Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Grínaktugir Varðargaurar

Þeir eru bara andskoti grínaktugir gaurarnir í stjórn Varðar, fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Í tilkynningu, sem stjórn Varðar sendi frá sér í dag, bregður þessi spaugsama stjórn á leik með því að lýsa yfir fullu trausti og stuðningi við borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins undir stjórn Vilhjálms Þorn Vilhjálmssonar. Það er ljóst, að stjórn Varðar hefur verið í miklu stuði í dag og fullvíst má telja að fulltrúarnir hafi grenjað af hlátri þegar þeir samþykktu tilkynninguna því sannast sagna eru Sjálfstæðismenn vítt og breytt annaðhvort lamaðir eða brjálaðir út í borgarstjórnarflokkinn og hugsa honum þegjandi þörfina í næsta prófkjöri.
mbl.is Lýsir miklum vonbrigðum með slit meirihlutasamstarfsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bragðvondur framsóknarmelrakki

Ja, bragð er af þá barnið finnur. Það er greinilegt, að ungliðarnir í VG finna eitthvert bölvað óbragð af nýja meirihlutanum í Reykjavíkurborg. Og víst er ungliðunum nokkur vorkun, því víst er að framsóknarmelrakkinn í farteski nýja meirihlutans, er án alls efa bragðvondur og illa lyktandi. Því ekki nema eðlilegt, að unga fólki í VG krefjist þess að Björn Ingi geri hreint fyrir sínum dyrum í orkumálum Reykjavíkur. Hinsvegar virðast ungliðar VG ekki finna óbragðið af þeirri gjörð Svandísar Svavardóttur, að stökka til í hasti og mynda meirihluta með hinum bragðvonda framsóknarmelrakka og bjarga þar með pólitísku lífi hans, að minnsta kosti í bili.  
mbl.is Ung vinstri-græn segja að Björn Ingi og Dagur skuldi skýringar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG svag fyrir Villa og frjálshyggjugríslingunum

"Við skiljum ekki hvernig Sjálfstæðisflokkurinn gat sofnað svona á verðinum." Eftir tólf á hádegi hafi síminn byrjað að hringja, en það hafi verið alltof seint. "Ég hugsa að okkar dyr hefðu jafnvel staðið opnar undir ákveðnum kringumstæðum," segir heimildarmaður úr röðum VG við blaðamann mbl.is. Það verður að segjast, ef rétt er haft eftir ,,heimildamanni" úr röðum VG, að VG virðist ekki síður en aðrir flokkar furðu veikt fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokksins. Gaman væri að vita hvaða ,,ákveðnu kringumstæður" það hefðu átt að vera, sem gert hefði það að verkum að Svandís snillingur hefði látið sig hafa að skríða upp í hjá Villa og frjálhyggjugrislingunum í Sjálfstæðisflokknum. Í ljósi þesara ummæla er ekki annað að sjá en söfnuður VG í Reykjavík (já og jafnvel víðar) sé meira ga-ga en maður hugði. Þvílíka leppalúða og loddara er varla á vetur setjandi - eða hvað? 
mbl.is Vilhjálmur borgarstjóri og Björn Ingi féllust í faðma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seldi ömmu sína

Durgur Durgsson stjórnmálamaður var bólginn af ásetning og stefnufestu og drukkinn af hugsjónum. Þá var fósnfýsi hans annáluð. Seldi hann meðal annars ömmu sína karlæga til að létta á skuldastöðu ríkissjóðs. Af því tilefni efndi ungliðadeild Flokksins til hátíðarsamkomu þar sem Durgur Durgsson var mærður ofan í kjölinn og hann sæmdur Stórriddarakrossi Hannesarorðunnar, æðstu viðurkenningu ungliðadeildarinnar.
mbl.is „Fyrrum minnihluti bjargaði Birni Inga fyrir horn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kata, Svandís og Pétur þríhross.

Sko bara, Kata varaformaður VG bindur miklar vonir við hinn nýja meirihluta Björns Inga. Svo bætir hún við kampakát, að í raun sé þetta meirihlutasamstarf óskrifað blað!!! Sér er nú hvert andkotans blaðrið. Að það skuli vera alþingismaður og varaformaður stjórnmálaflokks, sem lætur svonalagað frá sér fara er alveg kostulegt og sannkallað aðhlátursefni. Fyrst slátraði VG í Reykjavík, með Katrínu framarlega í flokki, R-lista samstarfinu, síðan er aftur stokkið til og reynt að safna slitrunum af R-listanum saman aftur. Og til að fullkomna hundakúnstirnar eru furðupólitíkusar eins og Björn Ingi Hrafnsson og Margrét Sverrisdóttir með í uppsópinu. Og til bíta hausinn af vitleysunni, ber Svandís Svarsdóttir á borð fyrir landsmenn, að nú sé upprisinn í Reykjavík ,,félagshyggjumeirihluti" !!! Ja, litlu verður Vöggur feginn, eins og sagt er. En mér segir svo hugur um, að bræðingur Svandísar verði ekki til muna meiri félagshyggjuættar en vindurinn í görnunum á Pétri þríhrossi framkvæmdastjóra á Sviðinsvík undir Óþveginsenni. 
mbl.is Katrín: Lýðræðisleg umræða að skila sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að melta framsóknarmelrakka.

Hananú, þá er foringi Halldórs-armsins í Framsóknarflokknum búinn að fá sér nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Það lá að, að Svandís og Dagur létu alveg eiga sig að berja á Birni Inga á borgarstjórnarfundinum í gær. Þeim hlýtur að líða frábærlega og unaðslega, eftir að hafa bjargað skóveini Halldórs Ásgrímssonar og Finns Ingólfssonar úr klóm Vilhjálms og frjálhyggjuæskunnar í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Ja þau eru ekki matvönd hjúin Svandís og Dagur og vonandi gengur þeim vel að melta framsóknarmelrakkann Binga.
mbl.is Samkomulag um nýjan meirihluta handsalað klukkan 14
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju fékk Sjón ekki nóbelsverðlaunin ???

Hver fjandinn er þetta? Hvernig í ósköpunum skala standa á því að okkar ástsæli rithöfundur, Sjón, fékk ekki Nóbelsverðlaunin að þessu sinni? Það er óskiljanlegt. Okkar ástsæli Sjón hefur, eins og almenningur veit, alla kosti til að bera til að hljóta þessi eftirsóttu verðlaun. Honum hefur verið hapað vel og vandlega af merkilegu og grandvöru fólki, sem hefur vit á bókmenntum, auk þess sem hann hefur hlotið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Og síðast en ekki síst hefur Sjón óvéfengjanlega, næsta ofurmannlega, hæfileika til að semja leiðinlegar, að ég segi ekki fáránlegar, bækur, sem hafa þann kost einan að vera stuttar. En ég er semsagt mjög svekktur yfir þessu og ég veit að íslenska þjóðin er það líka.
mbl.is Doris Lessing hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klofningsiðja Flóabandalagsins - hverjum þjónar hún?

Það virðist augljóst, að svokallað Flóabandalag verkalýðsfélaga innan Starfsgreinafélags Íslands ætli að halda klofningsiðju sinni áfram í komandi kjarasamningum. Öllum ætti að vera ljóst, að slíkur framgangsmáti getur aldrei annað en skaðað þolendurnar, þ.e. verkafólk á Íslandi. Að það skuli svo vera formaður Starfgreinasambandsins sem fer fyrir þessari illræmdu klofningsiðju er síðan kapítuli út af fyrir sig. Ekki er að efa, að atvinnurekendaforustan lítur á klofningsbrölt flóabandalagsmanna eins og hverja aðra himnasendingu og hefur alltaf gert, og lítur á forystumenn flóabandalagsins sem sína menn. Raunar má það undrum sæta, að almennir félagsmenn þeirra félaga, sem standa að Flóabandalaginu, skuli ekki hafa tekið í taumana og tekið forustumenn sína ærlega á beinið eða rekið þá af höndum sér. 
mbl.is Flóafélög vilja auka kaupmátt og hækka lægstu laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráð við ósiðlegum lifnaðarháttum

Síra BaldvinÞað olli frú Ingveldi nokkurri sálarangist hve mikla löngun hún hafði til ósiðlegra lifnaðarhátta. Leitaði hún því til síra Baldvin og skriftaði. Síra Baldvin afgreiddi hana með hefðbundinni handayfirlagningu og signingu, og bað hana umfram allt að gæta sín á myrkrinu. Nóttina eftir dreymdi frú Ingveldi makalausan soradraum og þegar hún vaknaði var hún stjörf sem af krampaflogi. Var þá sóttur til hennar Gottfreð læknir, sem sá samstundis hverskyns var og sprautaði hana umsvifalaust í rassgatið með kraumandi upplausn, sem hann hafði sjálfur samið. Að svo búnu tjóðraði hann frú Ingveldi vel og vandlega ofan í rúmið og skipaði að láta sækja síra Baldvin. Þegar síra Baldvin kom, fóru þeir Gottfreð læknir afsíðis og töluðu drykklanga stund saman á latínu. Síðan gengu þeir saman að beði hinnar sjúku konu. Þar sameinuðu þeir guðfræðina og læknisfræðina í eitt kröftugt átak, er sprengdi upp sálarstíflu frú Ingveldar, sem saman stóð af mörgum tegundum andlegra óhreininda. Meðal annars þursti út af henni hópur drýsildjöfla á stærð við nýútskriðna kríuunga. Þann fénað rak síra Baldvin niður að fjörukamp og kom þeim þar fyrir í dálítilli grjóturð. En það er af frú Ingveldi að segja, að hún kættist all vel af meðferðinni, en iðraðist einskis.

Frjálshyggjumenn með felgulykil

Hundur að mígaÞað er ekki á þá logið þessa déskotans frjálshyggjumenn; þeir leggja nótt við dag í framkvæma frelsishugsjón sína. Nú er komið í tísku hjá meðlimum í þessu vandræðatrúmálafélagi að ganga um að næturlagi með felgulykil í bakpokanum. Hvað það á að þýða má fjandinn vita, en líklega hafa þeir lesið um eitthvað þessháttar í frelsisfræðum Miltons Friedmans. 
mbl.is Innbrotsþjófar handteknir - annar með felgulykil, hinn með exi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband