Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
11.10.2008 | 14:03
Geir stöðvar ekki þjóðfélagslega þróun
,,Svo sem fyrr var sýnt, hefur mannfélagið hvílt til þessa á andstæðum kúgaðra og drottnandi stétta. En til þess að stétt verði kúguð, verður að tryggja henni slík kjör að hú geti dregið fram lífið í ánauð sinni."
,,Eitt helsta skilyrði fyrir tilveru og drottnun borgarastéttarinnar er auðsöfnun á hendur einstaklingum, sköpun auðmagnsins og ávöxtun, en lífsskilyrði auðmagnsins er launavinnan."
,,Borgarastéttin skapar fyrst og fremst sinn eigin höfuðbana. Fall hennar er jafn óhjákvæmilegt og sigur öreigalýðsins."
,,Loks þegar úrslitahríð stéttarbaráttunnar nálgast, verður upplausnin innan drottnandi stéttar svo æðisgengin og ferleg, að lítill hluti yfirstéttarinnar segir sig úr lögum við hana og gengur á hönd byltingarstéttinni."
,,Af öllum þeim stéttum, sem standa andspænis borgarastéttinni, er öreigalýðurinn ein byltingarsinnuð stétt í raun og sannleika. Aðrar stéttir hrörna og líða undir lok í rás iðjuþróunarinnar, er öreigalýðurinn er holdgetið afkvæmi hennar."
Karl Marx og Friðrik Engels
Mesta hættan liðin hjá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2008 | 12:01
Svo mæla Karl og Friðrik
,,Fyrir augum vorum fer nú líku fram. Framleiðslu- og viðskiptahættir borgarastéttarinnar, eignahagsskipan hennar, hið borgaralega þjóðfélag, sem töfrað hefur fram svo risavaxin framleiðslu- og samgöngutæki, líkist nú þeim galdrameistara, er fær ekki lengur ráðið við anda undirdjúpanna, er hann hefur vakið upp. Um áratugi hefur saga iðnaðar og verslunar ekki verið neitt annað en sagan um uppreisn framleiðsluafla nútímans gegn framleiðsluháttum nútímans, gegn þeirri eignahagsskipan, sem er lífsstofn borgarastéttarinnar og drottnunar hennar. Það nægir að minna á verslunarkreppurnar, sem steðja að, með jöfnu millibili, æ voveiflegri, og tefla allri tilveru hins borgaralega þjóðfélags í tvísýnu. Í verslunarkreppum eru ekki aðeins miklar afurðir eyðilagðar, heldur eru framleiðsluöfl, sem fyrir eru, að engu ger. Í kreppunum gýs upp þjóðfélagsleg farsótt, er öllum fyrri öldum hefði virst ganga brjálæði næst - farsótt offramleiðslunnar. Þjóðfélagið er snögglega hrapað aftur niður á villimennskustig um stundarsakir."
,,Hvernig vinnur borgarastéttin bug á kreppunum? Annars vegar með því að ónýta framleiðsluöfl í stórum stíl. Hins vegar með því að afla sér nýrra markaða og nýta gerr hina gömlu. En hvað leiðir af þessum aðgerðum? Hún undirbýr margþættari og háskalegri kreppur í framtíðinni, en úrræði hennar til að afstýra þeim verða að sama skapi æ færri."
,,Vopnin, sem borgarastéttin bar til vígs, er hún lagði lénsveldið að velli, eru nú munduð að henni sjálfri."
Karl Marx og Friðrik Engels
Einhver erfiðasta vika í seinni tíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2008 | 18:59
Ritskoðun í boði Sjálfstæðisflokksins
Ætli Gjeir Haaarde hafi nokkra hugmynd um hvort íslenska ríkið verður gjaldþrota eða ekki; maðurinn er einfaldlega ekki það spámannlega vaxinn að hann viti í fleiri heima en þennan frjálhyggjuheim sem hann hefur lifað og hrærst í alla sína ævi.
Það er raunar stókostlegt að ekki sé búið að víkja bæði Gjeir forsætisráðherra og Davíð seðlabankastóra úr embættum, ásamt gjörvöllum Sjálfstæðisflokknum. Það er ljóst að stjórnmálastefna Sjálfstæðisflokksins hefur beðið slíkt afhroð að það er fullkomlega óeðlilegt að fulltrúar þessara endemis samtaka séu að kákla utan brunarústirnar sem hann hefur skilið eftir.
Þá er næsta ógeðfellt að horfa uppá hvernig pótentátar Sjálfstæðisflokksins einoka fjölmiðlana um þessar mundir. Er skollin á massív ritskoðun hér á landi, eða hvað? Ég þarf svo sem ekki að spyrja svona spurningar því ég veit ósköp vel að svarið við henni er vitaskuld, já. Svo heimta þessir auðvaldsvargar, sem kynntu hvað þeir gátu undir frjálshyggjukapítalismanum og hvöttu útrásarófreskjuna lögeggjan til dáða, að þjóðin sýni stillingu og samstöðu. Og biðja svo í þokkbót Guð að blessa Ísland! Þvíkur viðbjóðu. Þvík hræsni.
Ég hvet fólk eindregið til að sýna þessum óþjóðalýð enga samstöðu í einu eða neinu. Samstaða fólksins ætti að vera í því fólgin að steypa auðvaldinu af stóli og þar með Sjálfstæðisflokknum!
Ekki lengur hætta á þjóðargjaldþroti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2008 | 13:07
Jarðvegur raunverulegarar þjóðfélagsbyltingar að skapast
Fyrst fjöldi fólks hefur safnast saman til mótmælasamkomu á Austurvelli, þá verður maður að vona að múgurinn stígi skrefið til fulls, sameini kraftana og hreinsi út bæði í Stjórnarráðinu og Seðlabankanum. Það er í hæsta máta ósmekklegt, og raunar ólíðandi, að rumpulýðurinn sem vaðið hefur fram og aftur um þjóðfélagið ljúgandi og rænandi, sitji áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Það gengur enginn að því gruflandi, að Ísland stefnir hraðbyri inn í byltingarástand; jarðvegur fyrir þjóðfélagsbyltingu er að skapast, um það verður ekki deilt. Þetta vita Davíð Oddsson, Gjeir Haaarde og peningageðsjúklingar frjáslhyggjunar. Þessu liði á ekki að fyrirgefa afglöp þeirra og axarsköft. Þessu liði á heldur ekki að haldast uppi með orðagjálfur eins og nú verði allir að standa saman, allir séu á sama skipi. Það sem þessi gerpi eru að fara framá er einfaldlega að fólk, alþýðan í landinu, standi með þeim, brennuvörgunum, og veiti þeim framhaldslíf við kjötkatlana.
Rétt áðan var ég að lesa á jonas.is, að athafnaskáldin rómuðu, Bjöggarnir, væru flúnir úr landi. Nú veit ég svo sem ekkert um sannleiksgildi þeirra orða. En ef Bjöggarnir eru horfnir af landi brott, kanske fyrir fullt og fast, ætti brennuvargaliðið að sjá sóma sinn í því að fara að dæmi þeirra. Það mun enginn sakana þessara ólánsgemlinga.
Fjöldi fólks á mótmælasamkomu Bubba | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2008 | 22:00
Pálmi Haraldsson á fund viðskiptanefndar ásamt Gunnari í K
Það hefið ekki verið með öllu ónýtt fyrir viðskiptanefnd Alþingis að fá fjámálasnillinginn Pálma Haraldsson, FLgrúppufrömuð og kraftaverkamann, til fundar í kvöld. Hann hefði án minnsta vafa getað leitt sauðheimska viðskiptarnefnadarmenn í allann sanleikann um æðri fjármálavísindi, bjargráð og endurreisn. Þá hefði verið mjög viðkunnanlegt ef viðskiptanefnd hefði hugkvæmst að boða Gunnsa í Krossinum til sín til skrafs og ráðagerða, en Gunnsi er sem kunnugt er peningamaður góður og prýðilegur nirfill og kann, ekki síður en Gjeir Haaarde, að fara með Guðs orð.
Annars held ég að Pétur Blöndal sé í viðskiptanefnd og það ætti að vera andskotans nóg.
Guð blessi Mammon.
Margir á fund viðskiptanefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2008 | 20:40
Silkihanskarnir, Kaupþing og menntamálaráðherrann
Ójá, hann var býsna góður með sig, eftir atvikum, gullkálfurinn Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, í Kastljósinu í kvöld enda vel í holdum eftir alla bónusana sem hann hefur verðlaunað sjálfan sig með fyrir frábæran árangur í fjármálabralli. Og fréttamannssniptirnar sem sátu andspænis þessum mikla manni voru aldeilis með á nótunum og gerðu allt sem var í þeirra valdi stóð til að styggja ekki höfðingjann með óviðeigandi spurningum. Eitt af því sem víst er í veröldinni þessa stundina er, að holdgerfingar græðgisvæðingarinnar eiga ekki nokkurn skapaðann hlut inni sem kalla á að tekið sé á þeim með silkihöndum, hvorki af fréttamönnum né alþýðu manna á götunni. Þess vegna er ekki hægt annað en að spyrja hvernig á því stóð, að Sigmar og Jóhanna í Kastljósinu voru eins og skömmustuleg pelabörn andspænis einum að þeim drengjum sem hvað drýgsta ábyrgð ber á efnahagshruninu á Íslandi.
Niður á Alþingi tók Helgi Seljan kastljóssviðtal við frú Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Það vakti dálitla furðu (og þó ekki) hvað frú menntamálaráðherra tók spurningu Helga um fyirgreiðslu Seðlabankans við Kaupþing í dag illa upp. Frúin bókstaflega sneri uppá sig með hroka og derringi eins og fyrirgreiðslan við Kaupþing snerti hana á einhvern leiðinlegan hátt. Því vakanar spurningin: Er menntamálaráðherrann eitthvað tengd Kaupþingi og þá hvernig?
Staða Kaupþings býsna góð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2008 | 16:52
Líkræða séra Gjeirs yfir frjálshyggjunni
Hún var falleg líkræðan sem séra Gjeir Haaarde flutti á öldum ljósvakans áðan. Þó var sá galli á ræðunni, að ekki var beinlínis hægt að henda reiður á af hverjum líkið er, sem séra Gjeir var að jarðsyngja; hann sýndi nefnilega ekki ofan í kistuna. Þó má vel geta sér til um líkræðan hafi verið ætluð nýfjálshyggjunni sem riðið hefur húsum á Íslandi um árabil eins og hortugur draugur. Svo getur líka veið að Gjeir hafi fyrst og fremst verið að kistuleggja einhverja bankaskratta sem búnir eru að liggja heiladauðir um hríð.
Á næstu mínútum mun séra Gjeir opna kistuna og leyfa aðstandendum að líta hræið sem í henni liggur, vonandi í hinsta sinn.
Neyðarlög sett í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2008 | 21:54
Geðslegur kvintett syngur ESB söngva fyrir Gjeir
Fundi lokið með SA og ASÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2008 | 21:38
Ungir vinstrigrænir á pöbbarölti og róttækir eftir því
Það var aldrei að ungir vinstri grænir funduðu um helgina. Og ekki virðast ályktanir þeirra á fundinum vera af verri endanum:
,,Meðal ályktana fundarins er krafa Ungra vnstri grænna um að mynduð verði ,,þjóðstjórn (???!!!)" með aðkomu allra stjórnmálaflokka. Ríkisstjórnin undir forystu Gjeirs Haaarde sé rúin trausti þjóðarinnar og því sé þörf á nýjum forystumönnum."
Með leyfi að spyrja: Hvaða bjargræði halda vinstrigrænu ungliðarnir að felist í þjóðstjórn? Ég get ekki betur sé, en að blessuð börnin séu fyrst og fremst að reyna með veikum mætti þjónusta Steingrím J. með svona kjánaályktun og sleikja sér dulítið upp við kálfana á honum í leiðinni. Og hvaða nýja forystufólk ætli ungliðarnir eigi við í ályktun sinni? Það væri fróðlegt að vita. Hafa þau kanske í huga ráðherrastól undir ópólitíska og óvinstrsinnaða rassinn á Katrínu Jakobsdóttur? Ég hélt að nú þegar gengdu nægilega mörg póltísk viðrini ráðherradómi og væri þar engan veginn á bætandi.
"Þá telja ungir vinstrigrænir að þeir harmi hvernig hin óhefti og ómannúðlegi heimskapítalismi skuli bitna á þeim sem síst skyldi ... ennfremur eru þeir þeirrar skoðunnar að einsýnt sé að dagar þessa óhefta heimskapítalisma séu senn taldir."
Jahérna. Það verður gaman að sjá hina ungu vinstrigrænu stjórnvitringa kveða heimskapítalismann niður með þjóðstjórn. Annað hvort hafa krakkagemlingarnir verið draugfull, eða enginn fullorðinn verið nærstaddur þegar þeir settu þessa sérkennilega byltingarsinnuðu vitleysu niður á blað.
Ójá, það getur stundum verið gaman að lifa, meira að segja á tímum efnahagshruns, ekki síst þegar ungir ,,vinstriróttæklingar" sleppa fram af sér beislinu í leikaraskap.
Nýr formaður UVG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2008 | 18:53
Frjálshyggjuhaughús Davíðs, Halldórs, Jóhönnu og Hannesar
Að framlengja kjarasamninga við þessar aðstæður sem nú eru uppi, þýðir á mannamáli, að samið verði um mikla kjaraskerðingu, sem harðast mun bitna á verkafólki. Semsé: að lagður verði frjálshyggjuskattur á launafólk til að mæta einhverjum af þeim búsifjum sem græðgisstóðið hefur valdið. Og því má aldrei gleyma að undir þessa hroðalegu peningageðsjúklinga hafa ríkisstjórnir síðustu 17 ára hlaðið undir sem mest þær hafa mátt og borið á höndum sér.
Í fréttum RÚV áðað var haft eftir Davíð okkar Oddssyni, að honum þyki í alla staði eðlilegt kvótaætan, Þorsteinn Már Baldvinsson haldi áfram sem stjórnarformaður Glitnis. Er mönnum ekki sjálfrátt? Ekki einu sinni þegar allt er farið til Andskotans? Snýst leikurinn einungis um að bjarga auðvaldshyskinu uppúr haughúsinu sem frjálshyggja Davíðs, Halldórs, Jóhönnu Sigurðardóttur og Hannesar Hólmsteins leiddi það?
Nú er fyrst og fremst byltingar þörf - sósíalískrar byltingar. Allt tal um annað er ósvífinn krypplingsháttur andlegra auðnuleysingja. Og hananú.
Æskilegt að framlengja kjarasamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Þegar líkin koma á færibandi inn á borð ráðherra
- Að sjálfsögðu skaut úlfsmakkinn hrokkinnn og grár upp kollinu...
- Hvað ætli Sanna hafi nú að segja?
- Þeir sem leiða leiðindi og rugl á svokölluðum ,,vinstri" væng
- Ekki stendur á hræsninni hjá þerri fínu borgaralegu frú
- Einn útþynntur framsóknarbesfi gjörir út af við kennarastétti...
- Swandeesý, dósinn og ruglandin - æ, Fjandinn hirði það allt s...
- Í mörg horn að líta hjá Kolbeini og Brynjari
- Verum á varðbergi gagnvart skrímsladeildurm, rógsvélum, lýðsk...
- Forsetinn í fljótu bragði fær sér í pípu gjótunni í
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 8
- Sl. sólarhring: 159
- Sl. viku: 426
- Frá upphafi: 1537242
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 333
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007