

10 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Sigurður Gunnarsson. Þetta eru vægast sagt slök rök hjá þér, þú segir: "Útgerð með fimm skip missir 5% aflaheimilda.  Þar með eru 20% afla horfin af fyrsta skipinu og rekstrargrundvöllur þess horfinn"

Hvað gengur þér til með þessum málflutningi? Væri ekki flottara að nefna útgerð með 20 skip, með jafnan kvóta og 100% horfið af einu þeirra?

Ef þú ert á móti því að hægt sé að leigja frá sér kvótann, hvernig ætlar þú þá að ná fram nauðsynlegri nýliðun í greininni. Hvernig eiga menn sem áhuga og getu hafa, að komast inn í greinina?

Í dag ef þú ætlar í útgerð t.d. kaupa þér 30 tonna bát (segjum að hann kosti 30 millj.) og 100 tonn af þorski (segjum 300 millj.). Hvernig ætlarðu að fjármagna þetta. Rektur ofangreindrar útgerðar mun aldrei ráða við þessa fjárfestingu, hefur ekki gert, og mun ekki gera. Þetta er að sliga útgerðina í dag og er stór ástæða fyrir skuldsetningu greinarinnar.

Ef ríkið myndi bjóða upp heimildir til leigu og eingöngu framboð og eftirspurn (ekki brask og væntar hækkanir á heimildum) myndu ráða verðinu. Þá værum við að tala um verð sem væri ca 50 kr á kg í leigu.

Þessi aðili þyrfti að fjármagna kaup á bát og veiðafærum, 30.000.000. Síðan fengi hann framlegð úr rekstrinum sem mismunur á leiguverði og fiskverði, sem gæti verið ca 150 kr á kg. Með þessari framlegð gæti hann rekið útgerðina. Leiguna til ríkissins borgar hann þegar veitt hefur verið.

Þetta er miklu eðlilegra fyrirkomulag.

Eggert Hjelm Herbertsson, 7.5.2009 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband