Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2008

Dómsmálaráđherra hugsanlegt fórnarlamb nauđgara?

Aldrei hef ég lesiđ eins vođalegt bréf og ţađ sem Fémínístfélag Íslands sendi Birni Bjarnasyni dómsmálaráđherra og hćstaréttardómurum í dag eđa gćr. Ađ tala um Björn Bjarnason, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólaf Börk Ţorvaldssons sem hugsanleg fórnarlömb nauđgunar er hryllilegra en nokkur orđ geta lýst. Ţađ mćtti halda ađ fémínístar Íslands hafi dregiđ upp mynd fyrir hugskotsjónum sínum, áđur en ţćr rituđu bréfiđ, af dómsmálaráđherra í klóm forherts nauđgara. Ţađ ţarf óvenju svívirđilegt og purrkunarlaust hugarflug til ađ setja sér slíkann hrođa fyrir sjónir. Ţér ađ segja.

Ţađ kćmi heldur ekki á óvart ţó dómsmálaráđherra svarađi ţessari fólskulegu árás međ ţví ađ leggja fram frumvarp til laga á nćstu dögum ţar sem kveđiđ á um ađ Fémínístafélag Íslands verđi leyst upp og bannađ um aldur og ćvi. 


mbl.is „Ég vona ađ ţér verđi aldrei nauđgađ“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Margrét Sigríđur í skaflinum

Já, - ţađ féllu fáein sjókorn í Ólafsvík í nótt. Ţessi snjókorn voru ţó svo fá ađ ekki myndađist nema einn lítilfjörlegur skafl úr ţeim. Mun ţađ vera eini skaflinn á gjörvöllu Snćfellsnesi eins og stendur. Ţađ telst ţví hreint međ ólíkindum, ađ ţeirri frómu konu, Margréti Sigríđi, skuli í morgunsáriđ hafa tekist ađ ţefa ţessa snjóhrúgu uppi, aka inní hana og festa ţar bifreiđ sína svo vel og vandlega ađ stórvirk snjóruđningstćki ţurfti til ađ ná henni úr skaflinum. Er nú um fátt annađ talađ í Ólafsvík en ţennan einstćđa atburđ og hafa slyngustu stćrđfrćđingar hér vestra reiknađ út, ađ líkurnar á svona uppákomu séu einn á móti trilljón billjónum. Má ţví ljóst vera, ađ hér er um stórmerkilegt kraftaverk ađ rćđa, hreinustu fróđárundur.

Svo sem sjá má myndinni međ fréttinni, ók ég sjálfur framhjá vettvangi á bifreiđ minni, sem er álíka há til kviđsins og vambsíđ rotta, og komst leiđar minnar eins og um hásumar vćri.


mbl.is Ófćrđ í Ólafsvík
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţvagleki međ harmsögulegu ívafi

Eins og einhverjir eflaust muna, fékk Kolbeinn, vinur okkar allra, ţá flugu í höfuđiđ fyrirvaralaust, ađ hann vćri kominn međ ţvagleka. Hann brást viđ ósómanum međ ţví ađ vefja tusku utanum brandinn á  sér og plastpoka ţar yfir sem hann festi međ teygjum. Ekki vogađi Kolbeinn sér ađ segja frú Ingveldi eiginkonu sinni frá meinsemdinni ţví hann var stađráđinn í ađ bera harm sinn í hljóđi einsamall.

Svo gerđist ţađ eina nóttina ţá Kolbeinn svaf, ađ frú Ingveldur uppdagađi útbúnađ bónda síns. Ekki ţarf ađ orđlengja ađ frú Ingveldi fór strax ađ gruna eitt og annađ. Fyrst og fremst flaug henni ţó í hug ađ karlálftin vćri kominn međ alnćmi og fór ađ velta fyrir sér í smáatriđum hvernig ţađ hefđi gerst. Svo hljóp hún felmtri slegin fram á bađherbergi og ţó sér hátt og lágt uppúr spritti til ađ freista ţess ađ drepa niđur hugsanlega alnćmisvírusa á sjálfri sér. Ađ svo búnu lagđist hún til hvílu í stofusófanum og grét til morguns.    


mbl.is Ört minnkandi áhorf á Gott kvöld
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kattarláfujafningur úr rústunum

Ósköp var ţađ nú hugljúft af viđskipta- og hagspekingunum okkar ađ brasa efnahagslegann kattarláfujafning fyrir strandkapteininn Gjeir Haaarde. Og ekki virđist hafa stađiđ á hr. Haaarde ađ taka, af mestu blíđu og viđhöfn, viđ gumsinu. Verđi honum ađ góđu, karlrassinum.

 


mbl.is Viđskipta- og hagfrćđingar afhenda stjórnvöldum tillögur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hýenur og nagdýraplágur

Árásin á RÚV er ađ sjálfsögđu hluti af langtíma ađgerđaáćtlun Sjálfstćđisflokksins í anda frjálshyggjunnar. Nú kann einhver ađ ćtla ađ međ hruni títtnefndar frjálshyggju vćru ađgerđir áhangenda ţeirrar stefnu úr sögunni. En ţađ er öđru nćr, talsmenn grćđgisvćđingar, fjármálaglćpamennsku og peningageđsýki eru hvergi nćrri hćttir; ţeir eru á sveimi, eins og soltnar hýenur, kringum efnahagsrústirnar sem ţeir skópu međ framferđi sínu; ţeir naga rćtur velferđar- mennta- og heilbrigđiskerfis látlaust eins og rottufaraldur; ţeir reyna af fremsta megni ađ sá talíbönskum ómennskufrćjum hugsjóna sinna hvar sem ţeir geta ţví viđ komiđ og svífast einskis í ţeim efnum.

Ţegar ţví er haldiđ fram ađ mótmćli og reiđi almennings síđustu vikur beinist eingöngu ađ ríkisstjórn, seđlabanka, fjármálaeftirliti og bankastjórum, er ţađ mikill misskilningur. Reiđi almennings og mótmćli beinast ekki hvađ síst af ţeirri hugmyndafrćđi sem komiđ hefur öllu í kalda kol hér á landi og öllu ţví hyski sem ađ henni standa.

Fólkiđ vill ekki bara ríkisstjórnina og Davíđ burt - ţađ vill alsherjarhreingerningu, ţar sem óţrifum eins og Páli útvarpsstjóra, prófessor Hannesi Hólmsteini og öđrum slíkum verđi sópađ beinustu leiđ útí hafsauga. 


mbl.is Óréttlćtanleg ofurlaun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bauđur karlrassinn skreiđ skjálfandi undir borđ

Ljóti hortitturinn ţessi Davíđ Oddsson. Ekki ţorir hann til dyra ţegar gestir banka uppá hjá honum. Honum hlýtur ađ líđa illa í samviskunni, - eđa hvađ? Mér er sagt ađ karlrassinn hafi gerst svo blauđur, ţegar gestirnir bönkuđu uppá í dag, ađ hann hafi skriđiđ eins og felmtrađur fressköttur undir borđ og skolfiđ ţar í óratíma.

En auđvitađ kemur ađ ţví, ađ ţađ verđur barist í bćnum um brauđ handa sveltandi verkalýđ. Ţađ er óumflýjanlegt, - nema Sökudólgarnir láti sér segjast í tíma og láti sig hverfa úr augsýn landa sinna. 


mbl.is Réđust inn í Seđlabankann
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Loksins, loksins, loksins ...

Loksins er fariđ ađ örla á einhverju sem kalla mćtti vitglóru hjá ţjóđinni. Loksins er jarđbundinn stjórnmálaflokkur, sem hefur mannvit og einurđ ađ leiđarljósi, orđinn stćrsti flokkur ţjóđarinnar samkvćmt skođannakönnun. Loksins hefur ţjóđin viđurkennt ađ varnađarorđ Steingríms J. og Ögmundar gegnum gjövallann frjálshyggjudansinn voru sönn og ábyrg.

Ţađ er ţví ekki ađ undra ţó sjálfstćđismenn og ýmis annarra flokka kvikindi séu dauđhrćdd viđ kosningar ţví ţessi endemi eru uggandi um framtíđ sína viđ kétkatlana.

Ţegar kosiđ verđur í vor, má ćtla ađ fylgi VG hafi aukist til muna frá Capasent Gallup könnuinni í dag. Engum ţarf ađ koma á óvart ţó sú aukning verđi í kringum 20%.


mbl.is VG stćrsti flokkurinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband