16.9.2009 | 16:04
Frú Swandees leyfir rjúpnamorð - rjúpnavinir munu grípa til vopna
Ekki er annað að sjá en að frú Swandees Sendiherrans ætli að vera býsna stórtennt varðandi rjúpnamorð í haust. Í staðinn fyrir að afvopna þá vesalings ógæfumenn, sem telja sér til sæmdar að ráðast á smáfuglakvikindi af hænsnfuglaætt með skotvopnum, ætlar ráðherrann að ganga í lið með vörgunum og leyfa þeim að fara enn á ný með stríð á hendur rjúpunni. Fyrst svona er í pottinn búið, eru rjúpnavinir nauðbeygðir til að grípa til vopna, sínum fugli til varnar. Mér þykir einsýnt að nú verði háð stríð á heiðum uppi í haust. Það má því búast við að á næstu mánuðum verði ekki einungis veiddar rjúpur með bysshólkum á afviknum stöðum heldur og verði rjúpnaveiðimenn einnig jagaðir á sama hátt. Það verður allavega nógu andskoti gaman að fá fréttir af því þegar slóttugir rjúpnamorðingar kasta frá sér vopnum sínum og flýja stjórnlaust og hágrenjandi og með blautan botninn útí buskann með kúlnaregnið úr vopnum rjúpnavina á eftir sér.
Breytingar gerðar á veiðitímabili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:10 | Facebook
Nýjustu færslur
- ,,Skipulögð starfsemi" Flokks
- Sú á nú eftir að fá sína sálumessu yfir sig eins og Birgitta ...
- Aðför að lýðræðinu og saga af ferð á hvalaslóðir
- Mun alvarlegri atburður en ætlað var í fyrstu
- Erlendur njósnari settur á Nonnýboy til að kanna hvalablæti hans
- Gunter Sachs var glaumgosi en þó var Indriði Handreður honum ...
- Af óviðunadi afvegaleiðingu ungmenna
- Vinn ei það fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans
- Heimska og dómgreindarleysi villuráfandi þjóðar staðfest
- Þegar líkin koma á færibandi inn á borð ráðherra
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 129
- Frá upphafi: 1539324
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 113
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Athugasemdir
Hæhæ,
Þetta snýst um meira en bara að drepa elsku vinnur minn.
Siðareglur Skotvís
Félagar í Skotveiðifélagi Íslands eru samþykkir eftirfarandi skilgreiningu á skotveiðum sem útilífsíþrótt.
Skotveiðimaður stundar veiði á villibráð sér til ánægju og heilsubótar. Hann virðir landslög og vegna byssunnar ber hann sérstaka ábyrgð gagnvart samborgurum sínum og lífríki landsins í heild. Þess vegna temur hann sér eftirfarandi siðareglur.
Skotveiðimaður:Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 16:21
Í þessar veiðireglur vantar tilfinnanlega það sem sérstaklega er tekið fram í lögunum um veiðar villtra dýra: Ekki er heimilt að elta bráðina uppi á vélknúnu farartæki.
Þá mættu rjúpnaveiðimenn safna birkifræi og hafa með sér út í náttúruna og dreifa þar. Með því er verið að skila einhverju aftur til náttúrunnar en ekki aðeins að taka.
Sjá nánar í færslu minni um sömu frétt:
http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/949351/
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 16.9.2009 kl. 16:31
Guðjón.
nú eða bara planta nokkrum birkitrjám svo að nóg sé til fyrir Rjúpuna fyrir komandi vetur.
Fannar frá Rifi, 16.9.2009 kl. 16:40
Hjörtur Hjartarson.
Hver er ánægjan af því að drepa smáfugla með haglabyssu.
Maður kemst í 10 metra færi við þessi grey, þannig að þau eiga enga von.
Þvílík ánægja hlýtur að vera af svona JÖFNUM leik.
Sveinn Elías Hansson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 23:52
Sæll Sveinn,
Ég er svona á báðum áttum hvort ég eigi að svara þessu því að ég er hræddur um að það verður bara snúið út úr öllu því sem ég hef að segja.
en ég vill samt segja að ég virði skoðun ykkar sem eru ekki hlynntir veiðum.
Já, mér finnst í lagi að skjóta rjúpu með haglabyssu á 10m - 30m færi þá er ég öruggur um að aflífa bráðina strax.
Ég hef ánægju á veiðum og ég hef ánægju af því að matreiða bráðina.
Ég hef oftar farið í veiðiferðir og ekkert veit, samt er ég ánægður af ferðinni, en viðurkenni að mér finnst gaman að veiða í ferðinni.
T.d. Dæmis eyddi ég heilum degi í að skanna Eystri Rangá á sunnudaginn frá kl 08.30 til ca 22.00 án þess að hafa komið með 1 stk fisk heim, samt var þetta mjög skemmtileg ferð enda orðin sérfróður um Eystri Rangá í dag.
Mig langar samt að spyrja þig hvort þér finnst í lagi að borða kjöt? og hvort þér finnist jafn leikur að leiða dýr til slátrunar?
Ég bara spyr?
kv,
Hjörtur
Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 09:30
Hjörtur.
Hver finnst þér að eigi að borga allar leitirnar að rjúpnaskyttunum?
Já það er í lagi að eta ket.
Það þarf að ala upp dýr til manneldis, en það er engin þörf á því að útrýma rjúpnastofninum.
Sveinn Elías Hansson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 19:40
Ok.. Það er einginn að fara að útrýma rjúpnastofninum hvað þá einhverjum öðrum stofni..
Ef eitthvað er þá viljum við sjá hann stækka áfram svo að við getum veit úr honum áfram.
En ég skil núna að þú ert bara að leika þér að því að reyna valta einhverjum usla. Þú hefur greinilega ekki skoðað þetta að neinu viti eða bara hefur ekki áhuga á því kynna þér þetta.
11.000 mans endurnýja veiðikortið árlega þó svo að þeir nýtti ekki endilega rétt sinn til að veiða. Það kostar 3.590 kr. ef þú gerir það innan ákveðins tíma annars kostar það 5.090 kr. Sem þíðir að þeir sem stunda veiðar eru að borga í minstalægi 39.490.000 kr. til Umhverfistofnunar og þá er ég ekki að telja með gjald til veiðar á hreindýrum.
Samtals úthlutanir úr veiðikortasjóði frá upphafi 1995-2008 eru 163.812.192 af þessari upphæð fór 90.100.000 í Rjúpnaranasóknir í þessum rannsóknum er meðal annars skoðað veiðiþol á rjúpu og ef að þeim bara grunar að fari að fækka í rjúpna stofninum þá friða þeir rjúpuna strax án þess að spyrja kóng né prest, en eins og staðan er í dag þá er hann að stækka.
Aðrar úthlutanir:
Sníkjudýr í rjúpu
Endur og gæsir
Vöktun refastofnsins
Ranns. á ferðum melr. á 1. vetri
Ranns. á ísl. villiminnkum
Áhrif neta á fugla dauða
Fuglar og raflínur
Áhrif veiða á hrafnastofninn
Ath. viðkomu og afföllum hjá grágæsum
Vortalningar á gæsum og álftum á Héraði
Áhrif veiða á lundast. á afm.sv. og veiðiþol
Félagskerfi gráanda og vetrarlagi
Stofnbr. dílskarfs og orsakir þeira
Hreindýrarannsóknir
Staðs. refagrenja á Hornstr. með GPS
Skotvís-námsefni
Veiðistjóri-könnun á áraðanl. veiðitala
Hófleg veiði á rjúpu - Hvatningarátak
Aldursgreiningar grágæsa
Íslenski sjófuglastofnar
Sæsnka rjúpnaskýrslan - Tomas Willebr.
Aldursgr. gæsa með fjöður úr dvervæng
Frá því veiðikortakerfið var stofnað 1995 hafa safnast saman miklar upplýsingar frá veiðimönnum um veiðar og stöðugt bætist í. Þessar upplýsingar eru afar mikilvægar fyrir fræðimenn og er notaðar í rannsóknum bæði hér og erlendis.
Og þú ert að tala um það hver eigi að borga fyrir allar leitirnar að rjúpnaskyttum. Ég er ansi hræddur um að rjúpnaskyttur séu í minni hluta yfir þeim sem að björgunarsveitin þarf að finna.
þér væri nær að spyrja hver á að borga fyrir allar leitirnar af öllum túristunum sem að týnast?
Ekki hef ég týnst og þurft á björgunar sveitini til að bjarga mér, af hverju ættu skattpeningarnir mínir að borga fyrir það að einhver sem ég þekki ekki týnist?
Þú gætir alveg eins spurt hver á að borga fyrir Ice-Save ekki er ég með eitthvað risa erlent lán sem er að sökkva mér af hverju á ég þá að þurfa að sjá lánin mín hækka? eða að borga hærra vöruverð? eða borga einhvern auka sykurskatt, en þá erum við komnir út í vitleysu sem er ekki þess virði að fara út í.
Þegar á botninum er hvolft þá borgum við öll fyrir þessa þjónustu þó svo að við óskum þess að við þurfum aldrei að nota hana.
Hafðu ekkert fyrir því að svara mér hér því þetta er síðasta innleggið mitt hér og mun ég ekki athuga hvort þú hafir svarað mér. En ef þó vilt ræða þetta áfram þá geturðu sent mér mail á
mr.hjortur@gmail.com
mbk,
Hjörtur
Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.