Leita í fréttum mbl.is

Afar þýðingarmikil sérþjónusta

holy2Hvaða sérþjónusta ætli það sé, sem síra Gunnari eldklerki Björnssyni, er falið að inna af hendi fyrir blessaðann byskubinn okkar? Mér sýnist á öllu að þar sé um verulega dularfullt embætti að ræða, sem gefur vel í aðra hönd fyrst síra Gunnar fúlasaði við 20 milljónum fyrir að gera ekki neitt. Nú, nafnbótin ,,sérþjónustuprestur" er svo sem ekkert slor, burtséð frá innihaldi hennar, heldur virðingarverð staða sem aðeins útvöldum gefst kostur á. Ég geri mér í hugarlund að svona sérþjónusta felist í að færa byskubnum kaffi og messuvín þegar hann er þyrstur, þurka af borðinu hjá honum og pússa skóna hans. Þá er ekki ólíklegt að síra Gunnar fái að lesa upp tölvupósta og SMS-skeyti fyrir hans heilagleika og hlaupa útí sjoppu eftir vindlum fyrir hann.

Svo segja mér fróðir menn og ólygnir, að sérþjónusta af þessu tagi sé afar þýðingarmikil og skipti bókstaflega sköpum fyrir allt kirkjuhald og boðun kenninga Jesú Krists. Það má því búast við kraftaverkum á kraftaverk ofan af embættislegu samstarfi síra Gunnars og byskubsins, og því ber að fagna.


mbl.is Gunnari boðinn starfslokasamningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband