Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
10.11.2008 | 21:08
Ókeypis ópíum fyrir fólkið
Ekki veit ég hvað Bubb Morteins og Kobba Stöðmanni gengur raunverulega til með tóndæmi sínu á laugardaginn annað en að fóðra þessa krónísku athyglissýki sem þeir eru haldnir, nema ef vera skyldi að þetta sé þeirra framlag til að svæfa þjóðina örlítið fyrir Gjeir Haaarde og Sjálfstæðisflokkinn. Það verða nefnilega mótmæli á Austurvelli næstkomandi laugardag og það liggur mikið við, af hálfu valdastéttarinnar, að dreifa athygli fólks frá þeirri samkomu.
Það kemur fram hjá ,,fjölmiðlatengli" Bubbs og Kobba, að engin samtök eða pólitísk öfl standi að baki tónleikunum, og þaðan af síður sé verið að berjast fyrir einu eða neinu. En nokkrum línum neðar kemur þó fram, að svokölluð dagskrá Bubbs og Kobba sé unnin í samstarfi við Rás 2. Bylgjuna og Morgunblaðið!
Það er dálítið kaldhæðnislegt og um leið óskammfeilið, svo ekki sé meira sagt, að halda því fram að pólitísk öfl standi ekki að baki Rásar 2. Bylgjunnar og Morgunblaðsins. Umræddir fjölmiðlar eru ekki einhver ópólitísk sunnudagaskólasamtök, öðru nær. Það liggur ljóst fyrir hverjir eru húsbændur á þessum ,,ópólitísku" fjölmiðlabæjum.
Og þar með er ekki öll sagan sögð. Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur, frjálshyggjubörnin hans Hannesar Hólmsteins, hefur ákveðið að fella niður leigu af Laugardalshöllinni vegna tónleikahaldsins. Ennfremur hafa börnin hans Hannesar í hyggju að hafa frítt í sundlaugarnar og Húsdýragarðinn næsta laugardag.
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sem sé, í samstöðu við Bubb Morteins og Kobba Stöðmann, að bjóða uppá ókeypis ópíum fyrir fólkið næstkomandi laugardag.
Samstöðutónleikar á laugardag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.11.2008 | 17:33
Það er bara um tvo kosti að ræða fyrir Sjálfstæðisflokkinn
Þó svo að rúmlega 50% þeirra sem svöruðu í skoðannakönnum Gallup, dagana 16.-27. október, hafi verið á því að Gjeir Haaarde hafi staðið sig vel, þá verður að taka með í reikninginn að mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan könnunun var gerð. Það er mín tilfinning, að traust fólks á forsætirráðherranum Gjeir, og ríkisstjórn hans, hafi nánast hrapað fyrir björg síðustu tvær vikurnar. Það finnst varla sá sjáfstæðismaður lengur, sem nennir að bera blak af formanni sínum. Sama á við afstöðu sjálfstæðismanna til þjóðardýrlingsins Davíðs í Seðlabankanum.
Það er ljóst, að Sjálfstæðisflokkurinn er öllu trausti rúinn og ætti að segja sig orðalaust úr ríkisstjórn. Fólk vill ekki sjá þessi hrokafullu auðvalds- og spillingasamtök við völd lengur. Það eru ekki nema tveir kostir í stöðunni fyrir Sjálfstæðisflokkinn, úr því sem komið er: þ.e. að hrökklast sjálfviljugur frá, eða láta fólkið á götunni, almenning, hrekja sig frá kjötkötlunum með skömm. Það er bara um þetta tvennt að ræða.
Ríflega helmingur ánægður með Geir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2008 | 22:13
Frelsari hæddur, smánaður og krossfestur
Hafi einhverntímann verið uppi með nokkurri þjóð spámaður, kraftaverkamaður og fjármagnsfrelsari, þá er það Hannes Smárason, sannur Íslendingur af konungakyni í ættir fram. Þessi bjarti afkomandi Egils Skallagrímssonar og Snorra Sturlusonar, þaut á sínum tíma uppá heiðann himinn fjármálavísindanna, eins og eldflaug væri upp skotið, og skein þar fegurst allra stjarna.
En því miður fór fyrir Hannesi Smárasyni eins og mörgum af stétt spámanna og frelsara; að honum var ráðist með hrakyrðum; hann grýttur; og loks krosfestur með ræningjum, undir þeim formerkjum að hann væri ræningi sjálfur.
Miklil er skömm þeirra, og mun lengi uppi, sem veittust að Hannesi Smárasyni, saklausu frelsisskáldi sem kunni að láta verkin tala, svívirtu hann og hæddu og kórónuðu, þá hátíð var nær, illvirki sitt með því að negla hann öfugann uppá krosstré.
Á Hannesi Smárasyni sannast svo átakanlega, að enginn er spámaður í sínu föðurlandi.
Hannes vísar ásökunum á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2008 | 21:01
Fjöldi öfgamanna á kreiki á Íslandi
Í tilefni af skemmtilegri frétt um þúsindir íslamskara öfgamanna í Bretlandi er eiginlega nauðsynlegt að koma því að, að á Íslandi er ótrúlegur fjöldi af öfga-frjálshyggjumönnum sem ganga lausir.
Á þeim hræðilegu tímum sem nú eru á Íslandi er mikið ábrgðarleysi af hálfu þjóðarinnar, að hinir útúrtjúnuðu frjálshyggjurassar skuli fá að valsa um eftirlitslaust.
Einhverntímann var sett á laggirnar jargansmikill kontór sem átti að sjá um eftirlit með frjálshyggju- og fjárglæframönnum allrahanda. Ekki stóð á því að kontórinn fengi nafn við hæfi, semsé: Fjármálaeftirlitið. Auðvitað var Fjármálaeftirlitskomtórnum gert að hafa starfshætti Fiskistofu að leiðarljósi. Ekki er annað að sjá en Fjármálaeftirlitið og Fiskistofa hafi staðið sig sérdeilis vel í stykkinu, þ.e. horft skipulega framhjá öllu athæfi þeirra sem eitthvað eru taldir eiga undir sér og hafa pólitíkusana í vasanum.
Það er síðan ósköp skemmtilegt að verða vitni að hruni öfga-péníngagéðsjúklínganna. Þeir hrundu eins og aurskriða fyrir björg ómennskunnar, án þess að fjármálaeftirlitskontórinn hefði nokkurntímann skipt sér af hinum sjúku græðgisseggjum. Þannig mun einnig fara fyrir greifunum sem Fiskistofa hefur, á pappírunum, átt að hafa eftirlit með, en hefur ekki gert af pólitískum ástæðum.
Þúsundir öfgamanna sagðir vera í Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2008 | 23:49
Heimsmet í hrunadansi
Ekkert land hrunið hraðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2008 | 22:55
Jódís og Hallfríður voru miklar druslur
,,Druslurnar sendar úr landi." Þannig hljóðar fyrisögn fréttarinnar um gömlu bílana sem verið er að selja til útlanda.
Ég hefi þekkt tvær druslur um ævina, þær Jódísi og Hallfríði. Jódís og Hallfríður voru ekki við eina fjölina felldar meðan þær voru og hétu; stunduðu þjófnaði og svall eins og gengur; börðu gamla karla og léku sér að því að míga standandi sem karlmenn væru. Einu sinni hittu þær roskinn ekkjumann, tóku hann heim með sér og nauðguðu honum þar. Ekki létu stúlkurnar þar staðar numið því þær settu hundaól á ekkjumanninn og létu hann tölta á eftir sér, nakinn og á fjórum fótum, niður götuna. Þegar þær komu að kránni sem kennd er við Guðbrand byskub á Hólum, tjóðruðu þær ekkjumanninn við ljósastaur fyrir utan dyrnar á meðan þær brugðu sér inn eftir afréttara. En þegar Jódís og Hallfríður komu út aftur, var ekkjumaðurinn á bak og burt. Karlfauskurinn hafði þó ekki komist langt því hann var miður sín eftir útreiðina og hlaupið eins og hann var á sig kominn beint í flasið á Kormáki nokkrum matsveini, sem var orðlagt ruddamenni, öfuguggi og fól. Þótti Kormáki matsveini bera vel í veiði, hafði snör hantök, dró ekkjumanninn á öðrum fætinum inní nærliggjandi sorptunnuport og kom fram vilja sínum á karlrassinum, sem spangólaði svo hátt meðan á athöfninni stóð að rotturnar, sem voru að störfum í sorptunnunum, lögðu allar sem ein á flótta.
Síðar, þegar ekkjumaðurinn var kominn til sæmilegrar heilsu aftur, sagði hann kunningjum sínum frá þessari undarlegu lísfreynslu sinni. Kunningjarnir litu forviða hverjir á aðra því þeir höfðu aldrei heyrt annað eins. Loks áræddi einn þeirra að inna ekkjumanninn eftir hvort atvikið í sorptunnuportinu hefði ekki verið hræðilegt. -Ójú, svaraði ekkjumaðurinn og hugsaði sig um eins og lektor við háskóla, og bætti síðan hróðugur við, að sér hefði ekki þótt neitt varið í þetta. -En merkilegast var þó, sagði hann, - hvað helvítinu honum Kormáki gat þótt þetta gott.
Druslurnar sendar úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2008 | 19:36
Innlendar raðlygastofur
Það er dálítið einkennilegt, eða er það ekki?, að það skuli iðulega vera erlendar fréttastofur, en ekki innlendar, sem greina nokkurn veginn sannleikanum samkvæmt frá atburðum sem gerast hér á landi.
Það voru nefnilega þúsindir manna sem mótmæltu á Austuvelli í dag, en ekki nokkur hundruð, eða í mesta lagi tvöþúsund eins og íslenskir fjölmiðlar og lögreglan halda fram.
,,Raðlygarar" ... hvað er það nú aftur?
Greint frá mótmælunum erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2008 | 17:06
Rangfærslur koma ekki í veg fyrir sigur fólksins
Hvernig dettur fjölmiðlum í hug að slengja framan í fólk, að ekki hafi verið nema 2000 manns á Austurvelli í dag? Er verið að reyna að segja landsmönnum að óánægja fólk með ríkisstjórn Gjeirs Haaarde, og annað drasl honum tengt, sé bundið við eitt- til tvöþúsund einstaklinga?
Af hverju í fjandanum eru fölmiðlar svona hrikalega hlutdrægir? Vilja þeir máske verða jafnaðir við jörðu?
Samkvæmt heimildamönnum, sem ég treysti margfalt betur en fjölmiðlamönnum, voru þátttakendur í mótmælunum í dag á bilinu fimm- til tíuþúsund manns, ef ekki fleiri.
Og mótmælunum er ekki lokið, fjarri því. Þeim mun ekki ljúka fyrr en með fullnaðarsigri fólksins, alþýðunnar í landinu.
Geir Jón: Lítið má út af bregða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2008 | 16:29
Það á að steypa stjórnvöldum af stóli
Það þarf engann að undra þótt fólk taki til hendinni gagnvart gjörspilltri, forhertri, stórþjófóttri og úrkynjaðri yfirstétt.
Almenningi hefur verið misboðið með þeim hætti af yfirstéttinni, að útilokað er að láta þessháttar óþverra ósvarað.
Með réttu ætti alþýða landsins að steypa stjórnvöldum af stóli, - öllum, eins og þau leggja sig - og skapa nýtt þjóðfélag án aðkomu auðvaldsins og arðræningjahjarðarinnar.
Eggjum kastað í Alþingishúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2008 | 15:22
Ómerkileg lygablaðamennska
Þó að ég sé staddur heima hjá mér vestur í Ólafsvík get ég fullyrt, að blaðamaður Morgunblaðsins, fer með gróf ósannindi þegar hann heldur því fram, að mannfjöldinn sem kominn var á Austurvöll þegar fréttin var birt (kl. 14:59) hafi skipt hundruðum. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef beint af Austurvelli skiptir mannfjöldinn þar þúsundum.
Hvað svona blaðamennska á að þýða læt ég öðrum eftir að túlka. En trúlega eiga svonn ómerkilegar lygar að þjóna einhverjum tilgangi.
Safnast saman í miðbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Í dag tók séra Atgeir fryggðina í misgripum fyrir friðinn
- Á meðan bysskubbi svelgdist á í stólnum söng síra Baldvin hve...
- Grjótari og Jakobsleiðin á hálendi Íslands
- Hún elskar hann en hann elskar hana að meðaltali frekar lítið
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Til heiðurs nýrri ríkisstjórn
- Göglin, þjófræðið, og auðvaldspervertarnir
- Vér óskum emírítusnum innilega til hamingju með glæsilega ákv...
- ,,Hjónabandið er samábyrgð tveggja andlegra öreiga"
- Álfabakkamúrinn á eftir að reynast fólki vel; þökk sé Degi og...
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 151
- Sl. sólarhring: 288
- Sl. viku: 1391
- Frá upphafi: 1542651
Annað
- Innlit í dag: 126
- Innlit sl. viku: 1222
- Gestir í dag: 125
- IP-tölur í dag: 123
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007