Leita í fréttum mbl.is

Þegar Jón L. skreið innum glugga einbýlishúss

cat_852217.jpgBest gæti ég trúað að umræddur köttur á þakinu hafi verið á kvennafari ásamt húsbónda sínum. Sennilega hefur bölvuðu fressinu tekist að smjúga inn kátrar læðu þar í húsinu, en eigendur læðunnar komið að þegar hæst stóð í stönginni og fleygt blessuðu dýrinu út á þak.

En hvað um eiganda fressins hefur orðið má fjandinn vita. Annaðhvort hefur hann hrapað ofan af þakinu og farið í klessu bak við hús (ég veit ekki til að búið sé að leita að honum þar) eða hann hefur komist innum opinn glugga og farið að gamna sér með þeirri eða þeim sem þar voru fyrir. Annað eins hefur nú gerst.

Jón leðurböllur komst eitt sinn í krappan við svona aðstæður. Hann skreið innum glugga á stóru einbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu og lenti þar í klónum á harðskeyttum hjónum, sem voru með höfuð sín bókstaflega fleytifull af ógeðslegum hugsunum. Þarna var Jóni leðurbelli haldið í vægast sagt öfuguggalegri ánauð í hálfan mánuð. Þegar karlanginn slapp úr prísundinn og gat vafrað heim til sín, allur skakkur og skældur, höfðu hans nánustu talið hann af; héldu að nú hefði hann loksins farið sér blessunarlega að voða í annarlegu ástandi. 


mbl.is Bílvelta og köttur í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband