Leita í fréttum mbl.is

Iðrast ekki voðaverka samtakanna

svin1.jpgÞað að Bjarni Ben, formaður glæpasamtakanna sem í daglegu tali gengur undir heitinu Sjálfstæðisflokkur, skuli krefja Össur Skarphéðinsson um afsökunarbeiðni útaf einhverju ómerkilegu pappírsræxni, sýnir svo ekki verður um villst, að Bjarna og hans meðreiðarstömpum á Alþingi er gjörsamlega fyrirmunað að sýna minnsta vott af iðrun, hvað þá að skammast sín eins og þeim ber að gera eftir þau voðaverk sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur framið síðustu tvo áratugi og komið hafa þjóðinni í svo stórbrotinn vanda að óhægt er um vik að sjá framúr þeim ósköpum.

En því miður virðast hin hættulegu samtök auðvaldsins hér á landi upp til hópa skipuð fólki sem varla er hægt að telja nema í hæsta lagi hálfsiðaða villimenn. Að minnsta kosti hvarflar ekki að þessu liði að upplýsa þjóð sína um öll leyniskjölin og baktjaldamakkið sem það hefur á samviskunni og varða efnahagshrunið mikla sem hlaust af stjórnarstefnu Sjálfstæðisflokksins á frjálshyggjuárunum.


mbl.is Fór fram á afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband