Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Boðflenna á friðarfundi

Samkvæmt fregnum af fréttamannafundi Yoko Ono kemur fram að í upphafi fundar hafi Vihjálmur Vilhjálmsson tilkynnt Yoko, að Reykvíkingar væru stoltir af því að friðarsúlan yrði reist hér og treysti því að hróður hennar bærist víða um heim. Hverskonar skrípalæti eru þetta? Hvað er boðflenna úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins að þvælast á þessum fundi. En eins og allir ættu að vita, þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn alla tíð verið taglhnýtingur stjórnvalda í Bandaríkjunum og þar með hernaðarhyggju þeirra. Ja sveittann!
mbl.is Ein friðarsúla nægir Yoko Ono
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

John Lennon og Bush-dindlarnir

Mér leikur forvitni á að vita hvort íslenskir stuðningsmenn hernaðarumsvifa Bandaríkjamanna í Írak, sem og stuðningmenn veru Íslands á lista ,,hinna viljugu þjóða" muni taka virkan þátt í fyrirhuguðum hátíðahöldum vegna vígslu friðarsúlu í minningu Johns Lennons. Það verður til dæmis fróðlegt að vita hvort slíkum hernarðarsinnum tekst að troða sér út í Viðey til að vera viðstaddir vígsluna. Auðvitað er allsendis óviðunandi eindregnir stuðningsmenn hernaðarhyggju Georgs Bush og hans nóta komi nálægt þessum atburði. Þess vegna ættu forsvarsmenn Samtaka hernaðarandstæðinga, að reyna að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir pótintátar hernaðarhyggjuflokkanna á Íslandi komi svo mikið sem nálægt Viðey í kvöld. Ég er viss um að friðarsinninn John Lennon, væri hann enn á meðal okkar, myndi styðja Samtök hernaðarandstæðinga með ráðum og dáð við að stugga Bush-dindlum og öðrum hernaðarhyggjublesum frá athöfninni í Viðey.      


mbl.is Hernaðarandstæðingar fagna friðarsúlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Björn á leiðinni á DAST

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra er orðinn þreyttur; sennilega kominn yfir á stig síþreytunnar og því fátt um að ræða fyrir hann annað en að sækja um vist á Dvalarheimili Aldraðra Stjórnmálamanna (DAST). Þegar dugandi og reyndur sjálfstæðisráðherra er hættur að skilja óhefta gróðasótt landa sinna í lykilaðstöðu er ástandið svo sannarlega orðið alvarlegs eðlis. Við þessar sorglegu aðstæður er Geir Haaade aðeins einn kostur mögulegur, þ.e. að veita Birni lausn frá embætti og koma honum fyrir á Dvalarheimili Aldraðra Stjórnmálamanna á velferðarlegum forsendum.
mbl.is Segist ekki skilja þörf á samruna útrásarfyrirtækja í jarðhitanýtingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt sexprósenta framsóknartötur

Það er aldeilis uppi typpið á 6% borgarstjórnarmanninum Birni Inga eftir syndaaflausnina sem hann og Vilhjálmur borgarstjóri fengu hjá Sjálfstæðiflokknum í dag. Nú þykist sexprósentamaðurinn hafa ýmsa kónga og ása upp í erminni til að spila út þegar hann sest að spilaborðinu með hinum hvítþvegnu Sjálfstæðismönnum. Svo er að skilja, að kóngarnir og ásarnir í erminni séu svo digrir og sterkir að þeir dugi sexprósenta Framsóknarmanninum til að breyta í einhverju niðurstöðu REI-hneykslisins. Fyrr má nú vera belgingurinn í einu sexprósenta framsóknartötri. 
mbl.is Björn Ingi kveðst hafa fullt umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Sjálfstæðisflokkur.

Ég óska borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins innilega til hamingju með að hafa þvegið í eitt skipti fyrir öll af sér spillingarstimpilinn í Orkuveitumálinu. Nú liggur fyrir að Vilhjálmur borgarstjóri, og hans fólk, hefur tekið ákvörðun um að sparka Hauki Leóssyni stjórnarformanni OR veg allrar veraldar. Þar með eru Vilhjálmur, Björn Ingi og öll hin algjörlega dauðhreinsuð og hvítþvegin af spillingu og öðrum sóðaskap. Ljótur karl þessi Haukur ... 
mbl.is Stefnt að því að selja hlut Orkuveitunnar í REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök héraðsdómarans.

Ekkert skil ég í héraðsdómaranum að vera að sekta þennan fjallkóng um 80 þúsund fyrir smala fé á óskráðu vélhjóli. En einhver döngun hefði verið í héraðsdómaranum hefði hann átt að rassskella fjallkónginn ærlega og svikalaust fyrir tiltækið og svift hann fjallkóngsembættinu um aldur og ævi. Í svona málum þýðir ekkert hálfkák og í stöðu héraðsdómara á aðeins og velja röska og ákveðna menn en ekki einhverja vatnsgrautarlega bjöllusauði.
mbl.is Gangnaforingi á mótorhjóli braut ekki gegn náttúruverndarlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn skógarbjarnarterror á Íslandi - Guði sé lof.

Þær gerast nú æ hryllilegri fréttirnar sem berast frá Svíþjóð. Fyrir hádegi var skýrt frá fólskulegri árás sænska ,,Fjármálaeftirlitsins" á blessað Kaupþingið okkar. Og nú er sagt frá því að skógarbjörn hafi myrt veiðimann á einkar óviðfeldinn hátt fyrir utan kofa á Jamtalandi . Hvar ætlar þetta eiginlega að enda hjá hjá frændum okkar þarna austur í Svíþjóð? Þegar svona er komið er enginn óhultur. Ekki einusinni kóngurinn þeirra er óhultur þegar svona stendur á. Næsta frétt frá Svíþjóð gæti auðveldlega fjallað um, að Sylvía drottning hafi misþyrmt og stórslasað eiginmann sinn út af meintu kvennastússi hans - Guð forði okkur samt frá þessháttar frétt. Ég þakka kærlega fyrir, að við íslendingar skulum ekki hafa skógarbirni hér hjá okkur. Því ef ég þekki skógarbirnina rétt, er óhætt að fullbóka, að þeir væru nú þegar búnir að grisja okkar fengsæla veiðimannastofn verulega. Hugsið ykkur: Feitur og pattaralegur nýríkur jakkafataslápur fer að veiða í rándýrri laxveiðá og daginn eftir finnst hann dauður, með veiðistöngina brotna í fanginu, eftir skógarbjörn. Því segi ég, að við erum heppin að hafa bara mink og refi en ekki skógarbirni á Íslandi. 
mbl.is Skógarbjörn drap sænskan veiðimann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Fjármálaeftirlit" Svíþjóðar ætti að skammast sín

Hvað er nú um að vera? ... Eru þeir eitthvað bilaðir þessir þarna sem starfrækja svokallað ,,Fjámálaeftirlit Svíþjóðar?" Hvernig dettur þessum óforskömmuðu þrjótum í hug að ráðast á strangheiðarlegt fyrirtæki eins og KB-banka og væna það um einhverskonar bókaldslega loftfimleika og sjónhverfingar? Veit þetta hráslagalega ,,Fjármálaeftirlit" ekki að KB-banka er stjórnað af vel launuðum og vönduðum sómadrengjum sem hafa hreinni samvisku en knékrjúpandi fermingarpiltar í hvítum kyrtlum fyrir altari? Það er víst ekki um annað að ræða fyrir okkar farsælu ríkisstjórn en að senda ríkisstjórn Svíþjóðar harðort skeyti og krefjast þess að hún taki ,,Fjármálaeftirlitið" sitt til bænar og láti það biðja KB-banka fyrirgefningar á flumbruganginum og ranghugmyndunum sem það hefur um bankann. 
mbl.is Kaupþing meðal þeirra sem eru til skoðunar hjá fjármálaeftirliti Svíþjóðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rottuhundur hefði verið verðlaunanna verður.

Ég er satt að segja stórundrandi á því, að þýskt óargadýr skuli hafa verið valinn besti hundurinn á haustsýningunni. Ég er á því, að það hefði verið viturlegra fyrir dómnefndina að velja heldur góðan rottuhund til þessara verðlauna. En samkvæmt minni skoðun er rottuhundur dásamlegur hundur. Reyndar eru ekki allir jafn hrifnir af honum, af því að veiðihárin á honum eru svo löng og stinn, að hann lítur út eins og fangi sem nýlega hefur verið látinn laus. Hann er svo viðbjóðslegur, að hann er blátt áfram fallega ljótur. og ekki þarf að draga gáfurnar í efa ...
mbl.is Þýskur fjárhundur valinn besti hundur haustsýningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvirðilegur fyrirláttur glanspíunnar.

Hin háborgaralega glanspía, Þorgerður Katrín ráðherra upplýsti, af sínu alkunna mannviti, að hún væri sko aldeilis sammála því sem efst væri á baugi í orkuspillingadíki Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir, þ.e. árás auðvaldsins á sameiginlegar eigur fólks í orkugeiranum. Það var bara eitt sem Þorgerður Katrín gerði athugasemd við í sambandi við REI-gjörninginn alræmda, en það er aðferðafræðin sem fólst í helst til miklum hraða þegar gróðasóttargemlingarnir létu til skarar skríða. En auðvitað er þetta kjaftæði um ,,aðferðafræðina" auðvirðilegur fyrirsláttur - hið rétta er, að hin mikla reiði úti í þjóðfélaginu hefur knúið Þorgerði Katrínu og fleiri af hennar tagi til að finna einhver hálmstrá til að firra sig ábyrgð á axarskafti meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur og hinna vígtenntu peningakjafta.
mbl.is Þorgerður Katrín: Of geyst farið í samruna GGE og REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband