Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
31.10.2008 | 19:33
Að drekka sig útúr kreppunni er göfugt ráð
Þetta líkar mér. Besta ráðið til að lifa kreppuna af, er drekka sig úrúr henni; vera vitstola af áfengisnautn þar til gjörningarveðrinu af völdum frjálshyggjunnar er afstaðið.
Ég þekki mann sem hefur ekki á heilum sér tekið undanfarnar vikur af áhyggjum af framþróun verðlags á brennivíni. Að sönnu brúkar þessi maður mikið vörur sem hann kaupir í verslunum ÁTVR, svo áhyggjur hans eiga við viss rök að styðjast í ljósi þess að honum er mjög í mun að halda uppi ásættanlegum samkvæmisdampi. Og í dag eyddi þessi ágæti kunningi minn öllum mánaðarlaunum sínum í bjór og brennda drykki, þannig að nú lítur íbúðin hans út eins og lager vínbúðar. Minn maður var að sönnu rogginn þegar hann var búinn að bera allar kreppuveigarnar inn til sín; kvaðst vera að græða svo og svo mikið með því að gera innkaupin fyrir mánaðarmót því ef hann hefði beðið fram á mánudag hefði hann orðið að leggja út 40 - 50 - 60% meira í reiðufé fyrir herlegheitin.
Örtröð í verslunum ÁTVR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2008 | 10:20
Auðvitað eru þeir hæfir
Álíta sig hæfa til að rannsaka syni sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2008 | 20:01
ESB-talíbanarnir innan samtaka launafólks
Ætli fari ekki best á, að Skúli Thoroddsen, sem og aðrir skrigstofusjakalar og möppunagdýr innan ASÍ, hafi sig hæg og reyni að hafa vit á halda sér saman. Hvar var þetta fólk meðan frjálshyggjuofviðrið geysaði á Íslandi? Hver var afstaða þess til einvæðingar, útrásar og fjármálabrasks? Ég veit ekki til þess að skriftofusjakalarnir hafi gert stórar athugasemdir við græðgidjöfulskap síðustu ára. Það þýðir lítið fyrir Skúla Toroddsen og hans líka að koma núna grenjandi fram á sjónarsviðið og bölva Sjálfstæðisflokknum í sand og ösku og bregða Samfylkingunni drullusokkshátt á brýn, vegna þess að Skúli, Kristján í Keflavík, Gylfi Arnbjörnsson og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir eru öll algjörlega samdauna stjórnmálaflokksnefnunum sem staðið hafa að ríkisstjórnum síðustu 17 ára.
Það þýðir heldur ekkert fyrir hálaunaaðalinn í ASÍ og landsamböndum þess, að reyna að telja almenningi trú um að öll mein muni lagast á Íslandi á augabragði ef við göngum í auðvaldsbáknið ESB. Raunar er ESB- söngur þessara furðudýra af þeim toga að manni stendur ekki á sama. Það er engu líkara en þau hafi verið gripin ofsatrúarbrjálsemi af versta tagi; allt er ómögulegt og vonlaust nema íslendingar frelsist eilífrar hymmaríkissælu ESB.
Það er vægast sagt sorglegt að verða vitni að umbrotum ESB-talíbanana því þau eru aðeins til þess fallin að drepa á dreif þeirri uppbyggingu sem óhjákvæilega verður að fara fram á hér á landi á næstunni.
Þjóðin í gíslingu Sjálfstæðisflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2008 | 20:33
Þeim verður ekki fyrirgefið
Ætli yfirtakan á Glitni hafi á þeim tímapunkti sem hún fór fram hafi skipt nokkrum sköpum til eða frá, þetta var allt hrunið hvort eð var. Hinsvegar er það algjört dómgreindarleysi af útrásarræflunum að voga sér að koma fram fyrir alþjóð og rífa kjaft eins og þeir séu alsaklausir. Það virðist sem þessir menni kunni ekki að iðrast gjörða sinna, hvað þá biðjast fyrirgefningar.
En máske vita þeir sem er, að þeim verður ekki fyrirgefið það tjón sem þeir hafa valdið landi og þjóð.
Misráðin ákvörðun sem endaði með skelfingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2008 | 19:53
Aldrei á sinni lífsfæddri ævi séð annað eins
Þeir hlógu víst ekki lítið forsætisráðherrar hinna Norðurlandanna að Gjeir okkar hérna Haaarde í dag. Um það ber öllum vitnum saman. Ennfremur segja vitnin, að engu hafi verið líkara en forsætisráðherrarnir hafi aldrei á sinni lífsfæddri ævi séð annað eins finngálkn og umræddan Gjeir.
Og kátína starfsbræðra Gjeirs er ofur skiljanleg: Það er ekki á hverjum degi að maður, sem ætti að vera búinn að segja af sér sökum afglapa, kemur sprangandi inn á fundi erlendra ráðamanna með betlistaf í hönd og reynir að grenja sig alhvítan, saklausan ... og heilagan ... og biðja um lán!
Er ekki rétt að fólkið í landinu taki í taumana og hjálpi Gjeir karlanganum, og hans slekti, að hætta þesum loddaraleik?
Ánægður en málinu ekki lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2008 | 18:32
Kratageiturnar berjast fyrir sölu á sjálfstæði Íslands
Þær láta ekki deigann síga, kratageiturnar, í viðleitni sinni að ljúga íslensku þjóðina inná að selja sjálfstæði sitt í hendur ESB-auðvaldinu. Það er auðsjáanlegt að þessar hvimleiðu geitur eru að nota efnahafsástandið og hrun frjálshyggjunnar til að reka þjóðina upp að vegg nauðhyggjunnar. - Ekkert misjafnt getur hent okkur ef við værum í ESB, segja talsmenn lágkúrunnar með kjökurviprur á andlitunum. - Ef við hefðum verið í ESB væri allt í hymmnalagi hjá okkur; ef við göngum í ESB fáum við allt fyrir ekkert.
Svo er best að halda því til haga, að það voru þessar sömu kratageitur sem voru á móti því, á sínum tíma, að Ísland segði sig úr lögum við danakonung.
Ekki tímabært að ræða um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2008 | 22:31
Það verður glott að okkar manni með betlistafinn
Það held ég forsætisráðherrar Norðurlandanna glotti og flissi að strafsbróður þeirra frá Íslandi á fundinum á morgun. Það ætti svosem ekki að að koma á óvart þó herra Haaarde verði spurður að því á þessum fundi, hvernig í ósköpunum standi á því að hann sé ekki búinn að segja af sér - hvort hann sé að bíða eftir að verða hrakinn frá völdum, steypt af stóli, jafnvel afhrópaður með byltingu.
Ójá, það verður, ef að líkum lætur, lágt risið á okkar manni á morgun, með betlistafinn í hönd, frammi fyrir forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna.
En vonandi verður ekki langt að bíða þess að gjörvöll ríkisstjórnin verði hýdd, ásamt öllum hennar frjálshyggjubesefum og útrásarjötnum, langs og þvers, svo sem hún á skilið, með betlistafnum sem Gjeir Haaarde mun hökta við í fyrramálið þegar hann heldur til fundar við kollega sína.
Ráðherrar funda um Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2008 | 21:05
Á bak við hænsnahóp Framsóknar rorrar andi Halldórs Ásgrímssonar
Það er ekki laust við að maður sjái glitta í sveitt og rauðþrútið frjálshyggjusmettið á Halldóri nokkrum Ásgrímssyni á bak við ESB og evruályktun kjördæmisþings Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Og eflaust leiðist helstu strengjabrúðu Halldórs ekki að ganga erinda hans þarna í norðaustrinu. Allt undir forskriftinni: Selja land - grafa bein. Alveg eins og hjá Samfylkingunni.
Svo leyfir þessi óskammfeilni hænsnahópur sér að hnýta við landssöluhugmyndir sínar, ,,að sú hugmyndafræði sem Framsóknarflokkurinn hafi ávallt byggt á, um öflugt velferðarkerfi á grundvelli þróttmikils atvinnulífs verði höfð að leiðarljósi." Ja, heyra á endemi! Heldur hænsnahópurinn að fólk geri sér ekki grein fyrir, að þau 12 ár sem Framsóknarflokkurinn var í ríkisstjórn á árunum 1995-2007, stundaði hann harðskeytta frjálshyggjupólitík á kostnað velferðarkerfisins?; stóð blóðugur uppað öxlum við að kynda undir hamslausri græðgisvæðingu á einkar ósvífinn hátt, samhliða því að grafa jöfum höndum undan velferðarkerfi og félagslegum viðhörfum?
Sem betur fer eru kjósendur að átta sig æ betur á hverskonar fyrirbæri Framsóknarflokkurinn er. Þannig að allt útlit er fyrir að þessi óþurftarsamtök hverfi á vit feðra sinna við næstu alþingiskosningar.
Vilja ESB-viðræður strax ásamt upptöku evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2008 | 12:15
Það verður að refsa Samfylkingunni líka
Það sem kemur einna skýrast fram í þessari skoðannakönnun, er að fólk virðist ekki vera búið að átta sig á ábyrgð Samfylkingarinnar á efnahagshruninu. Það er eins og það hafi gleymst, að forsprakkar Samfylkingarinnar studdu fjárglæframennina og frjálshyggjuhugsjónina með ráðum og dáð fram á síðustu stundu. Erum við búin að gleyma því að helstu stórmenni Samfylkingarinnar, eins og t.d. Ingibörg Sólrún og Össur Skarhéðinsson, fóru ítrekað í víkingaferðir með fjárglæfralýðnum með það að markmiði að styrkja þá í augum alheimsins, veita þeim ríkisábyrgð og ríkisblessun til frekari efnahagslegra óhæfuverka.
Og ekki má gleyma forseta Íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni, sjálfum guðföður Samfylkingarinnar. Ekki lét hann sitt eftir ligga að mæra ruglið og rugludallana, þeytast með þeim heimshorna á milli.
Það er ekki nóg að refsa Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Það verður að refsa Samfylkingunni líka eins og hún hefur til unnið.
Minnihluti styður stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2008 | 22:30
Málgagn Sjálfstæðisflokksins og útrásaraðallinn
Morgunblaðið er flokksmálgagn Sálfstæðisflokksins. Á flokksmálgagninu leiftruðu viðvörunarljós í þrjú ár. Flokkurinn sjálfur tók ekki mark á viðvörunarljósum málgagnsins og linnti ekki látum fyrr en allt var farið til fjandans. Nú er það svo, að Björgólfur nokkur Guðmundsson, ásamt fleiri góðum mönnum, þar á meðal Jóni Ásgeiri Jóhannessyni að ég held, hafa undanfarip séð að mestu leyti um rekstur málgagns Sjálfstæðisflokksins. Ekki tóku þessir góðu menn heldur mark á viðvörunarljósum Moggans.
Hvernig ætli standi á svona ósköpum?
Baksvið: Viðvörunarljósin leiftruðu í þrjú ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- ,,Karlskömmin þessi Brynki"
- Til umhugsunar 1. janúar 2025
- Ljóðræn athugasemd við Mörtu Smörtu og menningarblætið hennar
- Upp úr námskrá moderne skool kennslukonunnar
- Hvalvertíð hafin milli jóla og nýárs. Sérlegur búhnykkur fyri...
- Fyrir dyrum stendur harðvítug sjálfstæðisbarátta og endaskipt...
- Nú skal karlplágan upprætt í eitt skipti fyrir öll í þágu bes...
- Ákveðinn varðstjóri þarf stundum að gera fleira en gott þykir...
- Misheppnað bankarán er sorglegt bankarán
- Á nýju ári verður hann settur af og fer að borga gjaldþrotin sín
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 15
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 93
- Frá upphafi: 1545339
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007