Leita í fréttum mbl.is

Sjúklingar reyna að græða á barninu sínu

bjorn.jpgÞær ætla að verða margar andvökunæturnar hjá sjálfstæðis- og framsóknarmönnunum yfir blessuðu barninu sínu honum Icesave, en sá yndislegi drengur er sem kunnugt er holdgetið afkvæmi umræddra flokka. Og nú skal talað og talað og malað og malað um Icesave dag og nótt til að freista þess, að græða dulítið á honum í pólitískt og jafnvel kjaft ríkisstjórnina í hel, ef vel tekst til. Ekki kann ég að skilgreina út í hörgul nýtilkomna sálsýki meðlima Sjálfstæðis- og Framsóknarsamtakana, en þó má ljóst vera, að þarna er á ferðinni yfirþyrmandi fæðingarþunglyndi ásamt heiftarlegri grindargliðnun eftir meðgöngu og fæðingu Icesave.

Hinsvegar þykir mér afar undarlegt, svo ekki sé meira sagt, að forseti Alþingis skuli ekki læsa þingheim inni í fundarsal Alþingis og láta stjórnarandstöðuna romsa uppúr sér icesave-móralnum í einni striklotu og hleypa þeim hvorki í mat né á klósettið fyrr en umræðunni lýkur.

Það er nefnilega þannig með bastarðinn Icesave Sjálfstísogframsóknarson, að hvað sem maður kann að vera á móti honum og hvað sem manni finnst tilvera hans óþægileg, þá komumst við aldrei hjá að borga meðlagið af honum fyrir Bjarna Ben, Torgerði Katrínu, Sígmúnd Davíð, Siv Friðleifs og þeirra safnaðarlimi.


mbl.is Fundi frestað á sjötta tímanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Helgason

Ertu bara ekki of mikill kjáni til að átta þig á stjórnarandstæðan er að berjast á móti 300-500 MILLJARÐA skuld sem Evrópusinnar vilja taka á sig til að komast sem fyrst í ESB?

Getur þú sagt mér hvaða hagsmuni sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hafa af því aðra að sleppa því að gefa út ríkisábyrgðina?

ég þori að veðja að nóg hefur þú vælt þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gáfu út 12 milljarða ábyrgð vegna Decode.

Jón Þór Helgason, 3.12.2009 kl. 08:41

2 identicon

Þú eins og margir aðrir falla í þá gryfju að reyna að nota það sem rök fyrir samþykkt á Icesave að einherjir aðrir stjórnarflokkar beri ábyrgð á því að þetta mál hafi orðið til.  Fyrir það fyrsta þá var Samfylkingin í stjórn fyrir hrun og virðist ekkert hafa gert til að reyna að leiðrétta málin.  Í öðru lagi skiptir engu máli af hverju þetta mál hefur orðið til.  Það sem skiptir máli er hvernig það er meðhöndlað núna.  Núverandi stjórn hefur algerlega mistekist að meðhöndla þetta mál.

Ra (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 08:42

3 Smámynd: Jón Þór Helgason

Vel mælt Ívar. Menn eru of fastir í skotgröfunum í stað þess að leysa málið. 

 Sorglegt er að Stjórnarsinnar eru álíka sjáanlegir á þingi og Geirfuglarnir. 

Jón Þór Helgason, 3.12.2009 kl. 09:03

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir eru hver öðrum vitlausari að því er virðist, má ekki á milli sjá.  Það á að hafna þessum samningi, og til vara skora á forsetan að hafna samþykkt alþingis ef hann verður samþykktur.  Það er aðal rökvillan að við verðum að borga.  Það er nefnilega alls ekki fast í hendi.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2009 kl. 10:18

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

En hefur einhver velt fyrir sér hvað gerist ef við neitum að borga reikninginn?

Jóhannes Ragnarsson, 3.12.2009 kl. 10:58

6 Smámynd: Jón Þór Helgason

Jóhannes,

hvað sérðu þjóðir Evrópu gera?

Heldur þú að komi tilkynning?

Ísland neytar að taka ábyrgð á innistæðusjóði íslands.  Því ætum við að setja þá í viðskiptabann.  Síðan fara menn að vísa í lög um innistæðutryggingar og bla bla bla.

 Það er enginn að tala um að alþyngi eigi að láta eins og þetta komi okkur ekki við, heldur að við eigum að skipta þessum birgðum með Bretum og við berum ábyrgð bara á því sem okkur ber skila til skv lögum.  Ekki því sem breska ríkisstjórnin lofaði eins og er í þessum samnigi.

Evrópusambandið ætlar ekki að bera ábyrgð á neinu, taktu eftir því.

 kv.

Jón Þór

Jón Þór Helgason, 3.12.2009 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband