Leita í fréttum mbl.is

Bjarni Ben gerir sér til skammar erlendis

Mikill kappi þessi Bjarni Ben,. svo mikill kappi að fulltrúar hinna Norðurlandanna á þingi Norðurlandaráðs hafa hrist hausinn í forundran þegar þeir sátu undir kjaftabullinu í manninum. Það vill nefnilega þannig til að fólk í Norðurlandaráði veit hvernig ,,hvirfilbylurinn," sem Bjarni var að blaðra um, er til kominn. Þeir vita að efnahagshrunið á Íslandi varð vegna frjálshyggjuofstækis Sjálfstæðisflokksins og stórkostlegrar spillingar sem fékk að grasséra í skjóli hans. Í kjölfarið á hroðalegum lokakafla á hrunadansi Sjálfstæðisflokksins flögraði að ýmsum ráðamönnum erlendis að það væri mikið vafamál hvort Ísland ætti skilið að vera sjálfstæð þjóð framvegis.

Svo mikið er víst að forystuskríll Sjálfstæðisflokksins hefur engin efni á að standa upp og steyta görn á opinberum vettvandi, hvorki hérlendis né erlendis. Sjálfstæðisflokkurinn er þess eðlis, að starfsemi hans ætti að banna eins og gert er við öfga-hægriflokka erlendis. Því virðast flestir gera sér grein fyrir, nema hinir svokölluðu ,,sjálfstæðismenn." Og þetta vita fulltrúar á þingi Norðurlandaráðs.


mbl.is Ísland stóð eitt í hvirfilbylnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Von að maður skilji ekki vinstra fólk,þegar það telur það skömm að tala málstað þjóðar sinnar á erlendri grund. Það  virðist stefna þess að taka stöðu gegn sinni þjóð og þykir fínt.

Maður getur ekki til þess hugsað að þetta lið fari að semja fyrir okkur um inngöngu í ESB.

Ragnar Gunnlaugsson, 27.10.2009 kl. 17:56

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála Ragnar

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 27.10.2009 kl. 18:17

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég veit ekki til þess að Bjarni Ben eða aðrir frjálshyggjugoggar Sjálfstæðisflokksins hafi verið að velta málstað þjóðar sinnar mikið fyrir sér þegar þeir voru að keyra hana í kaf. Það hljóta flestir að sjá í gegnum sýndarmennskuna þegar þetta sama fólk fer að belgja sig opinberlega, hvort heldur það er erlendis eða hér heima. En svo mikið er víst að þetta lið kann ekki skammast sín.

Og hvernig Ragnar Gunnlaugsson finnur það út, að vinstrifólk taki stöðu gegn þjóð sinn, er mér gjörsamlega hulið. Þessháttar hundalígík hlýtur að vera huguð með einhverju öðru líffæri en heilanum. 

Jóhannes Ragnarsson, 27.10.2009 kl. 18:59

4 Smámynd: Jón

Það er allt rétt hjá þér en það breytir ekki staðreyndinni að hann var að tala réttu máli, jú það hefði kannski þýtt meira í augum annarra hefði það verið þingmaður annars flokks sem flutti þessa ræðu. En í mínum augum þá var þessi ræða óflokksbundin og skipti mig engu máli hver flutti hana, hún þurfti bara að líta dagsins ljós og berast til eyrna þessara svokallaða vina okkar.

Jón, 28.10.2009 kl. 02:35

5 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ekki mikil vandi að finna það út að vinstra liðið tekur stöðu gegn þjóðar hag.

Niðurfærsla aflaheimilda setur sjávarútveginn í óvissu,menn halda þar að sér höndum.

Auðlindaskattur fælir burt erlendafjárfesta og setur ýmsar atvinnugreinar í mikla óvissu.

Ríkistjórnin setur hagsmuni Breta og Hollendinga framar hagsmunum Íslendinga.

Umsókn um aðild að ESB setur bændur í mikla óvissu um framtíðina.

Er þetta ekki nokkuð vel að verki staðið á þeim mánuðum sem þessi stjórn hefur verið við völd,á þeim tímum sem við þurfum svo sannarlega á sterku atvinnulífi að halda til að ná okkur fljótt og vel upp úr þeim erfið leikum sem nú eru.

Sleppi skítkasti læt þér það eftir.

Ragnar Gunnlaugsson, 28.10.2009 kl. 10:54

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Sem betur fer eru atriðin sem þú nefnir, Ragnar, argasta rugl og tala fyrir sig sjálf, hvert og eitt. Ég held þú gerir þér meira að segja grein fyrir því sjálfur.

Jóhannes Ragnarsson, 28.10.2009 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband