Leita í fréttum mbl.is

Þrjú tilbrigði við heilahristing

polis2Ég veit um mann, sem fékk líka vægan heilahristing eins og Guðrún Sóley, þegar hann datt fram úr rúminu sínu. Þessi maður hafði verið að snúa sér steinsofandi í bælinu, en því miður í öfuga átt. Því fór sem fór. Svo þekki ég annann mann sem fékk vægan heilahristing af því bera sóknarpresti sínum hórdóm á brýn. Sóknarpresturinn svaraði aðfinnslum mannsnis með því að berja hann í höfuðið með brúnflekkóttri tík sem maðurinn átti. Þá mun ég aldrei gleyma þegar skipsfélagi minn fékk yfir höfuðið þegar rann af honum og hann sá ölvunarafrek sín í nýju ljósi. Hann hafði selt óprúttum náunga blíðu sína fyrir flösku ákavíti. Yfirbugaður af hrottafengnum höfuðverk, sem hann fékk útaf þessum viðskiptum, reyndi hann að svipta sig lífi með því að hengja sig, en datt útaf stólnum áður en honum tókst að smeygja snörunni yfir höfuðið á sér og handleggsbraut sig á báðum höndum og þar með var umsvifum hans lokið.   
mbl.is EM: Guðrún Sóley fékk vægan heilahristing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha ha.... Mikið askoti þótti manninum þetta gott.

Níels A. Ársælsson., 24.8.2009 kl. 22:53

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það vantaði ekki, að honum þætti þetta gott. Þetta var jafnvel eins gott og það sem Dollý veitti góðborgaranum hér um árið.

Jóhannes Ragnarsson, 24.8.2009 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband