Leita í fréttum mbl.is

Kreppa auðvaldsins

cap43. Viðbrögð auðvaldsins við núverandi kreppu

Kreppan er nú staðreynd. Hvernig bregst svo auðvaldið við? Jú, með því að þjóðnýta tapið. Með því að ráðast á íslenska alþýðu. Braskararnir velta á hana skuldum sínum með aðstoð ríkisvaldins.

„Í kreppunni nær arðránið hámarki. Farið er ofan í vasa almennings og arðinum af vinnu hans stolið til að borga sýndargróða undanfarinna ára, sem var í raun fyrirfram nýttur ránsfengur“, svo vitnað sé í grein eftir Einar Ólafsson.

Og rétt eins og markaðsvæðingin mikla fer nú þessi atlaga gegn alþýðunni fram með dyggri aðstoð og eftirliti frá hinna „yfirþjóðlegu stofnana“, AGS, ESB, OECD.

Það lendir alltaf á ríkinu að framkvæma þjðóðnýtingu tapsins. Eftir það sem á undan er gengið eru Sjálfstæðismenn illa fallnir til að framkvæma niðurskurð og kjararán. Það sást í Búsáhaldabyltingunni. Þá eru kratarnir kallaðir til enda hafa þeir oft reynst vel í slíkum handlangarastörfum.

Það er vissulega svo, að frjálshyggjan er nú ærulaus í augum íslensks almennings. En það breytir litlu um hegðunarmunstur auðvaldsins og hagsmunagæslu ríkisvaldsins. Það er eiginlega sjálfgefið að auðvaldið mun nota kreppuna til að herða enn meira á einkavæðingunni. Við sem komin erum af æskuskeiði munum samdráttarskeiðið 1992-95. Það var þá sem íslenska einkavæðingarherferðin komst á flug, og það var áreiðanlega ekki tilviljun. Bágur efnahagur ríkis og sveitarfélaga var rækilega notaður til að stuðla að einkavæðingu margra bæjarútgerða, einkavæðingu símans og nýju frjálsræði í regluverki og löggjöf um hlutabréfamarkaði og fjármálamarkaði.

Og núna, í yfirstandandi kreppu, sjáum við hvernig einkavæðingin fer af stað, í skjóli bágs efnahags hins opinbera. Sala Orkuveitu Suðurnesja er fyrsta dæmið og síðan afhending ríkisbankanna nýju til erlendra lánardrottna...  Reyndar er auðvaldið ekki haldið neinum hreintrúnaði hvað snertir formlegan eignarétt á atvinnutækjum. Við vissar aðstæður lítur það á aukin ríkisumsvif og jafnvel verulegan ríkiskapítalisma sem illa nauðsyn. Enda er lítil stoð í ríkisrekstri nema alþýðan rísi jafnframt upp sem mótafl í samfélaginu, nema hún gerist virkur gerandi í stjórnmálum, komi á gegnsæi, tryggi sér áhrifavald o.s.frv. En sem sagt: Þrýstingur til einkavæðingar mun að öllum líkindum aukast í kreppunni og sérstaklega er mikil hætta á að auðlindir okkar fari á brunaútsölu til erlendra auðhringa skv. áætlunum AGS.

Árásirnar á kjörin koma á færibandi. Umsamdar launahækkanir hafa verið afnumdar, og í tengslum við AGS-niðurskurðinn í opinbera geiranum horfum við fram á stórkostlegar árásir á kjör opinberra starfsmanna. Ráðherrarnir standa blóðugir upp að öxlum í niðurskurði, og þetta er bara byrjunin.

Úr grein Þórarins Hjartarsonar ,,Kreppa Auðvaldsins" sem birt er á eggin.is

http://www.eggin.is/


mbl.is Vísað til efnahagsbrotadeildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jóhannes minn góður, það er smá misskilningur í þessu. Það er vinstri bullurnar sem vilja þjóðnýta tapið af fylleríinu, og  senda síðan fulla samningamenn til þess að semja um Icesave sem skuldsetur börnin okkar til frambúðar. Síðan tekur það lífeyrissjóði landsmanna til þess að byggja minnisvarða í formi spítala við Hringbraut.  Það ekki nema von að vinstra liðið kengbognar af skömm fyrir það eitt að vera til.

Sigurður Þorsteinsson, 6.11.2009 kl. 19:44

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Vinstri hvað?

En það er enginn misskilningur í greininni hans Þórarins, það get ég fullvissað þig um herra Ziggi.

Jóhannes Ragnarsson, 6.11.2009 kl. 20:31

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Dýr er verðmiðinn að ESB samfylkingarinnar því miður.

Sigurður Haraldsson, 7.11.2009 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband