Leita í fréttum mbl.is

Er verið að draga vísvitandi dár að fólki undir rós?

Einci Kr.Ekki get ég að því gert, en þegar ég sé einhvern fjölmiðill freistast til að leita eftir áliti Einars Kr. Guðfinnssonar varðandi mál sem er til umfjöllunar, fæ ég alltaf á tilfinninguna að viðkomandi fjölmiðill sé að draga dár að lesendum sínum eða áheyrendum undir rós.

Froðusnakkurinn Einar Kr. er nefnilega þess eðli,s að með ólíkindum er slíku mannkerti skuli vera otað til þings. Og með enn meiri ólíkindum að nokkur heiðvirður maður skuli glepjast til að greiða framboðslista með Einar Kr. Guðfinnsson innanborðs atkvæði sitt.

Æ ofan í æ, kosningar eftir kosningar, óð þessi slápur um gjörvalla Vestfirði og laug því að fólki að hann væri alltaf að berjast á móti fiskveiðistjórnarkerfinu og hann mundi alltaf og ætíð berjast á móti þessu kerfi sem væri að leggja Vestfirði í rúst.

Svo gerðist það einn vondan veðurdag að Einar Kr. var dubbaður upp í embætti sjávarútvegsráðherra. Þann sam dag kom í ljós með hverjum Einar sjávarútvegsráðherra stóð. Sem sé með LÍÚ, Halldóri Ásgrímssyni, Hannesi Hólmsteini og Ragnari Árnasyni.

Allt í einu stóð fólkið á Vestfjörðum, sem hafði margsinnis kosið ljósrauðhærða bolvíkinginn til að berja á kvótakerfinu, frammi fyrir þeirri nöturlegu staðreynd að drengurinn var orðinn argvítugur stuðningsmaður þessa sama kvótakerfis og hafði sennilega aldrei verið annað.

Það ætti enginn fjölmiðlamaður, sem hefur hug á að vera tekin alvarlega, að skreyta fréttir sínar með viðtölum við Einar Kr. Guðfinnsson eða vitna í þann mann. Slík fréttamennska er dæmt til að vera marklaus með öllu.     


mbl.is Óvíst um sjálfstæðisatkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hann er málaliði í stjórnmálum að mínu mati. Þess vegna var óhætt að gera  hann að sjávarútvegsráðherra. Hann á svo auðvelt að beygja sig.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 25.8.2009 kl. 19:01

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

"Hann á svo auðvelt að beygja sig", það er mikill sannleikur..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.8.2009 kl. 19:27

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já maðurinn er skoffín !

Níels A. Ársælsson., 25.8.2009 kl. 22:23

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg sammála þér um að maðurinn er erkilygari og svikari.  Hann ætti ekki að tala um loforð og efndir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2009 kl. 11:20

5 Smámynd: Þórbergur Torfason

Mannvalið á þessum væng stjórnmálanna er bara ekki burðugra Jói minn. Á biðstofunni eru nokkrir. Þegar kallað er "næsti" hver kemur þá? Ási vinur okkar er næstur inn. Hver er munurinn?

Þórbergur Torfason, 26.8.2009 kl. 12:52

6 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já, hver er munurinn á kúk og skít ?

Það er spurning !

Níels A. Ársælsson., 26.8.2009 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband