Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2007

Og enn finnst einn dauđur

DraugurHamförum Eyjafjalladraugsins linnir ekki. Í nóvember hvarf ţar mađur, Brandur ađ nafni, og fannst síđan dauđur viđ sjó, blár og blóđrisa. Ţykir sýnt, ađ draugur sá hinn sami og manninum varđ ađ bana í fyrra, hafi veriđ ţar ađ verki. Anno 1638

Draugur drepur menn

Vinnumađur einn á Helgafelli átti ógóđa jólanóttina. Gerđi draugur eđa djöfull í kvenmannsmynd honum harđa ásókn, dró hann upp ađ fellinu og reif af honum fötin. Ţar fannst hann nćr dauđa en lífi og viti sínu fjćr, en fólk saknađi hans og leit var hafin. Annan mann drap draugur nú á jólaföstunni. Hann hét Ţorvarđur og átti heima undir Eyjafjöllum.

Desember 1637

 


mbl.is Afmćlisferđ í draugahús
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Flúđi Björn Inga og Hönnu Birnu

Hafi John Lennon gert sér ferđ úr heimi framliđinna og út í Viđey í gćrkvöldi, er ég ansi hrćddur um, ađ hann hafi veriđ fljótur ađ láta sig hverfa aftur, ţegar hann sá framan í Björn Inga, Hönnu Birnu og annađ mannval í smjađurkór elítunnar, sem ţar var saman komiđ. Hiđ 67 ára gamla afmćlisbarn hefur náttúrlega á svipstundu gert sér grein fyrir ađ ţarna vćri söfnuđur, sem ađ stórum hluta vćri mannađur stuđningsmönnum stjórnmálaflokka sem stutt hafa stríđshaukana í Wasington, árum og áratugum saman, og ađ hjá ţessháttar liđi ćtti ,,friđurinn lítinn sjéns !
mbl.is „John er hér međ okkur"
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Efnilegt möppudýr í hópmálssóknarúrrćđum

Ţađ er aldeilis efnilegur ungur mađur ţessi Gísli Tryggvason, sem sagđur er talsmađur neytenda. Eins og upprennandi möppudýri sćmir, ţá er ţessi talsmađur neytenda međ öllu óskiljanlegur, ef marka má međfylgjandi fréttaklausu. Ég verđ ađ viđurkenna ađ ég var t.d. all langan tíma ađ klóra mig í gegnum fyrirsögnina: ,,Hópmálssóknarúrrćđi skortir." -Hverskonar munnsöfnuđur er ţetta eiginlega, sagđi ég viđ sjálfann mig og fletti upp orđabók til ađ leita ađ ,,hópmálssóknarúrrćđi" en varđ engu nćr. En hrađbrautir fagmenntađra möppudýra eru órannsakanlegar, ekki síđur en vegirnir hans Guđs, og ţví verđ ég ađ sitja uppi međ skilningsleysi mitt á ,,hópmálssóknarúrrćđinu", sem í mínum eyrum hljómar eins og djöflaţýska af svćsnustu tegund. 
mbl.is Hópmálssóknarúrrćđi skortir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Camilla á LSD trippi?

Hmmm ... tengdadóttir bretadrottningar ,,alveg í skýjunum???" Hvađ ţýđir ţađ? Ađ hún sé á LSD trippi? Samkvćmt klassískum dulmálslyklum ţýđir ,,alveg í skýjunum" ađ vera út úr kortinu af LSD nautn. Og barnabarniđ heitir Lóla eins og persónan í versinu eftir Ray Davies. Nú er eitthvađ mikiđ um ađ vera í kóngakotinu í Lundúnaborg. Svo er bara ađ vona ađ eiginmađur Camillu hagi sér skikkanlega á međan kona hans veđur skýin.  
mbl.is Camilla orđin amma
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Holdgerfingar stríđsreksturs á fremsta bekk.

Ţađ fór sem mig grunađi, ađ slettirekur, sem ţekktar eru fyrir annađ en friđarbaráttu, plöntuđu sér fremstar í flokk ţeirra sem viđstaddir voru vígslu friđarsúlunnar í Viđey. Ţađ var ekki laust viđ ađ setti ađ mér ósvikna klíju, ađ horfa upp á smettin á Birni Inga fyrrum ađstođarmanni Halldórs Ásgrímssonar og Hönnu Birnu starfsmanns Sjálfstćđisflokksins á Davíđstímanum í allra fremstu víglínu viđ athöfnina. Ţau virkuđu á mig eins og holdi klćddir fulltrúar innrásarinnar í Írak og heimsvaldastefnu Bandaríska auđvaldsins. Og rćđuhöld Vilhjálms Rei borgarstjóra voru hreint og beint eins og skrattinn úr sauđarleggnum, ósmekkleg og óviđeigandi súrrealísk. Ég er alls ekki viss um ađ Yoko Ono hafi haft hugmynd um hvađa tegund af ,,friđarsinnum" höfđu tillt sér á fremsta bekk, en víst er um ađ ţeir settu ansi aurugan blett á atburđ kvödsins. 
mbl.is „Gjöf frá John og Yoko og íslensku ţjóđinni til heimsbyggđarinnar“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţađ hlakkar í Ringo

Auđvitađ hlakkar Ringo til ađ sjá alla hina friđlegu ađdáendur ,,stríđshaukana" í Wasington, sem kvu ćtla ađ trođa sér út í Viđey í kvöld. Ţađ er heldur ekki á hverjum degi sem slíkt metfé flađrar upp um minningu Johns Lennons. Mér segir svo hugur, ađ Ringo verđi ekki fyrir vonbrigđum í kvöld. 
mbl.is Ringo kominn til landsins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mćtiđ međ lurka og gasgrímur í Ráđhúsiđ á morgun

Ţađ er mér bćđi ljúft og skylt, ađ hvetja ţá Reykvíkinga sem ćtla fjölmenna á aukaborgarstjórnarfundinn á morgun, ađ hafa međ sér lurka og gasgrímur og vera ţess viđbúnir ađ Gúttóslagurinn góđi frá 1932 endurtaki sig. Til fróđleiks, er rétt ađ geta ţess ađ í nefndum Gúttóslag tóku verkamenn í Reykjavík eftirminnilega í lurginn á ţáverandi bćjarstjórn, međ ţeim góđa árangri ađ bćjarfulltúarnir ţorđu ekki öđru en ađ falla frá smásálarlegr ađför sinni ađ verkafólki sem starfađi í ,,atvinnubótavinnu" á vegum Reykjavíkurbćjar. Í annálum ef frá ţví greint, ađ í Goodtemplarhúsinu hafi veriđ ófagurt um ađ litast eftir fundinn. Hver einasta rúđa var mölbrotin. Húsmunir í salnum flestir brotnir og bramlađir, og grindur ţćr, sem veriđ höfđu milli bćjarstjórnar og áheyrenda, nálega horfnar. Nú er bara ađ sjá hvernig Ráđhúsiđ verđur útleikiđ eftir fundinn á morgun ! 


mbl.is Aukafundur í borgarstjórn á morgun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Herra Haaarde og frú Gíslason öđlast sálarró

Mikiđ held ég ađ hafi fariđ ljúfir unađsstraumar um kroppana á Geir Haaarde og Ingibjörgu Sólrúnu, ţegar NATO-stjórinn Hopp Sjeffer lét ţá visku út ganga af sínum friđelskandi munni, í vitna viđurvist, ađ hann vćri búinn ađ heita herra Haaarde, lofa herra Haaarde, ađ beita sér fyrir ţví ađ NATO hugi meira ađ vörnum í norđurhöfum.  Ţvílíkur frelsunarbođskapur af vörum NATO-stjórnans ! Viđ megum ţví gera ráđ fyrir, ađ brátt geti herra Haaarde og frú Gísladóttir sofiđ róleg um nćtur í ţeirri fullvissu ađ óvinurinn ráđist ekki á ţau.
mbl.is NATO mun huga meira ađ vörnum í norđri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vér rćningjar.

Hvenćr megum viđ eiga von á forsíđufétt í Íslensku dagblađi undir fyrirsögninni: Tugir handteknir í ađgerđum gegn einkavćđingarrćningjum á Íslandi? 
mbl.is Tugir handteknir í ađgerđum gegn mafíunni á Sikiley
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband