Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Bankastjóri Guðs og símritarinn í Svitvata.

Mikið finnst mér falleg sagan af endalokum herra Calvi bankastjóra Guðs. Ég get svarið að ég varð að þurka mér um augun eftir lestur hennar. Þessi hugnæma frásögn varð til þess að mér kom í hug saga sem Jósep nokkur Svejk sagði félögum sínum undir viðeigandi kringumstæðum. En þar sagði frá símstöðvarstjóranum Wagner, sem var hinn versti ódámur og kúgaði undirmenn sína svikalaust. Verstur var hann samt við Jungwirt og lauk svo að Jungwirt auminginn sá ekkert betra í stöðunni en að drekkja sér í fljótinu. En áður en han gerði það skrifaði hann stöðvarstjóranum bréf og sagðist ætla að ganga aftur og gera reimt í kringum hann á nóttinni. Nóttina eftir sat stöðvarstjórinn við ritsímaáhaldið. Allt í einu hringdu klukkurnar og stöðvarstjórinn tók á móti eftirfarandi skeyti: ,,Hvernig líður þér þorparinn þinn?" - Jungwirt. Þetta gerðist síðan á hverri nóttu í viku, og stöðvarstjórinn var farinn að senda svarskeyti til draugsins í allar áttir: ,, Fyrirgefðu mér Jungwirt." En nóttina eftir kom svohljóðandi svarskeyti: ,,Hengdu þig í stoðinni við brúna." - Jungwirt.

Og stöðvarstjórinn hlýddi. Seinna var símritarinn á stöðinni í Svitvata tekinn fastur út af þessu máli.  


mbl.is Meintir morðingjar „bankastjóra Guðs" sýknaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Agli boy að verða fullorðinn?

Vistaskipti Agla boy frá Baugsmiðlum yfrá Ríkisútvarpið bendir til að pilturinn sé að verða fullorðinn því þegar sjónvarpsfólk á Íslandi kemst af gelgjunni færir það sig af Baugsrásunum og gengur til liðs við eina alvöru ljósvakamiðilinn, Ríkisútvarpið, sem eins og nafnið gefur til kynna er sameign fólksins í landinu.

Svo eru alskonar fingálkn að rembast við að halda fram, að ríkisrekstur sé eitthvað ægilega vont, gott ef ekki skilgetið afkvæmi sjálfs Anskotans í Helvíti. Staðreyndin er hinsvegar, að samfélagsrekstur er óumdeilanlega besta rekstrarform sem til er.


mbl.is Egill Helgason hefur ekki lengur aðgang að Vísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlaði að biðja páfa um að blessa íslenskt kraftaverk.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er maðurinn sem komast vildi inn í bifreið páfa Íslenskur kvótaerfingi, sem vildi ná fundi hans heilagleika til að fá blessun páfastóls yfir yfir Íslenska kvótaundrið á þeirri forsendu að það væri kraftaverk. Þá mun kvótaerfingi þessi hafa ætlað að fara fram á við páfa að hann beiti sér fyrir að nokkrir valinkunnir kvótaböðlar verði teknir í dýlingatölu.  
mbl.is Reyndi að komast inn í bifreið páfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öflug stoðtæki.

Mikið er ég feginn að laun seðlabankastjóranna hafi verið hækkuð um 200 þúsundir króna á mánuði. Þessir menn þurfa að lifa eins og aðrir. Auðvitað samþykktu jafnaðarmennirnir í Samfylkingunni hækkunina, enda eru þeir ekki jafnaðarmenn fyrir ekki neitt. Jafnaðarhugsjón þeirra er svo hástemmd að þeir mega ekkert aumt sjá án þess að jafna það á augabragði, m.a.s. laun Davíðs Oddsonar sem og annarra seðlabankastjóra. Það er því ekki nema von, að sjálft erkiíhaldið hafi valið Samfylkinguna að þessu sinni til að styðja sig við. Ekki þarf að efa, að Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún eru traustar hækjur sem Sjálfstæðisflokkurinn getur reitt sig á; frábær stoðtæki sem brotna ekki þegar mikið liggur við eins og t.d. þegar þarf að hækka laun seðlabankastjóra.
mbl.is Samþykkt að hækka laun seðlabankastjóra um 200.000 kr. á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ríða hetjur um héruð - sem betur fer.

Þessi frétt færir heim sanninn um, að enn ríða hetjur um héruð. Það verður að skoðast sem ágæt hetjudáð að rífa handtösku af konu á Leifsgötunni um hábjartan dag. Ég geri ráð fyrir að hin óheppna kona hafi geymt snyrtivörur sínar í handtöskunni og að hetjan sem rændi henni hafi a.m.k. haft varalit og maskara upp úr snaræði sínu og gangi nú um, sæll og glaður, með hárauðar varir og púðraðar kinnar. Annars sýnir þetta skemmtilega atvik svo ekki verður um villst, að best færi á að kerlingar vorar létu eiga sig eftirleiðis að vafra um götur borgarinnar með töskublöðrur hangandi utan á sér.

Í þessari frétt kemur líka fram, að manngarmur nokkur hafi í gleðivímu ekið með þónokkrum tilþrifum á götuljós og jafnað það við jörðu. Sem minnir mig á hliðstætt atvik sem gerðist skömmu fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar þegar veislumóður frambjóðandi spændi yfir götuljós með bros á vör. 


mbl.is Lögreglan lýsir eftir manni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrihreyfing eða Grænt Kvenfélag?

Það verður að skoðast sem fagnaðarefni, að þingflokkur VG sé að vakna til vitundar um hverskonar ófögnuður hið margrómaða íslenska fiskveiðistjórnarkerfi er.

Þrátt fyrir að VG hafi, síðastliðin átta ár, átt í fórum sínum þokkalega stefnu um stjórn fiskveiða, hefur flokkurinn lítið sem ekkert barist fyrir þessari stefnu sinni, né gert hana að sérstöku umræðuefni innan sinna vébanda. Ég get ekki varist þeirri hugsun, að VGingar séu svo sem ekkert að ranka við sér varðandi kvótahörmungarnar, og að ferðalag þeirra vestur á firði sé einungis leikrit, sett upp af einskærri þórðargleði yfir vandræðagangi Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum.

Ég er þeirrar skoðunar að stjórnmálaflokkurinn Vinstrihreyfingin - grænt framboð, standi á tímamótum hvað framtíð flokksins varðar. VG getur ekki öllu lengur slegið á frest hvort flokkurinn eigi í framtíðinn að vera Vinstrihreyfing eða Grænt Kvenfélag sjálfumglaðra menntamanna hver sín óðul á í bómullarumhverfi háskólalóðarinnar. Það hefur nefnilega verið að koma betur og betur í ljós, að VG hefur engan veginn tekist að verða hvort tveggja í senn, vinstriflokkur og grænn flokkur. Það sjá auðvitað allir sem á annað borð vilja sjá, að slíkt ástand gengur ekki upp. Ég er að minnsta kosti að verða sannfærður um að raunverulegir vinstrimenn láti ekki bjóða sér svona vitleysu öllu lengur.   


mbl.is Flateyringar eru skítugu börnin hennar Evu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband