Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
12.10.2007 | 17:58
Grínaktugir Varðargaurar
Þeir eru bara andskoti grínaktugir gaurarnir í stjórn Varðar, fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Í tilkynningu, sem stjórn Varðar sendi frá sér í dag, bregður þessi spaugsama stjórn á leik með því að lýsa yfir fullu trausti og stuðningi við borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins undir stjórn Vilhjálms Þorn Vilhjálmssonar. Það er ljóst, að stjórn Varðar hefur verið í miklu stuði í dag og fullvíst má telja að fulltrúarnir hafi grenjað af hlátri þegar þeir samþykktu tilkynninguna því sannast sagna eru Sjálfstæðismenn vítt og breytt annaðhvort lamaðir eða brjálaðir út í borgarstjórnarflokkinn og hugsa honum þegjandi þörfina í næsta prófkjöri.
![]() |
Lýsir miklum vonbrigðum með slit meirihlutasamstarfsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2007 | 13:30
Bragðvondur framsóknarmelrakki
Ja, bragð er af þá barnið finnur. Það er greinilegt, að ungliðarnir í VG finna eitthvert bölvað óbragð af nýja meirihlutanum í Reykjavíkurborg. Og víst er ungliðunum nokkur vorkun, því víst er að framsóknarmelrakkinn í farteski nýja meirihlutans, er án alls efa bragðvondur og illa lyktandi. Því ekki nema eðlilegt, að unga fólki í VG krefjist þess að Björn Ingi geri hreint fyrir sínum dyrum í orkumálum Reykjavíkur. Hinsvegar virðast ungliðar VG ekki finna óbragðið af þeirri gjörð Svandísar Svavardóttur, að stökka til í hasti og mynda meirihluta með hinum bragðvonda framsóknarmelrakka og bjarga þar með pólitísku lífi hans, að minnsta kosti í bili.
![]() |
Ung vinstri-græn segja að Björn Ingi og Dagur skuldi skýringar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2007 | 07:40
VG svag fyrir Villa og frjálshyggjugríslingunum
"Við skiljum ekki hvernig Sjálfstæðisflokkurinn gat sofnað svona á verðinum." Eftir tólf á hádegi hafi síminn byrjað að hringja, en það hafi verið alltof seint. "Ég hugsa að okkar dyr hefðu jafnvel staðið opnar undir ákveðnum kringumstæðum," segir heimildarmaður úr röðum VG við blaðamann mbl.is. Það verður að segjast, ef rétt er haft eftir ,,heimildamanni" úr röðum VG, að VG virðist ekki síður en aðrir flokkar furðu veikt fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokksins. Gaman væri að vita hvaða ,,ákveðnu kringumstæður" það hefðu átt að vera, sem gert hefði það að verkum að Svandís snillingur hefði látið sig hafa að skríða upp í hjá Villa og frjálhyggjugrislingunum í Sjálfstæðisflokknum. Í ljósi þesara ummæla er ekki annað að sjá en söfnuður VG í Reykjavík (já og jafnvel víðar) sé meira ga-ga en maður hugði. Þvílíka leppalúða og loddara er varla á vetur setjandi - eða hvað?
![]() |
Vilhjálmur borgarstjóri og Björn Ingi féllust í faðma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2007 | 22:46
Seldi ömmu sína
Durgur Durgsson stjórnmálamaður var bólginn af ásetning og stefnufestu og drukkinn af hugsjónum. Þá var fósnfýsi hans annáluð. Seldi hann meðal annars ömmu sína karlæga til að létta á skuldastöðu ríkissjóðs. Af því tilefni efndi ungliðadeild Flokksins til hátíðarsamkomu þar sem Durgur Durgsson var mærður ofan í kjölinn og hann sæmdur Stórriddarakrossi Hannesarorðunnar, æðstu viðurkenningu ungliðadeildarinnar.
![]() |
„Fyrrum minnihluti bjargaði Birni Inga fyrir horn" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2007 | 21:21
Kata, Svandís og Pétur þríhross.
Sko bara, Kata varaformaður VG bindur miklar vonir við hinn nýja meirihluta Björns Inga. Svo bætir hún við kampakát, að í raun sé þetta meirihlutasamstarf óskrifað blað!!! Sér er nú hvert andkotans blaðrið. Að það skuli vera alþingismaður og varaformaður stjórnmálaflokks, sem lætur svonalagað frá sér fara er alveg kostulegt og sannkallað aðhlátursefni. Fyrst slátraði VG í Reykjavík, með Katrínu framarlega í flokki, R-lista samstarfinu, síðan er aftur stokkið til og reynt að safna slitrunum af R-listanum saman aftur. Og til að fullkomna hundakúnstirnar eru furðupólitíkusar eins og Björn Ingi Hrafnsson og Margrét Sverrisdóttir með í uppsópinu. Og til bíta hausinn af vitleysunni, ber Svandís Svarsdóttir á borð fyrir landsmenn, að nú sé upprisinn í Reykjavík ,,félagshyggjumeirihluti" !!! Ja, litlu verður Vöggur feginn, eins og sagt er. En mér segir svo hugur um, að bræðingur Svandísar verði ekki til muna meiri félagshyggjuættar en vindurinn í görnunum á Pétri þríhrossi framkvæmdastjóra á Sviðinsvík undir Óþveginsenni.
![]() |
Katrín: Lýðræðisleg umræða að skila sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2007 | 18:03
Að melta framsóknarmelrakka.
Hananú, þá er foringi Halldórs-armsins í Framsóknarflokknum búinn að fá sér nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Það lá að, að Svandís og Dagur létu alveg eiga sig að berja á Birni Inga á borgarstjórnarfundinum í gær. Þeim hlýtur að líða frábærlega og unaðslega, eftir að hafa bjargað skóveini Halldórs Ásgrímssonar og Finns Ingólfssonar úr klóm Vilhjálms og frjálhyggjuæskunnar í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Ja þau eru ekki matvönd hjúin Svandís og Dagur og vonandi gengur þeim vel að melta framsóknarmelrakkann Binga.
![]() |
Samkomulag um nýjan meirihluta handsalað klukkan 14 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.10.2007 | 12:42
Af hverju fékk Sjón ekki nóbelsverðlaunin ???
Hver fjandinn er þetta? Hvernig í ósköpunum skala standa á því að okkar ástsæli rithöfundur, Sjón, fékk ekki Nóbelsverðlaunin að þessu sinni? Það er óskiljanlegt. Okkar ástsæli Sjón hefur, eins og almenningur veit, alla kosti til að bera til að hljóta þessi eftirsóttu verðlaun. Honum hefur verið hapað vel og vandlega af merkilegu og grandvöru fólki, sem hefur vit á bókmenntum, auk þess sem hann hefur hlotið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Og síðast en ekki síst hefur Sjón óvéfengjanlega, næsta ofurmannlega, hæfileika til að semja leiðinlegar, að ég segi ekki fáránlegar, bækur, sem hafa þann kost einan að vera stuttar. En ég er semsagt mjög svekktur yfir þessu og ég veit að íslenska þjóðin er það líka.
![]() |
Doris Lessing hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2007 | 07:40
Klofningsiðja Flóabandalagsins - hverjum þjónar hún?
Það virðist augljóst, að svokallað Flóabandalag verkalýðsfélaga innan Starfsgreinafélags Íslands ætli að halda klofningsiðju sinni áfram í komandi kjarasamningum. Öllum ætti að vera ljóst, að slíkur framgangsmáti getur aldrei annað en skaðað þolendurnar, þ.e. verkafólk á Íslandi. Að það skuli svo vera formaður Starfgreinasambandsins sem fer fyrir þessari illræmdu klofningsiðju er síðan kapítuli út af fyrir sig. Ekki er að efa, að atvinnurekendaforustan lítur á klofningsbrölt flóabandalagsmanna eins og hverja aðra himnasendingu og hefur alltaf gert, og lítur á forystumenn flóabandalagsins sem sína menn. Raunar má það undrum sæta, að almennir félagsmenn þeirra félaga, sem standa að Flóabandalaginu, skuli ekki hafa tekið í taumana og tekið forustumenn sína ærlega á beinið eða rekið þá af höndum sér.
![]() |
Flóafélög vilja auka kaupmátt og hækka lægstu laun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2007 | 21:27
Ráð við ósiðlegum lifnaðarháttum

10.10.2007 | 20:58
Frjálshyggjumenn með felgulykil

![]() |
Innbrotsþjófar handteknir - annar með felgulykil, hinn með exi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- ,,Karlskömmin þessi Brynki"
- Til umhugsunar 1. janúar 2025
- Ljóðræn athugasemd við Mörtu Smörtu og menningarblætið hennar
- Upp úr námskrá moderne skool kennslukonunnar
- Hvalvertíð hafin milli jóla og nýárs. Sérlegur búhnykkur fyri...
- Fyrir dyrum stendur harðvítug sjálfstæðisbarátta og endaskipt...
- Nú skal karlplágan upprætt í eitt skipti fyrir öll í þágu bes...
- Ákveðinn varðstjóri þarf stundum að gera fleira en gott þykir...
- Misheppnað bankarán er sorglegt bankarán
- Á nýju ári verður hann settur af og fer að borga gjaldþrotin sín
Bloggvinir
-
Níels A. Ársælsson.
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Sveinn Elías Hansson
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Þórbergur Torfason
-
Guðfríður Lilja
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Grétar Mar Jónsson
-
Ásdís Helga Jóhannesdóttir
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Þorvaldur Þorvaldsson
-
Rauður vettvangur
-
Björgvin R. Leifsson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Einar Ólafsson
-
Baldur Hermannsson
-
Dætur og synir Íslands.
-
hilmar jónsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Þórdís Bára Hannesdóttir
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Óskar Helgi Helgason
-
Heiða Þórðar
-
Helgi Guðmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Ísleifur Egill Hjaltason
-
Reynir Andri
-
Rúnar Karvel Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Auðun Gíslason
-
Jón Snæbjörnsson
-
Rannveig H
-
Magnús Jónsson
-
Steingrímur Helgason
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Ársæll Níelsson
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Fríða Eyland
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Ólafur Þórðarson
-
Eygló Sara
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Þorsteinn Briem
-
Ester Júlía
-
Svava frá Strandbergi
-
Björn Grétar Sveinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Jakob Jörunds Jónsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Þorkell Sigurjónsson
-
Jóhann Elíasson
-
Óskar Arnórsson
-
Bergur Thorberg
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Eyjólfur Jónsson
-
gudni.is
-
Sigurður Sigurðsson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Alfreð Símonarson
-
Guðni Ólason
-
ThoR-E
-
Arnar Guðmundsson
-
Þór Jóhannesson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Himmalingur
-
Guðjón Baldursson
-
halkatla
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Einar Sigurjón Oddsson
-
Haukur Nikulásson
-
Félag Ungra Frjálslyndra
-
Heiða
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
-
Steingrímur Ólafsson
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Landrover
-
Valla
-
Vilmundur Aðalsteinn Árnason
-
Vefritid
-
Sigríður B Sigurðardóttir
-
Ónefnd
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórarinn Eldjárn
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Hlédís
-
Einar B Bragason
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Árni Karl Ellertsson
-
Hamarinn
-
Hamarinn
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Jack Daniel's
-
Jón Bjarnason
-
Kristján Jón Sveinbjörnsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Linda
-
Rauða Ljónið
-
Sigurður Haraldsson
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 1545903
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007