Leita í fréttum mbl.is

Ráð vil eg yður gefa herra sóknarprestur

séraÞeir sem þjófstálu glæsivagni yfirsálnahirðisins í Keflavík, eru áreiðanlega afar vandir að virðingu sinni og miklir smekkmenn, sem láta ekki bjóða sér hvað sem er. Þessum mönnum kæmi aldrei til hugar, að taka 15 ára gamla japanska ryðdollu traustataki til að spara sér sporin ef þeir þyrftu nauðsynlega að bregða sér af bæ. Og ef það er rétt, að þjófarnir hafi gert sér ferð í sjálfa kirkjuna og inní skrúðhús til að sækja lyklana að eðalvagninum í frakkavasa musterishöfðingjans meðan hann söng helgar tíðir fyrir framan altarið, er auðsjáanlegt að þar hafa farið gáfaðir menn og sanntrúaðir. Að vísu stendur einhversstaðar á helgri bók, að menn eigi ekki að stela, en slíka smánuni setja menn, sem hafa frá blautu barnsbeini alist upp í þjófafélagi, ekki fyrir sig ef þeir þurfa að komast á þægilegan hátt frá Keflavík til Reykjavíkur.

Hitt er svo aftur annað mál, að það hefur vissulega verið erfitt fyrir sóknarprestinn, að þurfa að ganga alla leið heim til sín eftir að hafa lokið sínum guðrækilegu störfum í kirkjunni. Þessháttar gönguferðir geta verið hættulegar viðkvæmri heilsu fínstillra nútímaklerka. Mér kæmi ekki á óvart þó blessað hymmnaríkisljósið þar suðurfrá sé í dag altekið harðsperrum í fótunum og gangi um gólf álíka stirðlega og Stekkjastaur jólasveinn.

Ef kirkjumeistarinn í Keflavík vill komast hjá annarri slíkri uppákomu, ætti hann að selja eðalvagninn og fá sér hest, sem hann getur teymt með sér inní helgidóminn. Hross er auðvelt að binda við altarisbríkina á meðan eigandi þess sinnir skyldugu helgihaldi, allt uppí yfirgripsmiklar hátíðarguðþjónustur. 


mbl.is Fundu bíl sóknarprestsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Svakalega finnst mér skrítið þegar fólk hefur annað fólk að háð og spott  Ég reikna nú með að lögreglustjórinn í Keflavík , sem er eiginkona prestsins gæti nú skutlað honum heim á lögreglubíl

Guðborg Eyjólfsdóttir, 21.11.2009 kl. 10:43

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ef að frúin hefði látið aka prestinum heim á lögreglubifreið hefði það geta litið út eins og fangaflutningur og valdið misskilningi hjá fólki, ag það hefði farið að halda að búið væri að taka klerkinn fastann.

Jóhannes Ragnarsson, 21.11.2009 kl. 10:52

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Má til að koma hér inn, ég þekki þessi mektarhjón, þau voru á Ísafirði er ég bjó þar. Dóttir þeirra var með barnabörnum mínum í bekk og komu þær iðulega heim til mín eftir skóla, svo ég kynntist þeim svolítið.
Sóknarpresturinn er hlaupari og iðkar það eins oft og hann getur að hlaupa, svo honum hefði ekki munað um að hlaupa heim.

Konan hans sem var Sýslumaður á Ísó og er núna Lögreglustjóri Suðurnesja, og sómakona mikil hefði aldrei farið að láta skutla honum heim í löggubíl, hún hefði bara ekið honum á sínum bíl sem hún jú kemur á í vinnuna.

Tek undir með vinkonu minni henni Guðborgu að það er skrítið er fólk er haft að háði og spotti sem maður þekkir ekki neitt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.11.2009 kl. 11:17

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvaða skilyrði þurfa hjón að uppfylli til verðskulda titilinn ,,mektarhjón"? Að vera dugleg að hlaupa og skutla hvoru öðru heim þegar öðrum eðalvagni heimilisins hefur verið stolið?

Jóhannes Ragnarsson, 21.11.2009 kl. 11:34

5 Smámynd: Valina

Verð að segja að saklaust háð, ja eða spott á þessi "mektar"hjón sé algerlega við hæfi. Ég hefði viljað flokkast sem "mektar" manneskja þegar mínum bíl var stolið. Kannski lögreglan hefði þá fundið hann fyrir mig, en þar sem ég er ekki lögreglustjóri neinstaðar varð ég að finna hann sjálf með tilheyrandi harðsperrum.

Valina, 21.11.2009 kl. 11:58

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ert þú ekki mektarkona Valina?

Jóhannes hér er talað um mektar vegna innkomu Guðborgar sem talar um konu sóknarprestsins, minn skilningur á mektarfólki er sá að það er bara vinnusamt, heiðarlegt og gott fólk, og að mínu mati kemur það ekkert peningum við til dæmis.
Þessi embættishjón í Keflavík eru að mínu mati mektarhjón, vegna þess að ég kynntist þeim sem slíkum bæði í embætti og persónulega gegnum börnin.

Segja þér að mestu mektarkonur sem ég þekki í dag eru þær Torfhildur 104 ára og Dísa vinkona hennar sem varð 101 árs í vikunni, það er mynd af þeim saman í BB.

Dísa var nágranni minn er ég bjó á Ísó og það gaf mér mikið að fá að kynnast þessari konu.
Þessar konur og aðrar þær sem uppi voru á þessum tíma eru fyrirmyndir, allar konur gætu lært mikið af þeim.

Ennþá eru þær hlæjandi yfir kaffibollanum sínum er þær rifja upp gamlar minningar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.11.2009 kl. 12:24

7 Smámynd: Ragnheiður

ekki finnst mér síðuritari sneiða neitt óviðurkvæmilega að þessum hjónum, hann gerir jafnt grín að þjófnum.

Ég hef enga trú að á hvorugt þeirra myndi fornemast við þennan lestur..- ekki myndi ég gera það sem umfjöllunarefnið

Ragnheiður , 21.11.2009 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband