Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
5.10.2008 | 17:42
Brennuvargar heiðraðir?
Ég geri fastlega ráð fyrir því að auðvaldspeyjarnir frá Landsbanka og Kaupþingi hafi verið kallaðir í ráðherrabústaðinn til að fá í hendur tilkynningu þess efnis, að hér með sé öllu þeirra gróðabralli hér á landi lokið fyrir fullt og allt. Eða hvað?
Eða á máske að færa þessum kauðum gjafir og viðurkenningarskjöl fyrir vel heppnuð umsvif? Og skera þá niður úr snörunni?
Ætli seinni kosturinn sé ekki líklegri?
En hvernig er það nú aftur? Er menntamálaráðherrann, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem verið hefur að senda Davíðs Oddssyni tóninn, ekki tengd KB banka á einhvern hátt?
![]() |
Biðlað til helstu vinaþjóða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2008 | 17:22
Hvað eru hálaunuðu verkalýðsforstjórarnir að pukrast?
Það var svosem viðbúið, að hinir hálaunuðu verkalýðsforstjórar væru á þeim buxunum að eigendum lífeyrissjóðanna komi lítið við hvað þeir eru að braska með lífeyrinn þeirra. Og fyrst Guðmundur í rafmagninu hefur ekki þá einurð til að bera, að upplýsa hvað bröltið með lífeyrissjóðina hefur að geyma, þá er trúlega fokið í flest skjól. Hin kvikindin munu að sjálfsögðu halda kjafti í lengstu lög og halda áfram að velta sér í hlýjunni af auðvaldinu.
Og meðan ég man: Hvernig ætli tengslum verkalýðsforstjóranna við stjórnvöld, bankaræningjanna og græðgisfíklanna hafi í raun og veru verið háttað á síðustu árum? Að minnsta kosti hafa verkalýðshöfðingjarnir og skrifstofusjakalarnir þeirra ekki verið fram úr hófi gagnrýnir á framgöngu frjálshyggjuaflanna, braskaralýðsins, að undanskildum Ögmundi Jónassyni og hans fólki.
![]() |
Verða að fallast á skilyrði sjóðanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.10.2008 | 17:01
Lögreglurannsókn á að hefjast nú þegar
Það má með sanni segja að veislu frjálshyggjufylliraftanna sé búin. Raunar var þessi strórbrotni jörvadansleikur á enda fyrir þó nokkru síðan, en það voru víst fáir sem vildu taka eftir því, allra síst stjórnvöld. Það er ekki fyrr en allt er komið í kalda kol, að ráðamenn loksins rumska úr meðvirknidáinu og taka þá til við að leika Ingjaldsfíflið eins og þeir eigi lífið að leysa.
Í Silfri Egils í dag voru mættir mikili mektarmenn úr sitt hvorum ríkisstjórnarflokknum. Eftir að hafa hlustað nokkra stund á vaðalinn í Ágústi Ólafi Ágústsyni og Pétri Blöndal gat ég ekki varist þeirri hugsun, að illa væri mínu skattfé varið með því borga þessum vitringum laun. Það er blátt áfram stórkostleg hneysa að alþýða manna sé sett í þá aðstöðu að hafa svona lið á sínu framfæri. Varaformaður Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur, sem fæddist með gullskeiðina í trantinum og aldrei hefur unnið ærlegt handtak á ævi sinni, hafði eins og við var að búast nákvæmlega ekkert til málanna að leggja, utan hvað honum tóks tvisvar eða þrisvar að nefna ESB á nafn, en ESB er eins og kunnugt er hrygglengjan í hókuspókus galdraþulu Samfylkingarinnar og annarra sjálfstæðissölumanna. Pétur Blöndal lagði aftur á móti til, að glæpaverkum frjálshyggjunnar yrði reddað í snarhasti með því að selja Kárhjúkavirkjun og Þjórsársvæðið ásamt fleiri svæðum sem hægt væri að reisa virkjanir! Ja, þvílík endemi. Þvílíkir rugludallar og skítseyði.
En eitt voru fyrrgreindir alþingismenn sammála um, en það var að ekki mætti undir neinum kringumstæðum leita að sökudólgum í sambandi við efnahagshrunið. Og þegar vinur minn Aðalsteinn Baldursson tók undir þvæluna var mér eiginlega öllum lokið. Á það virkilega að viðgangast, að sá fénaður, sem með verkum sínum hefur laga efnahagslíf þjóðarinnar í rúst, eigi að komast upp með að sleppa við að svara til saka fyrir gjörðir sínar? Ég segi NEI og aftu NEI og þvert NEI.
Ég þykist nokkuð viss um, að krafa almennings er á þá leið, að fram fari grafalvarleg lögreglurannsókn á pukursýsli fjárglæframannanna, milljarðakóngana, hin síðustu ár og þeirri lögreglurannsókn verði ekki lokið fyrr allt er komið uppá borðið.
![]() |
Veislan búin á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2008 | 13:18
Ríksistjórn VG og Sjálfstæðisflokks komin á teikniborðið
Hvað svo sem samfylkingarliðar hafa verið að bræða með sér á dögunum varðandi stjórnarslit eða ekki stjórnarslit þá er víst að staða Samfylkingarinnar hefur veikst mjög gagnvart Sjálfstæðisflokknum.
Mínar hemildir segja nefnilega, og ég geri ekki lítið úr þeim heimildum, að nú þegar sé búið að taka ákvörðun innan Sjálfstæðisflokksins að sparka Samfylkingunni út í horn. Sömu heimildir segja ennfremur, að á einhverju teikniborði úti í bæ liggi fyrir uppskrift að nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og VG.
![]() |
Ræddu aldrei stjórnarsamstarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2008 | 12:47
Aðstoð brennuvarga við slökkviliðið
Ekki er annað að skilja á þessum Róberti Wessman en að hann sé gjörsamlega úr takti við það sem er að gerast á Íslandi. Þessi glókollur með tveggja daga skeggbroddana virðist hvorki skynja né skilja, að almenningur er búinn að fá langtum meira en nóg af skilgetnum afkvæmum frjálshyggjunnar. Það er komið að skuldardögunum, fyrir liggur að afleiðingar óábyrgra athafna hinna gráðugu frjálshyggjupésa eru komnar inná gólf alþýðuheimila í landsins; það kemur nenfilega í hlut alþýðunnar að hreinsa upp eftir jakkafataklæddu fjárglæframennina og færa þær fórnir sem til þarf að landið verið byggilegt í framtíðinni.
Það fer áreiðanlega best á, og er raunar nauðsynlegt, að Róbert Wessman, né aðrir af sauðarhúsi stórtækra gamblara frjálshyggjunnar, komi hvergi nærri þeim björgunaraðgerðum og uppbyggingarstarfi sem óumflýjanlegt er. Dagar þessara pilta eru taldir, það verða allir að skilja. Það er engin þörf fyrir aðstoð brennuvarganna við slökkviliðið í að ráða niðurlögum eldanna að þessu sinni.
![]() |
Róbert Wessman vill Glitni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2008 | 22:18
Stéttasamvinna Steingríms og ópólitíski varaformaðurinn
Það voru sannast sagt dálítið blendnar tilfinningar sem fóru um hugann á meðan ég hlustaði á VG formanninn, Steingrím J. Sigfússon, flytja mál sitt um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Það fer ekki á milli mála, að Steingrímur hefur kokgleypt boðskap Davís Oddssonar um ,,þjóðstjórn og hangir klossfastur nú á öngli seðlabankastjórans eins og áttavilt keila. Steingrímur hóf að vísu ræðu sína með tilvitnun í upphaf Kommúnistaávarps Karsl Marx og Friðriks Engels - nema hvað vofa kommúnisma þeirra Karl og Friðriks var orðin að vofu kapítalismans hjá Steingrími. Síðan vék hann nokkrum orðum að skipbroti nýfrjálshyggjunnar. Þegar þeirri umfjöllun var lokið, tók ríkisstjórnarsóttin öll völd hjá formanni VG og þá fyrst tók hann flugið svo um munaði. Og hæstum hæðum náði flugið þegar hann heimtaði af Gjeir Haaarde að vera lokaður inni í Höfða ásamt lunganum af forsvarsmönnum auðvaldsins á Íslandi. Að mínu mati sannaði Steingrímur J. í kvöld, að hann er fyrst og fremst stéttasamvinnukurfur af einhverskonar framsóknarafbrigði, sem vill ekkert með séttarbaráttu hafa fremur en aðrir kurfar af fyrrnefndu afbrigði. Svo mikið er víst, að svona mönnum fer ekki að slá um sig með tilvitnunum í Kommúnistaávarpið, það er á hreinu.
Næsti ræðumaður VG var, eins og við mátti búast, kapítuli útaf fyrir sig. Hvaða erindi Katrín Jakobsdóttir á í pólitík er mér, eins og öðrum, gjörsamlega hulið. Fyrir það fyrsta virðist þessi unga kona algjörlega ópólitísk að upplagi; hennar hlutskipti er að leika stjórnmálamann, meira af vilja en mætti, án nokkurs sjáanlegs tilgangs. Og þegar við bætast leikhæfileikar af skornum skammti verður útkoman ekki beint kræsileg.
Frá mínum bæjardyrum séð hefur vinstripólitík á Íslandi ekkert með pólitísk viðrini að gera í sinni forustusveit. Ef vinstrihreyfingin á Íslandi ætlar ekki hljóta bíða samskonar skipbrot og frjálshyggjusveit Sjálfstæðisflokksins verður hún að bjóða uppá eitthvað trúverðugra og öflugra en í kvöld, svo mikið er víst.
![]() |
Það á að boða okkur til fundar og læsa okkur inni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2008 | 16:52
Frjálshyggjupútnastofninn í útrýmingarhættu
Það eru fleiri fuglar en lundinn í útrýmingarhættu um þessar mundir. Miklar fréttir berast nú í stríðum straumum um að frjálshyggjupútnastofninn sé á undra skömmum tíma kominn að fótum fram. Engar líkur eru þó á frjálshyggjufuglarnir verði settir á válista þar sem ótvíræð hreinsun væri að aldauða þeirra. Talið er að hrun stofnsins eigi rætur að rekja til ofáts á peningum sem engin innistaða var fyrir.
Til gamans má geta, að frjálshyggjupútur eru af ættkvísl vargfugla og lifa aðlega á arðráni. Þær eru útsmognar í að fara í kringum lagabókstafi og kunna öðrum betur að beita fyrir sig lygum, fagurgala, hótunum, hroka og prettum. Einnig eru frjálshyggjupúturnar alræmdar fyrir áhuga sinn á ræna samfélagslegum eignum og koma þeim í hendurnar á vildarvinum sínum.
Sem betur fer hyllir nú undir að síðustu frjálshyggjupútnaskjáturnar geyspi golunni og verður þá þungu fargi létt af mörgum.
![]() |
Lundinn settur á alþjóðlegan gátlista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2008 | 12:52
Geta krabbameinsfrumurnar læknað meinsemdina?
Það er dálítið táknrænt, að eina svarið sem auðvaldið hefur uppá að bjóða í sívaxandi þrengingum, er slá fram hugmyndinni um þjóðstjórn. Og hvað ætli umræddur þjóðstjórnarvaðall þýði af hálfu frjálshyggjuliðsins sem horfir nú á eftir græðgishugsjón sinni í gröfina? Hann hlýtur einfaldlega að þýða það, að stjórnmálastefna Sjálfstæðisflokksins sé búin að vera og þá um leið ríkisstjórn Gjeirs Haaarde. Þjóðstjórnarhugmyndin þýðir ennfremur, að forkólfum hálfdauðs Sjálstæðisflokks sé mikið í mun að dreifa ábyrgðinni og skömminni af skipbroti nýfrjálshyggjunnar yfir á alla stjórnmálaflokkana sem sæti eiga á Alþingi.
Það sem nú skiptir mestu máli í Íslenskri pólitík er að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Það gegnur ekki að krabbameinsfrumurnar fái að valsa um óáreittar undir því yfirskyni að þær séu best til þess fallnar að lækna meinsemdina.
Og nú er það Samfylkingin sem á leik. Ætlar Samfylkingin að láta sér nægja að vera hækja auðvaldsins og dauðrar frjálshyggju? Var Samfylkingin ekki stofnuð til að vera jafnaðarmannaflokkur, eða er það bara misminni hjá mér? En hvað sem því líður, þá er það Samfylkingin, ein flokka, sem knúið getur fram alþingiskosningar á þessum tímapunkti. Samfylkingin getur líka sagt upp samstarfi sínu við sjálfa meinsemdina, Sjálfstæðisflokkinn, og beitt sér fyrir myndun ríkisstjórnar sem grundvallaði stefnu sína jöfnuði og félagshyggju.
Það stendur semsé uppá Samfylkinguna að velja milli þess að svíkja kjósendur sína og lifa áfram þægilegum hækjulifnaði við hirð auðvaldsins, eða halda inná braut jafnaðarstefnu eins og flokkurinn var stofnaður til. Ykkar er að velja Samfylkingarfólk.
![]() |
Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 20:41
Mesta efnahagsmein þjóðarinnar verður að hverfa af vettangi strax
Það hefur verið grátbroslegt að fylgjast með auðvaldsslektinu á Íslandi síðustu daga. Sjaldan eða aldrei hefur þetta stóð orðið jafn gríðarlega hrætt, aldrei jafn ringlað og fátið á því slíkt að manni dettur ósjálfrátt orðið úrkynjun í hug. Og það er aldeilis hlálegt að verða vitni að því að maður, sem formlega er hættur í pólitík fyrir nokkrum árum, skuli geta vaðið eins og óður nashyrningur fram á sjónarsviðið og tekið völdin af ríkisstjórn landsins. Það er ekki nokkur vafi á að með afreki síðustu helgar hefur Davíð seðlabankastjóri smánað og lítillækkað meirihluta Alþingis með þeim hætti að vandséð er að ríkisstjórn Gjeirs Haaarde eigi sér viðreisnar von. En það sem eftir stendur, er að nýfrjálshyggjustefna síðustu 17 ára er gjörsamlega hrunin til grunna, því geta ekki einusinni Hannes Hólmsteinn, Davíð Oddsson, Pétur Blöndal og Siggi Kári mótmælt. Tími frjálshyggjunnar er einfaldlega liðinn og ekkert annað eftir en að fleygja hræinu á ruslahauga sögunnar. Það er að sálfsögðu mikið gleðiefni.
Að mínu mati er svo komið, að ekki verður lengur undan því komist að binda enda á ríkisstjórnarþátttöku Sjálfstæðisflokksins með einum eða öðrum hætti, ef nokkur möguleiki á að vera til þess að komast útúr núverandi ráðaleysi og ringulreið. Það ætti að vera öllum ljóst, að það er Sjálfstæðisflokkurinn sem er mesta efnahagsvandamál þjóðarinnar og um leið mesta mein hennar líka. Ef einhver töggur væri í Samfylkingunni myndi hún að sjálfsögðu þröngva Gjeir Haaarde til að rjúfa þing nú þegar og boða til alþingiskosninga. Næst besti leikurinn í stöðunni er að Samfylking, VG og Framsókn taki sig til og myndi ríkisstjórn og sýni að þeir séu flokkar sem þori að stjórna án Sjálfstæðisflokksins. Geri þessir flokkar það ekki má Andskotinn hirða þá með manni og mús.
![]() |
57 milljarða króna halli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Í steininn með íhöld og viðreisnarvembla
- Brennuvargur í Hafnarfirði - og sögur af andstyggilegum brenn...
- Afglöp séra Atgeirs og klámhögg utangarðs Sælendinga
- Kvikuprinsessan þjónustar auðvaldið af stílíséruðu krataeðli
- Í því ungdæmi vildi æskulýðurinn samræði frekar en samráð
- Jegeravdelingen i Norges Blindeforbund með lásboga í Haukadalsá
- Brátt verður hin fræga, en skilvirka, rassskellingavél Jón Læ...
- Konunglegur pervertus og sexúalkrimínali gjörir sig gildandi ...
- Náfrændum Kolbeins og Vondulyktarinnar sparkað út í Stafangri
- Fáránlegur ferill hennar hefir tekið á sig draugslega mynd óh...
Bloggvinir
-
Níels A. Ársælsson.
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Sveinn Elías Hansson
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Þórbergur Torfason
-
Guðfríður Lilja
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Grétar Mar Jónsson
-
Ásdís Helga Jóhannesdóttir
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Þorvaldur Þorvaldsson
-
Rauður vettvangur
-
Björgvin R. Leifsson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Einar Ólafsson
-
Baldur Hermannsson
-
Dætur og synir Íslands.
-
hilmar jónsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Þórdís Bára Hannesdóttir
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Óskar Helgi Helgason
-
Heiða Þórðar
-
Helgi Guðmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Ísleifur Egill Hjaltason
-
Reynir Andri
-
Rúnar Karvel Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Auðun Gíslason
-
Jón Snæbjörnsson
-
Rannveig H
-
Magnús Jónsson
-
Steingrímur Helgason
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Ársæll Níelsson
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Fríða Eyland
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Ólafur Þórðarson
-
Eygló Sara
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Þorsteinn Briem
-
Ester Júlía
-
Svava frá Strandbergi
-
Björn Grétar Sveinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Jakob Jörunds Jónsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Þorkell Sigurjónsson
-
Jóhann Elíasson
-
Óskar Arnórsson
-
Bergur Thorberg
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Eyjólfur Jónsson
-
gudni.is
-
Sigurður Sigurðsson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Alfreð Símonarson
-
Guðni Ólason
-
ThoR-E
-
Arnar Guðmundsson
-
Þór Jóhannesson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Himmalingur
-
Guðjón Baldursson
-
halkatla
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Einar Sigurjón Oddsson
-
Haukur Nikulásson
-
Félag Ungra Frjálslyndra
-
Heiða
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
-
Steingrímur Ólafsson
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Landrover
-
Valla
-
Vilmundur Aðalsteinn Árnason
-
Vefritid
-
Sigríður B Sigurðardóttir
-
Ónefnd
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórarinn Eldjárn
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Hlédís
-
Einar B Bragason
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Árni Karl Ellertsson
-
Hamarinn
-
Hamarinn
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Jack Daniel's
-
Jón Bjarnason
-
Kristján Jón Sveinbjörnsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Linda
-
Rauða Ljónið
-
Sigurður Haraldsson
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 7
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 113
- Frá upphafi: 1554002
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 102
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007